Arnar: Maður á að vera þroskaðri en þetta Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. maí 2022 19:27 Arnar Grétarsson viðurkenndi að hann hefði alveg átt brottvísun skilið í leiknum gegn KR. vísir/Hulda Margrét Arnar Grétarsson, þjálfari KA, var rekinn af velli þegar hans menn gerðu markalaust jafntefli við KR á Meistaravöllum í kvöld. Hann hrósaði sínu liði eftir leikinn. „Þegar þú ert manni færri í Vesturbænum stóran hluta leiksins er 0-0 helvíti gott. Mér fannst vinnusemin í liðinu góð og líka hvernig við spiluðum seinni hálfleikinn. KR skapaði sér varla færi. Við fengum 2-3 upphlaup og hefðum kannski getað stolið þessu sem hefði alls ekki verið sanngjarnt. En fótboltinn er ekkert alltaf sanngjarn,“ sagði Arnar í samtali við Vísi eftir leik. „Mér fannst við ekki vera nógu hugrakkir að halda boltanum og fara aftur fyrir þá í byrjun leiks. En ég er þakklátur fyrir stigið miðað við hvernig þetta þróaðist.“ Oleksii Bykov, varnarmaður KA, var rekinn af velli á 36. mínútu eftir viðskipti við Kjartan Henry Finnbogason. „Ég sá þetta ekki en það er bara svo erfitt að segja, vitandi hverjir eiga í hlut. Strákurinn fullyrðir að hann hafi ekki gert neitt. En maður á að vita betur. Þetta er gríðarlega svekkjandi. Ekki það, Dusan [Brkovic] kom inn á og stóð sig gríðarlega vel en það er alltaf slæmt að missa menn. En það verður bara að taka því,“ sagði Arnar. En hvað varð til þess að hann sjálfur var rekinn af velli í upphafi seinni hálfleiks? „Maður á að vera þroskaðri en þetta en ég lét þetta fara í skapið á mér og sagði hluti. Ég var ekki dónalegur en sagði hluti sem maður á ekki að segja. Hann gat alveg gefið mér rautt spjald fyrir þetta. Maður á að vera þroskaðri en maður er með mikið keppnisskap og þegar manni finnst að hlutirnir falli öðru megin,“ sagði Arnar. KA er í 2. sæti Bestu deildarinnar með tíu stig eftir fjórar umferðir. Arnar kveðst skiljanlega vera ánægður með uppskeruna hingað til. „Ég er sáttur með stigasöfnunina og í flestum leikjanna höfum við spilað vel. Það er samt erfitt að segja. Í flestum leikjum sem ég hef séð með KR hafa þeir verið helvíti öflugir í fyrri hálfleik. Þeir voru sterkari í fyrri hálfleik í dag án þess að skapa sér neitt. Við vorum hættulegir í skyndisóknum en við rauða spjaldið gjörbreyttist leikurinn,“ sagði Arnar. „Við komumst aldrei almennilega í takt við þetta en planið var klárt í seinni hálfleik. Það var að falla til baka, vera þéttir og reyna að pota inn marki. Við fengum 1-2 tækifæri en ég er virkilega sáttur við þetta stig.“ Besta deild karla KA Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira
„Þegar þú ert manni færri í Vesturbænum stóran hluta leiksins er 0-0 helvíti gott. Mér fannst vinnusemin í liðinu góð og líka hvernig við spiluðum seinni hálfleikinn. KR skapaði sér varla færi. Við fengum 2-3 upphlaup og hefðum kannski getað stolið þessu sem hefði alls ekki verið sanngjarnt. En fótboltinn er ekkert alltaf sanngjarn,“ sagði Arnar í samtali við Vísi eftir leik. „Mér fannst við ekki vera nógu hugrakkir að halda boltanum og fara aftur fyrir þá í byrjun leiks. En ég er þakklátur fyrir stigið miðað við hvernig þetta þróaðist.“ Oleksii Bykov, varnarmaður KA, var rekinn af velli á 36. mínútu eftir viðskipti við Kjartan Henry Finnbogason. „Ég sá þetta ekki en það er bara svo erfitt að segja, vitandi hverjir eiga í hlut. Strákurinn fullyrðir að hann hafi ekki gert neitt. En maður á að vita betur. Þetta er gríðarlega svekkjandi. Ekki það, Dusan [Brkovic] kom inn á og stóð sig gríðarlega vel en það er alltaf slæmt að missa menn. En það verður bara að taka því,“ sagði Arnar. En hvað varð til þess að hann sjálfur var rekinn af velli í upphafi seinni hálfleiks? „Maður á að vera þroskaðri en þetta en ég lét þetta fara í skapið á mér og sagði hluti. Ég var ekki dónalegur en sagði hluti sem maður á ekki að segja. Hann gat alveg gefið mér rautt spjald fyrir þetta. Maður á að vera þroskaðri en maður er með mikið keppnisskap og þegar manni finnst að hlutirnir falli öðru megin,“ sagði Arnar. KA er í 2. sæti Bestu deildarinnar með tíu stig eftir fjórar umferðir. Arnar kveðst skiljanlega vera ánægður með uppskeruna hingað til. „Ég er sáttur með stigasöfnunina og í flestum leikjanna höfum við spilað vel. Það er samt erfitt að segja. Í flestum leikjum sem ég hef séð með KR hafa þeir verið helvíti öflugir í fyrri hálfleik. Þeir voru sterkari í fyrri hálfleik í dag án þess að skapa sér neitt. Við vorum hættulegir í skyndisóknum en við rauða spjaldið gjörbreyttist leikurinn,“ sagði Arnar. „Við komumst aldrei almennilega í takt við þetta en planið var klárt í seinni hálfleik. Það var að falla til baka, vera þéttir og reyna að pota inn marki. Við fengum 1-2 tækifæri en ég er virkilega sáttur við þetta stig.“
Besta deild karla KA Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira