Arnar: Maður á að vera þroskaðri en þetta Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. maí 2022 19:27 Arnar Grétarsson viðurkenndi að hann hefði alveg átt brottvísun skilið í leiknum gegn KR. vísir/Hulda Margrét Arnar Grétarsson, þjálfari KA, var rekinn af velli þegar hans menn gerðu markalaust jafntefli við KR á Meistaravöllum í kvöld. Hann hrósaði sínu liði eftir leikinn. „Þegar þú ert manni færri í Vesturbænum stóran hluta leiksins er 0-0 helvíti gott. Mér fannst vinnusemin í liðinu góð og líka hvernig við spiluðum seinni hálfleikinn. KR skapaði sér varla færi. Við fengum 2-3 upphlaup og hefðum kannski getað stolið þessu sem hefði alls ekki verið sanngjarnt. En fótboltinn er ekkert alltaf sanngjarn,“ sagði Arnar í samtali við Vísi eftir leik. „Mér fannst við ekki vera nógu hugrakkir að halda boltanum og fara aftur fyrir þá í byrjun leiks. En ég er þakklátur fyrir stigið miðað við hvernig þetta þróaðist.“ Oleksii Bykov, varnarmaður KA, var rekinn af velli á 36. mínútu eftir viðskipti við Kjartan Henry Finnbogason. „Ég sá þetta ekki en það er bara svo erfitt að segja, vitandi hverjir eiga í hlut. Strákurinn fullyrðir að hann hafi ekki gert neitt. En maður á að vita betur. Þetta er gríðarlega svekkjandi. Ekki það, Dusan [Brkovic] kom inn á og stóð sig gríðarlega vel en það er alltaf slæmt að missa menn. En það verður bara að taka því,“ sagði Arnar. En hvað varð til þess að hann sjálfur var rekinn af velli í upphafi seinni hálfleiks? „Maður á að vera þroskaðri en þetta en ég lét þetta fara í skapið á mér og sagði hluti. Ég var ekki dónalegur en sagði hluti sem maður á ekki að segja. Hann gat alveg gefið mér rautt spjald fyrir þetta. Maður á að vera þroskaðri en maður er með mikið keppnisskap og þegar manni finnst að hlutirnir falli öðru megin,“ sagði Arnar. KA er í 2. sæti Bestu deildarinnar með tíu stig eftir fjórar umferðir. Arnar kveðst skiljanlega vera ánægður með uppskeruna hingað til. „Ég er sáttur með stigasöfnunina og í flestum leikjanna höfum við spilað vel. Það er samt erfitt að segja. Í flestum leikjum sem ég hef séð með KR hafa þeir verið helvíti öflugir í fyrri hálfleik. Þeir voru sterkari í fyrri hálfleik í dag án þess að skapa sér neitt. Við vorum hættulegir í skyndisóknum en við rauða spjaldið gjörbreyttist leikurinn,“ sagði Arnar. „Við komumst aldrei almennilega í takt við þetta en planið var klárt í seinni hálfleik. Það var að falla til baka, vera þéttir og reyna að pota inn marki. Við fengum 1-2 tækifæri en ég er virkilega sáttur við þetta stig.“ Besta deild karla KA Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Fleiri fréttir ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Sjá meira
„Þegar þú ert manni færri í Vesturbænum stóran hluta leiksins er 0-0 helvíti gott. Mér fannst vinnusemin í liðinu góð og líka hvernig við spiluðum seinni hálfleikinn. KR skapaði sér varla færi. Við fengum 2-3 upphlaup og hefðum kannski getað stolið þessu sem hefði alls ekki verið sanngjarnt. En fótboltinn er ekkert alltaf sanngjarn,“ sagði Arnar í samtali við Vísi eftir leik. „Mér fannst við ekki vera nógu hugrakkir að halda boltanum og fara aftur fyrir þá í byrjun leiks. En ég er þakklátur fyrir stigið miðað við hvernig þetta þróaðist.“ Oleksii Bykov, varnarmaður KA, var rekinn af velli á 36. mínútu eftir viðskipti við Kjartan Henry Finnbogason. „Ég sá þetta ekki en það er bara svo erfitt að segja, vitandi hverjir eiga í hlut. Strákurinn fullyrðir að hann hafi ekki gert neitt. En maður á að vita betur. Þetta er gríðarlega svekkjandi. Ekki það, Dusan [Brkovic] kom inn á og stóð sig gríðarlega vel en það er alltaf slæmt að missa menn. En það verður bara að taka því,“ sagði Arnar. En hvað varð til þess að hann sjálfur var rekinn af velli í upphafi seinni hálfleiks? „Maður á að vera þroskaðri en þetta en ég lét þetta fara í skapið á mér og sagði hluti. Ég var ekki dónalegur en sagði hluti sem maður á ekki að segja. Hann gat alveg gefið mér rautt spjald fyrir þetta. Maður á að vera þroskaðri en maður er með mikið keppnisskap og þegar manni finnst að hlutirnir falli öðru megin,“ sagði Arnar. KA er í 2. sæti Bestu deildarinnar með tíu stig eftir fjórar umferðir. Arnar kveðst skiljanlega vera ánægður með uppskeruna hingað til. „Ég er sáttur með stigasöfnunina og í flestum leikjanna höfum við spilað vel. Það er samt erfitt að segja. Í flestum leikjum sem ég hef séð með KR hafa þeir verið helvíti öflugir í fyrri hálfleik. Þeir voru sterkari í fyrri hálfleik í dag án þess að skapa sér neitt. Við vorum hættulegir í skyndisóknum en við rauða spjaldið gjörbreyttist leikurinn,“ sagði Arnar. „Við komumst aldrei almennilega í takt við þetta en planið var klárt í seinni hálfleik. Það var að falla til baka, vera þéttir og reyna að pota inn marki. Við fengum 1-2 tækifæri en ég er virkilega sáttur við þetta stig.“
Besta deild karla KA Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Fleiri fréttir ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Sjá meira