Harmar fréttaflutning af málefnum nemenda Bjarki Sigurðsson skrifar 8. maí 2022 13:31 Erla Sigríður Ragnarsdóttir, skólameistari Flensborgarskólans, segir að skólinn harmi þá neikvæðu mynd sem dregin hefur verið upp af skólastarfinu í fjölmiðlum. Vísir Í yfirlýsingu frá skólastjórn Flensborgarskólans í Hafnarfirði segir að skólinn líði ekki ofbeldi að neinu tagi. Skólinn harmar fréttaflutning af málefnum nemenda. Síðustu daga hafa nemendur Flensborgarskólans í Hafnarfirði lýst yfir óánægju með skipun Erlu Sigríðar Ragnarsdóttur sem skólameistara. Í gær voru þrír nemendur svo í viðtali hjá RÚV og sögðu þar frá ofbeldi sem einn nemendanna hafði orðið fyrir eftir skólaball skólans. Fylgja aðgerðaáætlun um ofbeldismál „Ályktun sú sem fjölmiðlar hafa fjallað um undanfarna daga og varðar málefni nemenda hefur hvorki borist skólameistara né stjórn skólans og því er erfitt að bregðast við efni hennar. Oddviti nemendafélagsins hefur staðfest að hún komi ekki frá núverandi stjórn,“ segir í yfirlýsingunni sem Erla Sigríður skrifar fyrir hönd skólans. Hún segir að skólameistara sé óheimilt að tjá sig um viðkvæm mál einstakra nemenda og að stjórn skólans fylgi aðgerðaáætlun um ofbeldismál. Samkvæmt frétt RÚV í gær er líkamsárásin undir rannsókn lögreglu og þora þeir sem urðu fyrir henni og voru vitni að henni ekki að mæta í skólans. Gerendurnir fá að mæta og vilja þeir ekki eiga í hættu á að rekast á þá. Hlutaðeigandi aðilum boðinn stuðningur Í yfirlýsingunni segir að nemendurnir sem gerðust uppvísir af ofbeldinu hafi verið reknir úr skólanum, til lengri og skemmri tíma. Þá hafi öllum hlutaðeigandi aðilum verið boðinn stuðningur. Í fréttaflutningi hefur komið fram að Morfís og Gettu betur þjálfarar vilji ekki vinna með nemendum skólans vegna skólastjórnarinnar. „Varðandi umræðu um óánægju innan Morfís liðs Flensborgarskóla þá ber að taka fram að foreldrar óskuðu eftir því að skólastjórnendur tækju til baka heimild Morfís liðsins til þess að æfa eftirlitslaust á nóttunni í skólabyggingunni.“ Stjórn skólans taldi rétt á þessum tíma að bregðast við þessum óskum foreldra. Harma fréttaflutning „Skólinn harmar fréttaflutning af málefnum nemenda skólans síðustu daga og þá neikvæðu mynd sem dregin hefur verið upp af skólastarfinu almennt,“ segir í yfirlýsingunni. Stjórn skólans beri virðingu fyrir skoðunum nemenda og leggi áherslu á að auka samtal á milli nemenda og skólayfirvalda. Erla Sigríður hefur ekki gefið kost á sér í viðtal síðan fréttaflutningur um málið hófst og hefur ekki svarað skilaboðum blaðamanns fréttastofu. Framhaldsskólar Hafnarfjörður Skóla - og menntamál Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Sjá meira
Síðustu daga hafa nemendur Flensborgarskólans í Hafnarfirði lýst yfir óánægju með skipun Erlu Sigríðar Ragnarsdóttur sem skólameistara. Í gær voru þrír nemendur svo í viðtali hjá RÚV og sögðu þar frá ofbeldi sem einn nemendanna hafði orðið fyrir eftir skólaball skólans. Fylgja aðgerðaáætlun um ofbeldismál „Ályktun sú sem fjölmiðlar hafa fjallað um undanfarna daga og varðar málefni nemenda hefur hvorki borist skólameistara né stjórn skólans og því er erfitt að bregðast við efni hennar. Oddviti nemendafélagsins hefur staðfest að hún komi ekki frá núverandi stjórn,“ segir í yfirlýsingunni sem Erla Sigríður skrifar fyrir hönd skólans. Hún segir að skólameistara sé óheimilt að tjá sig um viðkvæm mál einstakra nemenda og að stjórn skólans fylgi aðgerðaáætlun um ofbeldismál. Samkvæmt frétt RÚV í gær er líkamsárásin undir rannsókn lögreglu og þora þeir sem urðu fyrir henni og voru vitni að henni ekki að mæta í skólans. Gerendurnir fá að mæta og vilja þeir ekki eiga í hættu á að rekast á þá. Hlutaðeigandi aðilum boðinn stuðningur Í yfirlýsingunni segir að nemendurnir sem gerðust uppvísir af ofbeldinu hafi verið reknir úr skólanum, til lengri og skemmri tíma. Þá hafi öllum hlutaðeigandi aðilum verið boðinn stuðningur. Í fréttaflutningi hefur komið fram að Morfís og Gettu betur þjálfarar vilji ekki vinna með nemendum skólans vegna skólastjórnarinnar. „Varðandi umræðu um óánægju innan Morfís liðs Flensborgarskóla þá ber að taka fram að foreldrar óskuðu eftir því að skólastjórnendur tækju til baka heimild Morfís liðsins til þess að æfa eftirlitslaust á nóttunni í skólabyggingunni.“ Stjórn skólans taldi rétt á þessum tíma að bregðast við þessum óskum foreldra. Harma fréttaflutning „Skólinn harmar fréttaflutning af málefnum nemenda skólans síðustu daga og þá neikvæðu mynd sem dregin hefur verið upp af skólastarfinu almennt,“ segir í yfirlýsingunni. Stjórn skólans beri virðingu fyrir skoðunum nemenda og leggi áherslu á að auka samtal á milli nemenda og skólayfirvalda. Erla Sigríður hefur ekki gefið kost á sér í viðtal síðan fréttaflutningur um málið hófst og hefur ekki svarað skilaboðum blaðamanns fréttastofu.
Framhaldsskólar Hafnarfjörður Skóla - og menntamál Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Sjá meira