Harmar fréttaflutning af málefnum nemenda Bjarki Sigurðsson skrifar 8. maí 2022 13:31 Erla Sigríður Ragnarsdóttir, skólameistari Flensborgarskólans, segir að skólinn harmi þá neikvæðu mynd sem dregin hefur verið upp af skólastarfinu í fjölmiðlum. Vísir Í yfirlýsingu frá skólastjórn Flensborgarskólans í Hafnarfirði segir að skólinn líði ekki ofbeldi að neinu tagi. Skólinn harmar fréttaflutning af málefnum nemenda. Síðustu daga hafa nemendur Flensborgarskólans í Hafnarfirði lýst yfir óánægju með skipun Erlu Sigríðar Ragnarsdóttur sem skólameistara. Í gær voru þrír nemendur svo í viðtali hjá RÚV og sögðu þar frá ofbeldi sem einn nemendanna hafði orðið fyrir eftir skólaball skólans. Fylgja aðgerðaáætlun um ofbeldismál „Ályktun sú sem fjölmiðlar hafa fjallað um undanfarna daga og varðar málefni nemenda hefur hvorki borist skólameistara né stjórn skólans og því er erfitt að bregðast við efni hennar. Oddviti nemendafélagsins hefur staðfest að hún komi ekki frá núverandi stjórn,“ segir í yfirlýsingunni sem Erla Sigríður skrifar fyrir hönd skólans. Hún segir að skólameistara sé óheimilt að tjá sig um viðkvæm mál einstakra nemenda og að stjórn skólans fylgi aðgerðaáætlun um ofbeldismál. Samkvæmt frétt RÚV í gær er líkamsárásin undir rannsókn lögreglu og þora þeir sem urðu fyrir henni og voru vitni að henni ekki að mæta í skólans. Gerendurnir fá að mæta og vilja þeir ekki eiga í hættu á að rekast á þá. Hlutaðeigandi aðilum boðinn stuðningur Í yfirlýsingunni segir að nemendurnir sem gerðust uppvísir af ofbeldinu hafi verið reknir úr skólanum, til lengri og skemmri tíma. Þá hafi öllum hlutaðeigandi aðilum verið boðinn stuðningur. Í fréttaflutningi hefur komið fram að Morfís og Gettu betur þjálfarar vilji ekki vinna með nemendum skólans vegna skólastjórnarinnar. „Varðandi umræðu um óánægju innan Morfís liðs Flensborgarskóla þá ber að taka fram að foreldrar óskuðu eftir því að skólastjórnendur tækju til baka heimild Morfís liðsins til þess að æfa eftirlitslaust á nóttunni í skólabyggingunni.“ Stjórn skólans taldi rétt á þessum tíma að bregðast við þessum óskum foreldra. Harma fréttaflutning „Skólinn harmar fréttaflutning af málefnum nemenda skólans síðustu daga og þá neikvæðu mynd sem dregin hefur verið upp af skólastarfinu almennt,“ segir í yfirlýsingunni. Stjórn skólans beri virðingu fyrir skoðunum nemenda og leggi áherslu á að auka samtal á milli nemenda og skólayfirvalda. Erla Sigríður hefur ekki gefið kost á sér í viðtal síðan fréttaflutningur um málið hófst og hefur ekki svarað skilaboðum blaðamanns fréttastofu. Framhaldsskólar Hafnarfjörður Skóla - og menntamál Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Sjá meira
Síðustu daga hafa nemendur Flensborgarskólans í Hafnarfirði lýst yfir óánægju með skipun Erlu Sigríðar Ragnarsdóttur sem skólameistara. Í gær voru þrír nemendur svo í viðtali hjá RÚV og sögðu þar frá ofbeldi sem einn nemendanna hafði orðið fyrir eftir skólaball skólans. Fylgja aðgerðaáætlun um ofbeldismál „Ályktun sú sem fjölmiðlar hafa fjallað um undanfarna daga og varðar málefni nemenda hefur hvorki borist skólameistara né stjórn skólans og því er erfitt að bregðast við efni hennar. Oddviti nemendafélagsins hefur staðfest að hún komi ekki frá núverandi stjórn,“ segir í yfirlýsingunni sem Erla Sigríður skrifar fyrir hönd skólans. Hún segir að skólameistara sé óheimilt að tjá sig um viðkvæm mál einstakra nemenda og að stjórn skólans fylgi aðgerðaáætlun um ofbeldismál. Samkvæmt frétt RÚV í gær er líkamsárásin undir rannsókn lögreglu og þora þeir sem urðu fyrir henni og voru vitni að henni ekki að mæta í skólans. Gerendurnir fá að mæta og vilja þeir ekki eiga í hættu á að rekast á þá. Hlutaðeigandi aðilum boðinn stuðningur Í yfirlýsingunni segir að nemendurnir sem gerðust uppvísir af ofbeldinu hafi verið reknir úr skólanum, til lengri og skemmri tíma. Þá hafi öllum hlutaðeigandi aðilum verið boðinn stuðningur. Í fréttaflutningi hefur komið fram að Morfís og Gettu betur þjálfarar vilji ekki vinna með nemendum skólans vegna skólastjórnarinnar. „Varðandi umræðu um óánægju innan Morfís liðs Flensborgarskóla þá ber að taka fram að foreldrar óskuðu eftir því að skólastjórnendur tækju til baka heimild Morfís liðsins til þess að æfa eftirlitslaust á nóttunni í skólabyggingunni.“ Stjórn skólans taldi rétt á þessum tíma að bregðast við þessum óskum foreldra. Harma fréttaflutning „Skólinn harmar fréttaflutning af málefnum nemenda skólans síðustu daga og þá neikvæðu mynd sem dregin hefur verið upp af skólastarfinu almennt,“ segir í yfirlýsingunni. Stjórn skólans beri virðingu fyrir skoðunum nemenda og leggi áherslu á að auka samtal á milli nemenda og skólayfirvalda. Erla Sigríður hefur ekki gefið kost á sér í viðtal síðan fréttaflutningur um málið hófst og hefur ekki svarað skilaboðum blaðamanns fréttastofu.
Framhaldsskólar Hafnarfjörður Skóla - og menntamál Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Sjá meira