Harmar fréttaflutning af málefnum nemenda Bjarki Sigurðsson skrifar 8. maí 2022 13:31 Erla Sigríður Ragnarsdóttir, skólameistari Flensborgarskólans, segir að skólinn harmi þá neikvæðu mynd sem dregin hefur verið upp af skólastarfinu í fjölmiðlum. Vísir Í yfirlýsingu frá skólastjórn Flensborgarskólans í Hafnarfirði segir að skólinn líði ekki ofbeldi að neinu tagi. Skólinn harmar fréttaflutning af málefnum nemenda. Síðustu daga hafa nemendur Flensborgarskólans í Hafnarfirði lýst yfir óánægju með skipun Erlu Sigríðar Ragnarsdóttur sem skólameistara. Í gær voru þrír nemendur svo í viðtali hjá RÚV og sögðu þar frá ofbeldi sem einn nemendanna hafði orðið fyrir eftir skólaball skólans. Fylgja aðgerðaáætlun um ofbeldismál „Ályktun sú sem fjölmiðlar hafa fjallað um undanfarna daga og varðar málefni nemenda hefur hvorki borist skólameistara né stjórn skólans og því er erfitt að bregðast við efni hennar. Oddviti nemendafélagsins hefur staðfest að hún komi ekki frá núverandi stjórn,“ segir í yfirlýsingunni sem Erla Sigríður skrifar fyrir hönd skólans. Hún segir að skólameistara sé óheimilt að tjá sig um viðkvæm mál einstakra nemenda og að stjórn skólans fylgi aðgerðaáætlun um ofbeldismál. Samkvæmt frétt RÚV í gær er líkamsárásin undir rannsókn lögreglu og þora þeir sem urðu fyrir henni og voru vitni að henni ekki að mæta í skólans. Gerendurnir fá að mæta og vilja þeir ekki eiga í hættu á að rekast á þá. Hlutaðeigandi aðilum boðinn stuðningur Í yfirlýsingunni segir að nemendurnir sem gerðust uppvísir af ofbeldinu hafi verið reknir úr skólanum, til lengri og skemmri tíma. Þá hafi öllum hlutaðeigandi aðilum verið boðinn stuðningur. Í fréttaflutningi hefur komið fram að Morfís og Gettu betur þjálfarar vilji ekki vinna með nemendum skólans vegna skólastjórnarinnar. „Varðandi umræðu um óánægju innan Morfís liðs Flensborgarskóla þá ber að taka fram að foreldrar óskuðu eftir því að skólastjórnendur tækju til baka heimild Morfís liðsins til þess að æfa eftirlitslaust á nóttunni í skólabyggingunni.“ Stjórn skólans taldi rétt á þessum tíma að bregðast við þessum óskum foreldra. Harma fréttaflutning „Skólinn harmar fréttaflutning af málefnum nemenda skólans síðustu daga og þá neikvæðu mynd sem dregin hefur verið upp af skólastarfinu almennt,“ segir í yfirlýsingunni. Stjórn skólans beri virðingu fyrir skoðunum nemenda og leggi áherslu á að auka samtal á milli nemenda og skólayfirvalda. Erla Sigríður hefur ekki gefið kost á sér í viðtal síðan fréttaflutningur um málið hófst og hefur ekki svarað skilaboðum blaðamanns fréttastofu. Framhaldsskólar Hafnarfjörður Skóla - og menntamál Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Sjá meira
Síðustu daga hafa nemendur Flensborgarskólans í Hafnarfirði lýst yfir óánægju með skipun Erlu Sigríðar Ragnarsdóttur sem skólameistara. Í gær voru þrír nemendur svo í viðtali hjá RÚV og sögðu þar frá ofbeldi sem einn nemendanna hafði orðið fyrir eftir skólaball skólans. Fylgja aðgerðaáætlun um ofbeldismál „Ályktun sú sem fjölmiðlar hafa fjallað um undanfarna daga og varðar málefni nemenda hefur hvorki borist skólameistara né stjórn skólans og því er erfitt að bregðast við efni hennar. Oddviti nemendafélagsins hefur staðfest að hún komi ekki frá núverandi stjórn,“ segir í yfirlýsingunni sem Erla Sigríður skrifar fyrir hönd skólans. Hún segir að skólameistara sé óheimilt að tjá sig um viðkvæm mál einstakra nemenda og að stjórn skólans fylgi aðgerðaáætlun um ofbeldismál. Samkvæmt frétt RÚV í gær er líkamsárásin undir rannsókn lögreglu og þora þeir sem urðu fyrir henni og voru vitni að henni ekki að mæta í skólans. Gerendurnir fá að mæta og vilja þeir ekki eiga í hættu á að rekast á þá. Hlutaðeigandi aðilum boðinn stuðningur Í yfirlýsingunni segir að nemendurnir sem gerðust uppvísir af ofbeldinu hafi verið reknir úr skólanum, til lengri og skemmri tíma. Þá hafi öllum hlutaðeigandi aðilum verið boðinn stuðningur. Í fréttaflutningi hefur komið fram að Morfís og Gettu betur þjálfarar vilji ekki vinna með nemendum skólans vegna skólastjórnarinnar. „Varðandi umræðu um óánægju innan Morfís liðs Flensborgarskóla þá ber að taka fram að foreldrar óskuðu eftir því að skólastjórnendur tækju til baka heimild Morfís liðsins til þess að æfa eftirlitslaust á nóttunni í skólabyggingunni.“ Stjórn skólans taldi rétt á þessum tíma að bregðast við þessum óskum foreldra. Harma fréttaflutning „Skólinn harmar fréttaflutning af málefnum nemenda skólans síðustu daga og þá neikvæðu mynd sem dregin hefur verið upp af skólastarfinu almennt,“ segir í yfirlýsingunni. Stjórn skólans beri virðingu fyrir skoðunum nemenda og leggi áherslu á að auka samtal á milli nemenda og skólayfirvalda. Erla Sigríður hefur ekki gefið kost á sér í viðtal síðan fréttaflutningur um málið hófst og hefur ekki svarað skilaboðum blaðamanns fréttastofu.
Framhaldsskólar Hafnarfjörður Skóla - og menntamál Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Sjá meira