„Ég er hræddur um að myndin sé enn svartari“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 8. maí 2022 14:07 Guðjón Bragason, sviðsstjóri hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Vísir/Arnar Á föstudag var skýrsla gerð opinber um heildarendurskoðun laga um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Þar kom í ljós að á árunum 2018-2020 hafi rekstrarhalli vegna þjónustu við fatlað fólk farið úr 2,9 milljörðum króna og upp í 8,9 milljarða. Rekstrarhalli hafi þrefaldast á þessu tímabili. Á Sprengisandi í morgun var Guðjón Bragason, sviðsstjóri hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, spurður út í þessa stöðu og hvort kostnaður við tilfærslu þjónustunnar frá ríki til sveitarfélaga hafi verið vanfjármagnaður í ljósi níu milljarða króna halla. Guðjón sagði að það væri ekki eins menn hafi ekki haft upplýsingarnar þegar af stað var farið. „Það er talað um níu milljarða gat árið 2020 en ég er hræddur um að myndin sé enn svartari. Við höfum heyrt tölur á borð við tólf, þrettán milljarða árið 2021. Þetta er skuggalegt gat sem náttúrulega er ekki sjálfbært.“ Hann hafi þó ákveðnar væntingar um það muni takast að loka gatinu. „En stærðin er slík að við erum að tala um að hér þyrfti sennilega að hækka útsvarshlutfall sveitarfélaga um eitt prósentustig og ef ríkið myndi koma á móti og lækka tekjuskattinn samsvarandi þá gætum við verið með frekar einfalda lausn á þessu en ég reikna nú frekar með að viðræður verði kannski aðeins flóknari.“ Í samkomulagi á milli ríkis og sveitarfélaga um tilfærslu þjónustunnar frá árinu 2010 var álagningarprósenta útsvars í lögum um tekjustofna sveitarfélaga hækkuð um 1,2%. Guðjón segir að ræða verði um hagræðingu í þessu samhengi þrátt fyrir biðlista eftir bæði búsetuúrræðum og greiningum. Þuríður Harpa Sigurðardóttir formaður Öryrkjabandalags Íslands.Vísir/Sigurjón Foreldrar fatlaðra barna bugaðir og áhyggjufullir Þuríður Harpa Sigurðardóttir formaður Öryrkjabandalags Íslands var einnig til viðtals hjá Kristjáni Kristjánssyni á Sprengisandi en hún hefur nýlokið fundaferð um landið þar sem fundað var með frambjóðendum um málefni fatlaðs fólks. „Það sem brann á fólki sem mætti þarna á fundi voru húsnæðismál, aðgengismál, atvinnumál, þjónusta og ferðaþjónusta.“ Þuríður sagði að rauði þráðurinn á þessum fundum hafi verið foreldrar fatlaðra barna, sem hefðu áhyggjur af stöðunni. Börnin fengju ekki nægilega þjónustu. „Ekki væri hugsað fyrir aðgengi í skólum, lítill stuðningur væri við fjölskylduna og mikil umönnunarskylda foreldra. Þeir voru bara dálítið bugaðir og höfðu áhyggjur af stöðu fatlaðra barna sinna og framtíð þeirra en líka af sjálfum sár. Fólk er nýkomið úr COVID og þessi hópur hefur þurft að vera mikið frá vinnu og vera heima með sínu langveika barni.“ Málefni fatlaðs fólks Sveitarstjórnarmál Félagsmál Tengdar fréttir Sveitarfélög vilja meiri peninga frá ríki Landshlutasamtök sveitarfélaga á landinu öllu skora á ráðherra og alþingismenn að tryggja við fjárlagagerð næsta árs aukin framlög til málaflokka sem mikilvægir séu fyrir byggðaþróun til framtíðar. 11. nóvember 2015 07:00 Skerðing jöfnunarsjóðs eins og þruma úr heiðskíru lofti Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar segir að tillögur fjármálaráðherra um niðurskurð fjárframlaga til jöfnunarsjóðs sveitarfélaga komi eins og þruma úr heiðskíru lofti. Komi þær til framkvæmda séu forsendur brostnar varðandi flutning þjónustu við fatlað fólk frá ríki til sveitarfélaga. 17. mars 2019 12:15 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Sjá meira
Á Sprengisandi í morgun var Guðjón Bragason, sviðsstjóri hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, spurður út í þessa stöðu og hvort kostnaður við tilfærslu þjónustunnar frá ríki til sveitarfélaga hafi verið vanfjármagnaður í ljósi níu milljarða króna halla. Guðjón sagði að það væri ekki eins menn hafi ekki haft upplýsingarnar þegar af stað var farið. „Það er talað um níu milljarða gat árið 2020 en ég er hræddur um að myndin sé enn svartari. Við höfum heyrt tölur á borð við tólf, þrettán milljarða árið 2021. Þetta er skuggalegt gat sem náttúrulega er ekki sjálfbært.“ Hann hafi þó ákveðnar væntingar um það muni takast að loka gatinu. „En stærðin er slík að við erum að tala um að hér þyrfti sennilega að hækka útsvarshlutfall sveitarfélaga um eitt prósentustig og ef ríkið myndi koma á móti og lækka tekjuskattinn samsvarandi þá gætum við verið með frekar einfalda lausn á þessu en ég reikna nú frekar með að viðræður verði kannski aðeins flóknari.“ Í samkomulagi á milli ríkis og sveitarfélaga um tilfærslu þjónustunnar frá árinu 2010 var álagningarprósenta útsvars í lögum um tekjustofna sveitarfélaga hækkuð um 1,2%. Guðjón segir að ræða verði um hagræðingu í þessu samhengi þrátt fyrir biðlista eftir bæði búsetuúrræðum og greiningum. Þuríður Harpa Sigurðardóttir formaður Öryrkjabandalags Íslands.Vísir/Sigurjón Foreldrar fatlaðra barna bugaðir og áhyggjufullir Þuríður Harpa Sigurðardóttir formaður Öryrkjabandalags Íslands var einnig til viðtals hjá Kristjáni Kristjánssyni á Sprengisandi en hún hefur nýlokið fundaferð um landið þar sem fundað var með frambjóðendum um málefni fatlaðs fólks. „Það sem brann á fólki sem mætti þarna á fundi voru húsnæðismál, aðgengismál, atvinnumál, þjónusta og ferðaþjónusta.“ Þuríður sagði að rauði þráðurinn á þessum fundum hafi verið foreldrar fatlaðra barna, sem hefðu áhyggjur af stöðunni. Börnin fengju ekki nægilega þjónustu. „Ekki væri hugsað fyrir aðgengi í skólum, lítill stuðningur væri við fjölskylduna og mikil umönnunarskylda foreldra. Þeir voru bara dálítið bugaðir og höfðu áhyggjur af stöðu fatlaðra barna sinna og framtíð þeirra en líka af sjálfum sár. Fólk er nýkomið úr COVID og þessi hópur hefur þurft að vera mikið frá vinnu og vera heima með sínu langveika barni.“
Málefni fatlaðs fólks Sveitarstjórnarmál Félagsmál Tengdar fréttir Sveitarfélög vilja meiri peninga frá ríki Landshlutasamtök sveitarfélaga á landinu öllu skora á ráðherra og alþingismenn að tryggja við fjárlagagerð næsta árs aukin framlög til málaflokka sem mikilvægir séu fyrir byggðaþróun til framtíðar. 11. nóvember 2015 07:00 Skerðing jöfnunarsjóðs eins og þruma úr heiðskíru lofti Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar segir að tillögur fjármálaráðherra um niðurskurð fjárframlaga til jöfnunarsjóðs sveitarfélaga komi eins og þruma úr heiðskíru lofti. Komi þær til framkvæmda séu forsendur brostnar varðandi flutning þjónustu við fatlað fólk frá ríki til sveitarfélaga. 17. mars 2019 12:15 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Sjá meira
Sveitarfélög vilja meiri peninga frá ríki Landshlutasamtök sveitarfélaga á landinu öllu skora á ráðherra og alþingismenn að tryggja við fjárlagagerð næsta árs aukin framlög til málaflokka sem mikilvægir séu fyrir byggðaþróun til framtíðar. 11. nóvember 2015 07:00
Skerðing jöfnunarsjóðs eins og þruma úr heiðskíru lofti Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar segir að tillögur fjármálaráðherra um niðurskurð fjárframlaga til jöfnunarsjóðs sveitarfélaga komi eins og þruma úr heiðskíru lofti. Komi þær til framkvæmda séu forsendur brostnar varðandi flutning þjónustu við fatlað fólk frá ríki til sveitarfélaga. 17. mars 2019 12:15