Kemur á óvart að ekki hafi skapast neyðarástand Snorri Másson skrifar 8. maí 2022 19:55 Jón Þór Þorvaldsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna, er harðorður í garð stjórnvalda sem ekki hafa samið við flugmenn í tvö og hálft ár. Vöktum hjá Landhelgisgæslunni er ábótavant og erfitt að manna þær, sem þarf ekki að koma á óvart að sögn Jóns Þórs. Vísir/Vilhelm „Það er eins og yfirvöld þurfi stórslys til þess að átta sig á alvarleika stöðunnar hjá Landhelgisgæslunni," segir formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Sífellt erfiðara er að manna bráðnauðsynlegar vaktir hjá þyrlum gæslunnar, flugmenn hafa verið kjarasamningslausir í tvö og hálft ár. „Þetta er óásættanlegt. Auðvitað þurfa menn að vera með kjarasamning og geta unnið eftir honum,“ segir Jón Þór Þorvaldsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna, í samtali við fréttastofu. Bara 20 mílur ef ein vakt er að störfum Ef eitthvað gerist um borð í skipi sem er lengra en 20 sjómílur frá landi sem kallar á aðstoð þyrlu, má senda þyrluna af stað til hjálpar - að því gefnu að heil vakt sé til taks í landi á meðan. Ef engin aukavakt er tilbúin má þyrlan ekki fara lengra en 20 sjómílur samkvæmt reglum. Í dag var til dæmis bara ein vakt til taks. Á hafi úti voru þó vel á þriðja tug stærri togara, langt utan við tuttugu sjómílna mörkin, að minnsta kosti fimmtán manna áhöfn um borð í hverjum og einum. Það eru um 400-500 manns. Ef eitthvað hefði komið fyrir hefði Landhelgisgæslan þurft að kalla út fullmannaða aukavakt í landi áður en hægt væri að fljúga út fyrir 20 mílna mörkin. Og að kalla svona vakt út er samkvæmt upplýsingum fréttastofu að verða sífellt erfiðara. Af hverju? Ófullnægjandi kjör flugmanna Landhelgisgæslunnar bæta alla vega ekki úr skák - þeir hafa verið samningslausir í á þriðja ár. „Eins og það þurfi alltaf að verða eitthvert stórslys“ Samningar stranda þó ekki á dómsmálaráðuneytinu eða Landhelgisgæslunni sjálfri, að sögn formanns Félags íslenskra atvinnuflugmanna. „Við erum bara því niður ekki að ná nógu góðri áheyrn hjá fjármálaráðuneytinu sem er með samningsumboðið. Og það er eins og það þurfi alltaf að verða eitthvert stórslys eða eitthvað alvarlegt að koma upp á til að menn vakni og átti sig á að það er kannski best að hlusta á fólkið sem starfar í framlínunni,“ segir Jón Þór. Jón Þór segir ekki koma á óvart að sífellt erfiðara sé að manna þessar nauðsynlegu vaktir. „Það sem kemur mér á óvart er að það sé ekki búið að verða neyðarástand þar sem hefur bara vantað mann á vakt og það hefur bara ekki verið hægt að manna vaktina. Það sem kemur mér á óvart er ótrúlegt langlundargerð starfsfólks Landhelgisgæslunnar,“ segir Jón Þór. 35% af tímanum er aðeins ein vakt til staðar og þá er nauðsynlegt að kalla út aðra áður en haldið er af stað. Á þeim tímum er það mat margra að öryggi sé einfaldlega ekki fullnægjandi, þótt hingað til hafi náðst að manna skyndilegu aukavaktirnar. „Vissulega eru stórir atvinnuvegir eins og sjávarútvegurinn sem reiðir sig mjög á þessa þjónustu og bara því miður, hún er ekki fyrir hendi. Ekki eins og við viljum hafa hana,“ segir Jón Þór. Landhelgisgæslan Reykjavík Tengdar fréttir Fjármálaráðuneytið ráðist gegn flugmönnum Landhelgisgæslunnar Síðan 31. janúar 2019 hafa flugmenn Landhelgisgæslunnar verið án kjarasamnings. Í ályktun frá stéttinni segir að þeir séu nánast í vonlausri stöðu vegna fjármálaráðuneytisins. 19. apríl 2022 10:47 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Sjá meira
„Þetta er óásættanlegt. Auðvitað þurfa menn að vera með kjarasamning og geta unnið eftir honum,“ segir Jón Þór Þorvaldsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna, í samtali við fréttastofu. Bara 20 mílur ef ein vakt er að störfum Ef eitthvað gerist um borð í skipi sem er lengra en 20 sjómílur frá landi sem kallar á aðstoð þyrlu, má senda þyrluna af stað til hjálpar - að því gefnu að heil vakt sé til taks í landi á meðan. Ef engin aukavakt er tilbúin má þyrlan ekki fara lengra en 20 sjómílur samkvæmt reglum. Í dag var til dæmis bara ein vakt til taks. Á hafi úti voru þó vel á þriðja tug stærri togara, langt utan við tuttugu sjómílna mörkin, að minnsta kosti fimmtán manna áhöfn um borð í hverjum og einum. Það eru um 400-500 manns. Ef eitthvað hefði komið fyrir hefði Landhelgisgæslan þurft að kalla út fullmannaða aukavakt í landi áður en hægt væri að fljúga út fyrir 20 mílna mörkin. Og að kalla svona vakt út er samkvæmt upplýsingum fréttastofu að verða sífellt erfiðara. Af hverju? Ófullnægjandi kjör flugmanna Landhelgisgæslunnar bæta alla vega ekki úr skák - þeir hafa verið samningslausir í á þriðja ár. „Eins og það þurfi alltaf að verða eitthvert stórslys“ Samningar stranda þó ekki á dómsmálaráðuneytinu eða Landhelgisgæslunni sjálfri, að sögn formanns Félags íslenskra atvinnuflugmanna. „Við erum bara því niður ekki að ná nógu góðri áheyrn hjá fjármálaráðuneytinu sem er með samningsumboðið. Og það er eins og það þurfi alltaf að verða eitthvert stórslys eða eitthvað alvarlegt að koma upp á til að menn vakni og átti sig á að það er kannski best að hlusta á fólkið sem starfar í framlínunni,“ segir Jón Þór. Jón Þór segir ekki koma á óvart að sífellt erfiðara sé að manna þessar nauðsynlegu vaktir. „Það sem kemur mér á óvart er að það sé ekki búið að verða neyðarástand þar sem hefur bara vantað mann á vakt og það hefur bara ekki verið hægt að manna vaktina. Það sem kemur mér á óvart er ótrúlegt langlundargerð starfsfólks Landhelgisgæslunnar,“ segir Jón Þór. 35% af tímanum er aðeins ein vakt til staðar og þá er nauðsynlegt að kalla út aðra áður en haldið er af stað. Á þeim tímum er það mat margra að öryggi sé einfaldlega ekki fullnægjandi, þótt hingað til hafi náðst að manna skyndilegu aukavaktirnar. „Vissulega eru stórir atvinnuvegir eins og sjávarútvegurinn sem reiðir sig mjög á þessa þjónustu og bara því miður, hún er ekki fyrir hendi. Ekki eins og við viljum hafa hana,“ segir Jón Þór.
Landhelgisgæslan Reykjavík Tengdar fréttir Fjármálaráðuneytið ráðist gegn flugmönnum Landhelgisgæslunnar Síðan 31. janúar 2019 hafa flugmenn Landhelgisgæslunnar verið án kjarasamnings. Í ályktun frá stéttinni segir að þeir séu nánast í vonlausri stöðu vegna fjármálaráðuneytisins. 19. apríl 2022 10:47 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Sjá meira
Fjármálaráðuneytið ráðist gegn flugmönnum Landhelgisgæslunnar Síðan 31. janúar 2019 hafa flugmenn Landhelgisgæslunnar verið án kjarasamnings. Í ályktun frá stéttinni segir að þeir séu nánast í vonlausri stöðu vegna fjármálaráðuneytisins. 19. apríl 2022 10:47