Hverjum treystir þú til að leiða í Borgarbyggð? Jóhanna M. Þorvaldsdóttir skrifar 8. maí 2022 19:45 Sjá má að stefnuskrár flestra flokka í Borgarbyggð hafa svipaðar hugmyndir að geyma. Allir vilja það besta fyrir samfélagið okkar Borgarbyggð. Allir vilja taka vel á móti fleirum í sveitarfélagið okkar. Allir vilja auka uppbyggingu og viðhalda vel þeim eignum sem sveitarfélagið á nú þegar. Allir vilja úthluta og skipuleggja fleiri lóðir, hlúa að skólunum, menningunni, umhverfinu okkar og bæta samfélagið í heild sinni. Í stórum dráttum eru yfirmarkmiðin afar svipuð á milli flokkanna sem bjóða fram krafta sína í komandi sveitarstjórnarkosningum. Því standa kjósendur nú frammi fyrir því að velja þann sem þeir treysta best til að leiða þessar umbætur sem framundan eru í sveitarfélaginu okkar. Það er í valdi kjósenda á kjördag að kjósa sinn leiðtoga, leiðtoga með skýrar hugmyndir, leiðtoga sem talar máli íbúa sveitarfélagsins, leiðtoga sem kemur öllum skoðunum áleiðis og ígrundar allar mögulegar lausnir vel og vandlega áður en þær eru framkvæmdar og fylgja því vel eftir. Sjálf er ég að stíga mín fyrstu skref í pólitíkinni en þegar kallið kom frá Bjarneyju Bjarnadóttur oddvita sameiginlegs framboðs Samfylkingarinnar og Viðreisnar, svaraði ég játandi án þess að hika. Því það sem ég hafði heyrt af Bjarneyju var eingöngu jákvætt og þrátt fyrir að vera ekki fædd og uppalinn í Borgarfirði og aðeins búsett hér í þrjú ár hefur hún sett sitt mark á samfélagið okkar. Ég veit að ég tala fyrir marga þegar ég segi að sá drifkraftur, metnaður og leiðtogahæfni sem Bjarney hefur að geyma er áþreifanlegt. Hún er leiðtogi sem lætur verkin tala og er gædd þeim mikilvæga leiðtoga hæfileika að sjá ólíka styrkleika í samstarfsfólki sínu sem saman mynda sterka heild. Ég treysti henni til að leiða Borgarbyggð en þú? Síðasta haust fékk ég að kynnast henni betur þegar við stukkum báðar til þegar óskað var eftir meðlimum í stjórn Badmintondeildar Skallagríms og án þess að hiksta tók hún að sér formennsku félagsins og hefur hún leitt starfið síðan með eindæmum vel. Eitt af hennar fyrstu verkum var að fá styrki frá fyrirtækjum til að niðurgreiða boli fyrir alla iðkendur svo að allir hefðu tækifæri til að eignast bol. Hún hafði frumkvæði að því að fá félagsfærninámskeið frá KVAN í sveitarfélagið okkar. Sem veitti mörgum börnum gjöfult tækifæri til að öðlast færni í samskiptum við jafnaldra sína, átta sig á eigin styrkleikum og þjálfast í vináttufærni. Sem foreldri var ég afar þakklát frumkvæði Bjarneyjar enda hafði ég ekki tök á því að keyra vikulega með barnið mitt til Reykjavíkur á námskeið þar. Hún var meðvituð um þörf námskeiðsins vegna virkrar hlustunar í foreldrasamfélaginu og í stað þess að hugsa að gott væri að fá námskeiðið í sveitarfélagið tók hún af skarið og gerði það að veruleika að börn sveitarfélagsins sætu námskeiðið í heimabyggð. Framúrskarandi leiðtogahæfni Auk þess að vera framúrskarandi leiðtogi er Bjarney kennaramenntuð og hefur starfað við fagið í tíu ár. Hún er íþróttafræðingur í grunninn og hefur víðtæka reynslu af íþróttaiðkun og starfaði í tæp tuttugu ár sem einkaþjálfari og spinningkennari, bæði á Íslandi og í Englandi. Fljótlega eftir að hún flutti í Borgarbyggð stofnaði hún hópinn Valkyrjurnar á samfélagsmiðlinum Facebook sem telur nú hátt í 400 konur. Sem stuðlaði að því að konur í sveitarfélaginu hittust, hreyfðu sig saman, kynntust og stækkuðu tengslanet sitt. Þessi fáu dæmi sýna að Bjarney er óhrædd að færa hugmyndir af blaði og yfir í raunheima. Hún hefur víðtæka reynslu af fræðslu-, mennta-, velferðar-, lýðheilsu- og íþróttamálum. Hún tekur öllum áskorunum fagnandi, hún sér styrkleika samstarfsfólks síns og deilir verkefnum eftir styrkleika og áhugasviðum samstarfsfólks. Hún hefur næmt eyra fyrir þörfum samfélagsins og sinnir öllu því sem hún tekur sér fyrir hendur af kostgæfni, líkt og sjá mátti þegar hún var í öðru sæti á lista Viðreisnar í síðustu Alþingiskosningum. Ég treysti henni til að leiða en þú? Höfundur er grunn- og framhaldsskólakennari og skipar 9. sæti Samfylkingarinnar og Viðreisnar í Borgarbyggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarbyggð Skoðun: Kosningar 2022 Samfylkingin Viðreisn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Skoðun Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Sjá má að stefnuskrár flestra flokka í Borgarbyggð hafa svipaðar hugmyndir að geyma. Allir vilja það besta fyrir samfélagið okkar Borgarbyggð. Allir vilja taka vel á móti fleirum í sveitarfélagið okkar. Allir vilja auka uppbyggingu og viðhalda vel þeim eignum sem sveitarfélagið á nú þegar. Allir vilja úthluta og skipuleggja fleiri lóðir, hlúa að skólunum, menningunni, umhverfinu okkar og bæta samfélagið í heild sinni. Í stórum dráttum eru yfirmarkmiðin afar svipuð á milli flokkanna sem bjóða fram krafta sína í komandi sveitarstjórnarkosningum. Því standa kjósendur nú frammi fyrir því að velja þann sem þeir treysta best til að leiða þessar umbætur sem framundan eru í sveitarfélaginu okkar. Það er í valdi kjósenda á kjördag að kjósa sinn leiðtoga, leiðtoga með skýrar hugmyndir, leiðtoga sem talar máli íbúa sveitarfélagsins, leiðtoga sem kemur öllum skoðunum áleiðis og ígrundar allar mögulegar lausnir vel og vandlega áður en þær eru framkvæmdar og fylgja því vel eftir. Sjálf er ég að stíga mín fyrstu skref í pólitíkinni en þegar kallið kom frá Bjarneyju Bjarnadóttur oddvita sameiginlegs framboðs Samfylkingarinnar og Viðreisnar, svaraði ég játandi án þess að hika. Því það sem ég hafði heyrt af Bjarneyju var eingöngu jákvætt og þrátt fyrir að vera ekki fædd og uppalinn í Borgarfirði og aðeins búsett hér í þrjú ár hefur hún sett sitt mark á samfélagið okkar. Ég veit að ég tala fyrir marga þegar ég segi að sá drifkraftur, metnaður og leiðtogahæfni sem Bjarney hefur að geyma er áþreifanlegt. Hún er leiðtogi sem lætur verkin tala og er gædd þeim mikilvæga leiðtoga hæfileika að sjá ólíka styrkleika í samstarfsfólki sínu sem saman mynda sterka heild. Ég treysti henni til að leiða Borgarbyggð en þú? Síðasta haust fékk ég að kynnast henni betur þegar við stukkum báðar til þegar óskað var eftir meðlimum í stjórn Badmintondeildar Skallagríms og án þess að hiksta tók hún að sér formennsku félagsins og hefur hún leitt starfið síðan með eindæmum vel. Eitt af hennar fyrstu verkum var að fá styrki frá fyrirtækjum til að niðurgreiða boli fyrir alla iðkendur svo að allir hefðu tækifæri til að eignast bol. Hún hafði frumkvæði að því að fá félagsfærninámskeið frá KVAN í sveitarfélagið okkar. Sem veitti mörgum börnum gjöfult tækifæri til að öðlast færni í samskiptum við jafnaldra sína, átta sig á eigin styrkleikum og þjálfast í vináttufærni. Sem foreldri var ég afar þakklát frumkvæði Bjarneyjar enda hafði ég ekki tök á því að keyra vikulega með barnið mitt til Reykjavíkur á námskeið þar. Hún var meðvituð um þörf námskeiðsins vegna virkrar hlustunar í foreldrasamfélaginu og í stað þess að hugsa að gott væri að fá námskeiðið í sveitarfélagið tók hún af skarið og gerði það að veruleika að börn sveitarfélagsins sætu námskeiðið í heimabyggð. Framúrskarandi leiðtogahæfni Auk þess að vera framúrskarandi leiðtogi er Bjarney kennaramenntuð og hefur starfað við fagið í tíu ár. Hún er íþróttafræðingur í grunninn og hefur víðtæka reynslu af íþróttaiðkun og starfaði í tæp tuttugu ár sem einkaþjálfari og spinningkennari, bæði á Íslandi og í Englandi. Fljótlega eftir að hún flutti í Borgarbyggð stofnaði hún hópinn Valkyrjurnar á samfélagsmiðlinum Facebook sem telur nú hátt í 400 konur. Sem stuðlaði að því að konur í sveitarfélaginu hittust, hreyfðu sig saman, kynntust og stækkuðu tengslanet sitt. Þessi fáu dæmi sýna að Bjarney er óhrædd að færa hugmyndir af blaði og yfir í raunheima. Hún hefur víðtæka reynslu af fræðslu-, mennta-, velferðar-, lýðheilsu- og íþróttamálum. Hún tekur öllum áskorunum fagnandi, hún sér styrkleika samstarfsfólks síns og deilir verkefnum eftir styrkleika og áhugasviðum samstarfsfólks. Hún hefur næmt eyra fyrir þörfum samfélagsins og sinnir öllu því sem hún tekur sér fyrir hendur af kostgæfni, líkt og sjá mátti þegar hún var í öðru sæti á lista Viðreisnar í síðustu Alþingiskosningum. Ég treysti henni til að leiða en þú? Höfundur er grunn- og framhaldsskólakennari og skipar 9. sæti Samfylkingarinnar og Viðreisnar í Borgarbyggð.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun