Ekki sérlega smeykur við ný afbrigði veirunnar Kjartan Kjartansson skrifar 9. maí 2022 08:59 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, óttast ekki ný undirafbrigði omikron þó að ekki séu enn öll kurl komin til grafar um hversu alvarleg þau eru. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir segist ekki hafa of miklar áhyggjur af nýjum afbrigðum kórónuveirunnar. Nýtt undirafbrigði omikronafbrigðisins þykir meira smitandi en önnur en óljóst er hvort það valdi alvarlegri veikindum. Greint hefur verið frá því að fólk hér á landi hafi greinst smitað af undirafbrigði sem greindist fyrst í Suður-Afríku. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði nákvæmar upplýsingar lægju ekki enn fyrir um alvarleika svonefnds BA4 og BA5 afbrigðis en að hann vonaðist til að það væri svipað og það fyrra: bólusettir gætu smitast en þeir fengju vægari einkenni og sýkingin sjálf verndi betur. Sérstök ástæða hefur verið talin til að fylgjast með þróun undirafbrigðanna vegna eðli stökkbreytinganna í svonefndu broddprótíni þeirra. Þórólfur sagði að vegna þess hefðu sérfræðingar áhyggjur af breytingum á sjúkdómnum eða einkennum. „Ég held að maður sé ekkert að hafa of miklar áhyggjur á þessu stigi,“ sagði Þórólfur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Það borgaði sig þó að segja sem minnst um alvarleika afbrigðisins að svo stöddu. Veiran hafi oft leikið á hann áður og því væri ástæða til að fylgjast vel með og vera tilbúin að grípa til ráðstafana ef til þyrfti. Þessa dagana greinist um fimmtíu manns smitaðir af kórónuveirunni á dag en líklega sé fjöldinn hærri. Fáir leggist inn á sjúkrahúss vegna hennar. Fyrir helgi hafi tveir legið inni á Landspítala með Covid-19. Þeir sem hafi fengið veikina þekki þó að hún sé ekki venjuleg pest þó að margir sleppi vel. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Bítið Tengdar fréttir Enn óljóst hvaða langtímaafleiðingar Covid getur haft Sóttvarnalæknir segir að langtímaafleiðingar Covid eigi enn eftir að koma í ljós en sífellt færri eru nú að greinast með veiruna hér á landi. Ljóst er að aukin áhætta er á blóðtappamyndun eftir Covid en sú áhætta er mögulega lengur til staðar heldur en áður var talið. Ástæða er til að fólk fari varlega eftir veikindi. 27. apríl 2022 14:00 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Greint hefur verið frá því að fólk hér á landi hafi greinst smitað af undirafbrigði sem greindist fyrst í Suður-Afríku. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði nákvæmar upplýsingar lægju ekki enn fyrir um alvarleika svonefnds BA4 og BA5 afbrigðis en að hann vonaðist til að það væri svipað og það fyrra: bólusettir gætu smitast en þeir fengju vægari einkenni og sýkingin sjálf verndi betur. Sérstök ástæða hefur verið talin til að fylgjast með þróun undirafbrigðanna vegna eðli stökkbreytinganna í svonefndu broddprótíni þeirra. Þórólfur sagði að vegna þess hefðu sérfræðingar áhyggjur af breytingum á sjúkdómnum eða einkennum. „Ég held að maður sé ekkert að hafa of miklar áhyggjur á þessu stigi,“ sagði Þórólfur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Það borgaði sig þó að segja sem minnst um alvarleika afbrigðisins að svo stöddu. Veiran hafi oft leikið á hann áður og því væri ástæða til að fylgjast vel með og vera tilbúin að grípa til ráðstafana ef til þyrfti. Þessa dagana greinist um fimmtíu manns smitaðir af kórónuveirunni á dag en líklega sé fjöldinn hærri. Fáir leggist inn á sjúkrahúss vegna hennar. Fyrir helgi hafi tveir legið inni á Landspítala með Covid-19. Þeir sem hafi fengið veikina þekki þó að hún sé ekki venjuleg pest þó að margir sleppi vel.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Bítið Tengdar fréttir Enn óljóst hvaða langtímaafleiðingar Covid getur haft Sóttvarnalæknir segir að langtímaafleiðingar Covid eigi enn eftir að koma í ljós en sífellt færri eru nú að greinast með veiruna hér á landi. Ljóst er að aukin áhætta er á blóðtappamyndun eftir Covid en sú áhætta er mögulega lengur til staðar heldur en áður var talið. Ástæða er til að fólk fari varlega eftir veikindi. 27. apríl 2022 14:00 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Enn óljóst hvaða langtímaafleiðingar Covid getur haft Sóttvarnalæknir segir að langtímaafleiðingar Covid eigi enn eftir að koma í ljós en sífellt færri eru nú að greinast með veiruna hér á landi. Ljóst er að aukin áhætta er á blóðtappamyndun eftir Covid en sú áhætta er mögulega lengur til staðar heldur en áður var talið. Ástæða er til að fólk fari varlega eftir veikindi. 27. apríl 2022 14:00