Ruglaðist á Íslandsvininum Mahomes og nítján ára körfuboltamanni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. maí 2022 13:30 Patrick Mahomes og Paolo Banchero eru ekki ólíkustu menn í heimi. vísir/getty Hinum þrautreynda sjónvarpsmanni Martin Brundle á Sky Sports urðu á brosleg mistök í beinni útsendingu frá kappakstrinum í Miami í gær. Brundle er þekktur fyrir að taka viðtöl fyrir keppnir í Formúlu 1, ökuþóra, liðsstjóra og þekkta einstaklinga. Engin vöntun var á stjörnum í Miami í gær en meðal þeirra sem fylgdust með kappakstrinum voru Michelle Obama, Michael Jordan, Serena Williams, Pharrell Williams, DJ Khaled, Tom Brady, David Beckham og Patrick Mahomes. Brundle ætlaði að tala við Mahomes og hélt að hann hefði gómað leikstjórnandann snjalla. Snemma í viðtalinu kom í ljós að viðmælandinn var alls ekki Mahomes heldur körfuboltamaðurinn ungi Paolo Banchero. Brundle bað Banchero afsökunar á mistökunum. Hinn nítján ára Banchero, sem er einn efnilegasti körfuboltamaður Bandaríkjanna, virtist ekki erfa þau við Brundle, allavega miðað við viðbrögð hans á Twitter. Banchero og Mahomes eru vissulega ekki ólíkir í útliti þótt hæðarmunur greini þá í sundur. Mahomes er 1,91 metrar á hæð en Banchero 2,08 metrar. Banchero lék með Duke háskólanum við góðan orðstír í vetur. Eftir tímabilið ákvað hann að gefa kost á sér í nýliðaval NBA-deildarinnar. Í vetur var Banchero með 17,2 stig, 7,8 fráköst og 3,2 stoðsendingar að meðaltali í leik. Heimsmeistarinn Max Verstappen hrósaði sigri í kappakstrinum í Miami, sem var sá fyrsti þar í borg. Verstappen hefur unnið tvær keppnir í röð og þrjár alls á tímabilinu. Formúla NFL Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Handbolti 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Brundle er þekktur fyrir að taka viðtöl fyrir keppnir í Formúlu 1, ökuþóra, liðsstjóra og þekkta einstaklinga. Engin vöntun var á stjörnum í Miami í gær en meðal þeirra sem fylgdust með kappakstrinum voru Michelle Obama, Michael Jordan, Serena Williams, Pharrell Williams, DJ Khaled, Tom Brady, David Beckham og Patrick Mahomes. Brundle ætlaði að tala við Mahomes og hélt að hann hefði gómað leikstjórnandann snjalla. Snemma í viðtalinu kom í ljós að viðmælandinn var alls ekki Mahomes heldur körfuboltamaðurinn ungi Paolo Banchero. Brundle bað Banchero afsökunar á mistökunum. Hinn nítján ára Banchero, sem er einn efnilegasti körfuboltamaður Bandaríkjanna, virtist ekki erfa þau við Brundle, allavega miðað við viðbrögð hans á Twitter. Banchero og Mahomes eru vissulega ekki ólíkir í útliti þótt hæðarmunur greini þá í sundur. Mahomes er 1,91 metrar á hæð en Banchero 2,08 metrar. Banchero lék með Duke háskólanum við góðan orðstír í vetur. Eftir tímabilið ákvað hann að gefa kost á sér í nýliðaval NBA-deildarinnar. Í vetur var Banchero með 17,2 stig, 7,8 fráköst og 3,2 stoðsendingar að meðaltali í leik. Heimsmeistarinn Max Verstappen hrósaði sigri í kappakstrinum í Miami, sem var sá fyrsti þar í borg. Verstappen hefur unnið tvær keppnir í röð og þrjár alls á tímabilinu.
Formúla NFL Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Handbolti 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira