Valur vann þriðja leikinn gegn Selfossi í gær með níu marka mun, 36-27. Selfyssingar voru með frumkvæðið framan af en Valsmenn skoruðu sjö af síðustu átta mörkum fyrri hálfleiks og voru með sjö marka forskot að honum loknum, 19-12.
Valur vann fyrsta leikinn á Hlíðarenda með ellefu marka mun, 36-25, og og sex mörkum munaði á liðunum í öðrum leiknum á Selfossi, 29-35.
Valsmenn unnu því leikina þrjá með samtals 26 marka mun. Það er næstmesti munur sem hefur verið á liðum í einvígi í úrslitakeppni sem endar 3-0.
Metið er í eigu Vals en 2017 vann liðið Fram, 3-0, í undanúrslitunum. Frammarar komu gríðarlega á óvart með því að slá Íslandsmeistara Hauka út í átta liða úrslitunum, 2-1, en í undanúrslitunum var ekkert eftir á tankinum hjá Safamýrarpiltum. Valur vann leikina þrjá með samtals þrjátíu marka mun. Valsmenn fóru svo alla leið og urðu Íslandsmeistarar eftir sigur á FH-ingum í oddaleik í úrslitum.
Þriðji mesti munurinn á liðum í 3-0 einvígi voru sautján mörk þegar Haukar unnu Val með samtals sautján mörkum í undanúrslitunum 2015. Haukar unnu alla átta leiki sína í úrslitakeppninni það tímabil.
Einvígi sem hafa endað 3-0 í úrslitakeppni
- 2017: Valur-Fram 30 marka munur
- 2022: Valur-Selfoss 26 marka munur
-
2015: Haukar-Valur 17 marka munur
-
2012: HK-Haukar 14 marka munur
-
2004: Haukar-Valur 13 marka munur
-
2005: Haukar-ÍBV 9 marka munur
-
2015: Haukar-Afturelding 9 marka munur
-
2012: HK-FH 8 marka munur
-
2018: ÍBV-Haukar 7 marka munur
-
2019: Selfoss-Valur 5 marka munur