Betri almenningssamgöngur fyrir okkur öll í Garðabæ! Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 10. maí 2022 07:16 Lélegar almenningssamgöngur í Garðabæ gera það að verkum að börn og ungmenni komast við illan leik ferða sinna. Þau sem æfa íþróttir og eru búsett utan miðju Garðabæjar lenda í töluverðum vandræðum. Mörg þurfa að stóla á skutl foreldra sinna, sem er ekki til þess fallið að styðja við einfaldara líf barnafjölskyldna. Í Garðabæ er heldur ekki til staðar raunverulegt val um bíllausan lífsstíl til að sporna við loftslagsvánni. Í skipulaginu hefur ekki verið hugað að þeim sem vilja einfalda fjölskyldulífið. Fjármögnum almenningssamgöngur og hækkum þjónustustigið Þessu viljum við í Viðreisn breyta. Við viljum setja fjármagn í öflugar og tíðar almenningssamgöngur, svo að þær verði að raunverulegum valkosti og styðja við umhverfisvænan lífsstíl fólks. Við viljum að Garðabær gangi í takt við höfuðborgarsvæðið allt og setji strætósamgöngur á dagskrá. Við í Viðreisn viljum sjá Garðabæ taka stór skref inn í nútímann. Það er ungt fólk að flytja í bæinn, til að mynda í Urriðaholt. Breytt íbúasamsetning kallar á breytta þjónustu. Auk þess að hækka þjónustustigið fyrir alla íbúa með bættum almenningssamgöngum, viljum við öflugar og öruggar samgöngur hjólandi og gangandi um allan Garðabæ. Við viljum sjá Álftnesinga komast ferða sinna með nútímalegum ferðamáta og tryggja að skólabörn komist á viðburði inn í miðbæ Garðabæjar án mikillar fyrirhafnar vegna stopulla ferða Strætó. Við erum ekki eyland Lélegar almenningssamgöngur eru ekki til þess fallnar að styðja við markmið okkar í loftslagsmálum. Þar fer hljóð og mynd ekki saman. Í vistvænu hverfi Urriðaholti eru almenningssamgöngur með þeim verstu sem íbúum á höfuðborgarsvæðinu er boðið upp á. Þær eru helst sambærilegar við það sem íbúum Álftaness er boðið upp á, þar sem skólabörnum gefast ekki sömu tækifæri til að sækja viðburði í miðbæ Garðabæjar vegna lélegra strætósamgangna. Gerum betur með Viðreisn Þjónustustig almenningssamgangna er í höndum bæjaryfirvalda sem stýra því með áherslum í fjármögnun. Hér höfum við skýrt dæmi um bein áhrif Sjálfstæðismanna á lífsgæði og þjónustustig við íbúa Garðabæjar þveran og endilangan. Friðlýsingar lands hafa átt hug meirihlutanns allan á meðan önnur lífsgæði er tengjast umhverfissjónarmiðum og valfrelsi um umhverfisvænan lífsstíl hafa ekki átt upp á pallborðið. Við í Viðreisn erum umhverfisvænn flokkur og þessu ætlum við að breyta. Við viljum Garðabæ í fremstu röð fyrir íbúa og fyrir umhverfið. Með ferskum vindum Viðreisnar verður slík breyting að veruleika. Höfundur er oddviti Viðreisnar og bæjarfulltrúi í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Garðabær Strætó Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Viðreisn Mest lesið Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Sjá meira
Lélegar almenningssamgöngur í Garðabæ gera það að verkum að börn og ungmenni komast við illan leik ferða sinna. Þau sem æfa íþróttir og eru búsett utan miðju Garðabæjar lenda í töluverðum vandræðum. Mörg þurfa að stóla á skutl foreldra sinna, sem er ekki til þess fallið að styðja við einfaldara líf barnafjölskyldna. Í Garðabæ er heldur ekki til staðar raunverulegt val um bíllausan lífsstíl til að sporna við loftslagsvánni. Í skipulaginu hefur ekki verið hugað að þeim sem vilja einfalda fjölskyldulífið. Fjármögnum almenningssamgöngur og hækkum þjónustustigið Þessu viljum við í Viðreisn breyta. Við viljum setja fjármagn í öflugar og tíðar almenningssamgöngur, svo að þær verði að raunverulegum valkosti og styðja við umhverfisvænan lífsstíl fólks. Við viljum að Garðabær gangi í takt við höfuðborgarsvæðið allt og setji strætósamgöngur á dagskrá. Við í Viðreisn viljum sjá Garðabæ taka stór skref inn í nútímann. Það er ungt fólk að flytja í bæinn, til að mynda í Urriðaholt. Breytt íbúasamsetning kallar á breytta þjónustu. Auk þess að hækka þjónustustigið fyrir alla íbúa með bættum almenningssamgöngum, viljum við öflugar og öruggar samgöngur hjólandi og gangandi um allan Garðabæ. Við viljum sjá Álftnesinga komast ferða sinna með nútímalegum ferðamáta og tryggja að skólabörn komist á viðburði inn í miðbæ Garðabæjar án mikillar fyrirhafnar vegna stopulla ferða Strætó. Við erum ekki eyland Lélegar almenningssamgöngur eru ekki til þess fallnar að styðja við markmið okkar í loftslagsmálum. Þar fer hljóð og mynd ekki saman. Í vistvænu hverfi Urriðaholti eru almenningssamgöngur með þeim verstu sem íbúum á höfuðborgarsvæðinu er boðið upp á. Þær eru helst sambærilegar við það sem íbúum Álftaness er boðið upp á, þar sem skólabörnum gefast ekki sömu tækifæri til að sækja viðburði í miðbæ Garðabæjar vegna lélegra strætósamgangna. Gerum betur með Viðreisn Þjónustustig almenningssamgangna er í höndum bæjaryfirvalda sem stýra því með áherslum í fjármögnun. Hér höfum við skýrt dæmi um bein áhrif Sjálfstæðismanna á lífsgæði og þjónustustig við íbúa Garðabæjar þveran og endilangan. Friðlýsingar lands hafa átt hug meirihlutanns allan á meðan önnur lífsgæði er tengjast umhverfissjónarmiðum og valfrelsi um umhverfisvænan lífsstíl hafa ekki átt upp á pallborðið. Við í Viðreisn erum umhverfisvænn flokkur og þessu ætlum við að breyta. Við viljum Garðabæ í fremstu röð fyrir íbúa og fyrir umhverfið. Með ferskum vindum Viðreisnar verður slík breyting að veruleika. Höfundur er oddviti Viðreisnar og bæjarfulltrúi í Garðabæ.
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar