Píratar mælast stærri en Sjálfstæðismenn í borginni Atli Ísleifsson og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 10. maí 2022 07:13 Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar, og Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðismanna, mættust í Pallborðinu á Vísi í síðustu viku. Vísir/Vilhelm Píratar eru orðnir stærri en Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík ef marka má nýjustu könnun Fréttablaðsins um fylgi flokka fyrir komandi borgarstjórnarkosningar á laugardag. Meirihlutiflokkarnir myndu samkvæmt könnuninni halda velli og raunar bæta við sig einum borgarfulltrúa. Í þessari könnun, sem Prósent gerði fyrir blaðið, er Samfylkingin langstærsti flokkur borgarinnar og fengi tæp 27 prósent atkvæða og sjö borgarfulltrúa kjörna. Þar á eftir koma Píratar með tæp átján prósent, meira en tíu prósentum meira en í síðustu kosningum og fengju fjóra fulltrúa en hafa tvo í dag. Þvínæst kemur Sjálfstæðisflokkurinn með rúm sextán prósent atkvæða en flokkurinn fékk rúm 30 prósent síðast. Þetta þýðir að hann myndi missa fjóra af sínum átta fulltrúum í borgarstjórn. Í grafinu hér neðan má fletta í gegnum niðurstöðu síðustu skoðanakannana í borginni. Framsóknarflokkurinn næði inn þremur mönnum eins og raunin hefur verið í undanförnum könnunum en flokkurinn hefur engan í dag og Sósíalistar myndu ná tveimur fulltrúum inn. Viðreisn myndi missa annan sinna fulltrúa og VG héldu sínum eina. Flokkur fólksins heldur einnig sínum eina fulltrúa en aðrir flokkar, þar á meðal Miðflokkurinn mælast ekki með menn inni. Í Fréttablaðinu segir einnig frá því hvernig fylgi skiptist milli hverfa og má sjá að Samfylkingin fengi 42 prósent fylgi í miðborginni og 36 prósent í Vesturbænum. Píratar eru sterkastir í póstnúmeri 109 þar sem þeir mælast með 27 prósent. Sjálfstæðismenn mælast stærstir í Árbæ og Grafarvogi, um 27 og 25 prósenta fylgi. Nánar má lesa um könnunina í frétt Fréttablaðsins. Borgarstjórn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðanakannanir Sjálfstæðisflokkurinn Píratar Samfylkingin Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Sjá meira
Í þessari könnun, sem Prósent gerði fyrir blaðið, er Samfylkingin langstærsti flokkur borgarinnar og fengi tæp 27 prósent atkvæða og sjö borgarfulltrúa kjörna. Þar á eftir koma Píratar með tæp átján prósent, meira en tíu prósentum meira en í síðustu kosningum og fengju fjóra fulltrúa en hafa tvo í dag. Þvínæst kemur Sjálfstæðisflokkurinn með rúm sextán prósent atkvæða en flokkurinn fékk rúm 30 prósent síðast. Þetta þýðir að hann myndi missa fjóra af sínum átta fulltrúum í borgarstjórn. Í grafinu hér neðan má fletta í gegnum niðurstöðu síðustu skoðanakannana í borginni. Framsóknarflokkurinn næði inn þremur mönnum eins og raunin hefur verið í undanförnum könnunum en flokkurinn hefur engan í dag og Sósíalistar myndu ná tveimur fulltrúum inn. Viðreisn myndi missa annan sinna fulltrúa og VG héldu sínum eina. Flokkur fólksins heldur einnig sínum eina fulltrúa en aðrir flokkar, þar á meðal Miðflokkurinn mælast ekki með menn inni. Í Fréttablaðinu segir einnig frá því hvernig fylgi skiptist milli hverfa og má sjá að Samfylkingin fengi 42 prósent fylgi í miðborginni og 36 prósent í Vesturbænum. Píratar eru sterkastir í póstnúmeri 109 þar sem þeir mælast með 27 prósent. Sjálfstæðismenn mælast stærstir í Árbæ og Grafarvogi, um 27 og 25 prósenta fylgi. Nánar má lesa um könnunina í frétt Fréttablaðsins.
Borgarstjórn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðanakannanir Sjálfstæðisflokkurinn Píratar Samfylkingin Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Sjá meira