Ten Hag ánægður með sönginn sem stuðningsmenn United sömdu um hann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. maí 2022 09:30 Erik ten Hag fær margar spurningar um Manchester United þessa dagana. EPA-EFE/KOEN VAN WEEL Erik ten Hag tekur við liði Manchester United í sumar, eins og flestir vita, en hann er enn stjóri Ajax til loka þessa tímabils. Það þýðir um leið að blaðamannafundir Ajax-liðsins snúast orðið svolítið mikið um enska stórliðið enda vilja margir blaðamenn fá að heyra skoðanir Ten Hag á ástandinu hjá Manchester United. Stuðningsmenn United eru meira en tilbúnir að fá nýtt blóð inn í félagið en stjórarnir hafa komið og farið síðan að Sir Alex Ferguson hætti með liðið. Ralf Rangnick hefur ekki náð stjórn á liðinu og United missti fyrir vikið af Meistaradeildinni á næstu leiktíð sem eru mikil vonbrigði. View this post on Instagram A post shared by ESPN NL (@espnnl) Það er því kannski ekkert skrýtið að stuðningsmenn United séu þegar farnir að syngja til næsta stjóra og nýr söngur um Erik ten Hag vakti lukku hjá honum sjálfum. Stuðningsmennirnir leyfa sér nefnilega að dreyma um betri tíma undir stjórn nýja stjórans og voru nokkuð sniðugir þegar þeir settu saman þennan nýjan söng um Erik ten Hag. Þeir nýta sér það að nafn hans er ten Hag sem er hægt að skilja á ensku sem tíu Hag. Nýi söngurinn snýst því um að telja upp í tíu Hag með því að byrja á einn Hag (one Hag), tveir Hag (two Hag), þrír Hag (three Hag) og svo framvegis þegar til að þeir ná að telja upp í tíu Hag (ten Hag). Ten Hag var einmitt spurður út í þennan söng um sig á blaðamannafundi Ajax á dögunum. Hann var sáttur eins og sjá má hér fyrir ofan og lesa hér fyrir neðan. „Má ég spyrja þig einnar spurningar í viðbót um Manchester United. Sástu nýja sönginn?“ spurði hollenski blaðamaðurinn. „Já, ég sá hann. Hann er góður. Þeir eru hugvitssamir,“ sagði Erik ten Hag brosandi. Enski boltinn Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Fleiri fréttir Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Sjá meira
Það þýðir um leið að blaðamannafundir Ajax-liðsins snúast orðið svolítið mikið um enska stórliðið enda vilja margir blaðamenn fá að heyra skoðanir Ten Hag á ástandinu hjá Manchester United. Stuðningsmenn United eru meira en tilbúnir að fá nýtt blóð inn í félagið en stjórarnir hafa komið og farið síðan að Sir Alex Ferguson hætti með liðið. Ralf Rangnick hefur ekki náð stjórn á liðinu og United missti fyrir vikið af Meistaradeildinni á næstu leiktíð sem eru mikil vonbrigði. View this post on Instagram A post shared by ESPN NL (@espnnl) Það er því kannski ekkert skrýtið að stuðningsmenn United séu þegar farnir að syngja til næsta stjóra og nýr söngur um Erik ten Hag vakti lukku hjá honum sjálfum. Stuðningsmennirnir leyfa sér nefnilega að dreyma um betri tíma undir stjórn nýja stjórans og voru nokkuð sniðugir þegar þeir settu saman þennan nýjan söng um Erik ten Hag. Þeir nýta sér það að nafn hans er ten Hag sem er hægt að skilja á ensku sem tíu Hag. Nýi söngurinn snýst því um að telja upp í tíu Hag með því að byrja á einn Hag (one Hag), tveir Hag (two Hag), þrír Hag (three Hag) og svo framvegis þegar til að þeir ná að telja upp í tíu Hag (ten Hag). Ten Hag var einmitt spurður út í þennan söng um sig á blaðamannafundi Ajax á dögunum. Hann var sáttur eins og sjá má hér fyrir ofan og lesa hér fyrir neðan. „Má ég spyrja þig einnar spurningar í viðbót um Manchester United. Sástu nýja sönginn?“ spurði hollenski blaðamaðurinn. „Já, ég sá hann. Hann er góður. Þeir eru hugvitssamir,“ sagði Erik ten Hag brosandi.
Enski boltinn Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Fleiri fréttir Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Sjá meira