Mótmæli á Filippseyjum eftir kosningasigur Marcos Kjartan Kjartansson skrifar 10. maí 2022 09:35 Andstæðingar Marcos yngri mótmæla fyrir utan skrifstofur kjörstjórnar í Manila. Vísir/EPA Hundruð námsmanna mótmæltu kosningasigri Ferdinands Marcos yngri fyrir utan skrifstofur kjörstjórnar eftir forsetakosningarnar á Filippseyjum í dag. Sonur einræðisherrann er fyrsti frambjóðandinn í seinni tíð sem vinnur hreinan meirihluta í forsetakosningum. Þegar búið var að telja um 98% atkvæða hafði Marcos tvöfalt fleiri atkvæði en Leni Robredo, næsti keppinautur hans. Opinberlega verða endanleg úrslit ekki staðfest fyrr en í lok mánaðar, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Mótmælendurnir við kjörstjórnina héldu því fram að einhver brögð hefðu verið í tafli í kosningunum. Fréttaritari breska ríkisútvarpsins BBC í Manila segir að fregnir hafi verið um bilaðar kosningavélar og myndbönd sem virðist sýna atkvæðakaup. Kjörstjórnin vísaði frá kærum ólíkra hópa, meðal annars frá fórnarlömbum einræðisherrans Marcos eldri sem vildu að sonurinn yrði úrskurðaður ókjörgengur fyrir dóms sem hann hlaut fyrir skattsvik árið 1995. Þeim úrskurði verður áfrýjað til hæstaréttar landsins. Marcos yngri er sonur og nafni einræðisherra Filippseyja sem ríkti í tvo áratugi til 1986 þegar hann var hrakinn burt í fjöldamótmælum almennings. Um helming valdatíma síns voru herlög í gildi sem forsetinn nýtti til að ofsækja andófsfólk og andstæðinga sína. Þegar Marcos-fjölskyldan hrökklaðist úr landi er hún talin hafa haft með sér um tíu milljarða dollara sem hún stal úr opinberum sjóðum. Stjórnvöld hafa síðan reynt að endurheimta féð. Verðandi forsetinn er 64 ára gamall en hann sneri aftur til Filippseyja árið 1991 og tók sæti í öldungadeild þingsins. Í kosningabaráttunni nú tók hann ekki þátt í kappræðum frambjóðenda og veitti ekki viðtöl. Þess í stað hélt hann stóra kosningafundi með dúndrandi popptónlist og dansi. Andstæðingar Marcos sökuðu framboð Marcos um að dreifa upplýsingafalsi, ekki síst um arfleið föður síns og fjölskyldu. Þá er óljóst hver stefnumál hans verða sem forseti en búist er við því að hann fylgi stefnu Rodrigo Duterte, fráfarandi forseta. Duterte lagði áherslu á stór innviðaverkefni, náin tengsl við Kína og sterkan hagvöxt. Filippseyjar Tengdar fréttir Sonur einræðisherrans gæti unnið stórsigur Kosið er til forseta Filippseyja í dag og stefnir í að Ferdinand Marcos yngri, sonur alræmds einræðisherra eyjanna, gæti unnið yfirburðasigur. Búist er við mikilli kjörsókn en ekki er ljóst hvenær endanleg úrslit liggja fyrir. 9. maí 2022 10:23 Hvítþvottur á ímynd einræðisherrans gæti skilað syni hans á forsetastól Fórnarlömbum einræðisherrans Ferdinands Marcos hrýs hugur við því að sonur hans sigri í forsetakosningum sem fara fram í næstu viku. Skoðanakannanir benda til sigurs Marcos yngri sem hefur lagt sig allan fram um að hvítþvo ímynd fjölskyldu sinnar. 5. maí 2022 09:17 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
Þegar búið var að telja um 98% atkvæða hafði Marcos tvöfalt fleiri atkvæði en Leni Robredo, næsti keppinautur hans. Opinberlega verða endanleg úrslit ekki staðfest fyrr en í lok mánaðar, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Mótmælendurnir við kjörstjórnina héldu því fram að einhver brögð hefðu verið í tafli í kosningunum. Fréttaritari breska ríkisútvarpsins BBC í Manila segir að fregnir hafi verið um bilaðar kosningavélar og myndbönd sem virðist sýna atkvæðakaup. Kjörstjórnin vísaði frá kærum ólíkra hópa, meðal annars frá fórnarlömbum einræðisherrans Marcos eldri sem vildu að sonurinn yrði úrskurðaður ókjörgengur fyrir dóms sem hann hlaut fyrir skattsvik árið 1995. Þeim úrskurði verður áfrýjað til hæstaréttar landsins. Marcos yngri er sonur og nafni einræðisherra Filippseyja sem ríkti í tvo áratugi til 1986 þegar hann var hrakinn burt í fjöldamótmælum almennings. Um helming valdatíma síns voru herlög í gildi sem forsetinn nýtti til að ofsækja andófsfólk og andstæðinga sína. Þegar Marcos-fjölskyldan hrökklaðist úr landi er hún talin hafa haft með sér um tíu milljarða dollara sem hún stal úr opinberum sjóðum. Stjórnvöld hafa síðan reynt að endurheimta féð. Verðandi forsetinn er 64 ára gamall en hann sneri aftur til Filippseyja árið 1991 og tók sæti í öldungadeild þingsins. Í kosningabaráttunni nú tók hann ekki þátt í kappræðum frambjóðenda og veitti ekki viðtöl. Þess í stað hélt hann stóra kosningafundi með dúndrandi popptónlist og dansi. Andstæðingar Marcos sökuðu framboð Marcos um að dreifa upplýsingafalsi, ekki síst um arfleið föður síns og fjölskyldu. Þá er óljóst hver stefnumál hans verða sem forseti en búist er við því að hann fylgi stefnu Rodrigo Duterte, fráfarandi forseta. Duterte lagði áherslu á stór innviðaverkefni, náin tengsl við Kína og sterkan hagvöxt.
Filippseyjar Tengdar fréttir Sonur einræðisherrans gæti unnið stórsigur Kosið er til forseta Filippseyja í dag og stefnir í að Ferdinand Marcos yngri, sonur alræmds einræðisherra eyjanna, gæti unnið yfirburðasigur. Búist er við mikilli kjörsókn en ekki er ljóst hvenær endanleg úrslit liggja fyrir. 9. maí 2022 10:23 Hvítþvottur á ímynd einræðisherrans gæti skilað syni hans á forsetastól Fórnarlömbum einræðisherrans Ferdinands Marcos hrýs hugur við því að sonur hans sigri í forsetakosningum sem fara fram í næstu viku. Skoðanakannanir benda til sigurs Marcos yngri sem hefur lagt sig allan fram um að hvítþvo ímynd fjölskyldu sinnar. 5. maí 2022 09:17 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
Sonur einræðisherrans gæti unnið stórsigur Kosið er til forseta Filippseyja í dag og stefnir í að Ferdinand Marcos yngri, sonur alræmds einræðisherra eyjanna, gæti unnið yfirburðasigur. Búist er við mikilli kjörsókn en ekki er ljóst hvenær endanleg úrslit liggja fyrir. 9. maí 2022 10:23
Hvítþvottur á ímynd einræðisherrans gæti skilað syni hans á forsetastól Fórnarlömbum einræðisherrans Ferdinands Marcos hrýs hugur við því að sonur hans sigri í forsetakosningum sem fara fram í næstu viku. Skoðanakannanir benda til sigurs Marcos yngri sem hefur lagt sig allan fram um að hvítþvo ímynd fjölskyldu sinnar. 5. maí 2022 09:17