Birgitta segir undirskrift sína hafa verið falsaða Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. maí 2022 10:54 Birgitta Jónsdóttir er fyrrverandi þingmaður Pírata og er nú í Sósíalistaflokknum. Gunnar H. Gunnarsson er oddviti E-listans. getty/vísir Birgitta Jónsdóttir, fyrrverandi alþingismaður, staðfestir á Facebook að undirskrift hennar sem yfirkjörstjórn í Reykjavík hefur undir höndum hafi verið fölsuð. Um er að ræða skjal sem veitir samþykki fyrir því að nafn hennar sé á framboðslista Reykjavíkur, betri borgar. Birgitta segist munu eiga fund með yfirkjörstjórn á morgun um næstu skref en í samtali við fréttastofu fyrr í morgun sagðist hún ekki hafa trú á því að undirskriftin hefði verið fölsuð, heldur væri líklega um misskiling að ræða. Fréttin hér fyrir neðan var uppfærð með ofangreindum upplýsingum klukkan 11.50. Gunnar H. Gunnarsson, oddviti Reykjavíkur, bestu borgarinnar, vildi ekki svara spurningum blaðamanns þegar eftir því var leitað um það til hvaða aðgerða flokkurinn myndi grípa til eftir að upp komst að einn frambjóðenda á lista flokksins var þar gegn vilja sínum. „Ég hef ekki gefið neitt leyfi fyrir því að mitt nafn sé sett á þennan lista. Þannig að þetta er ekki í lagi,“ sagði Birgitta Jónsdóttir, fyrrverandi alþingismaður, þegar fréttastofa leitaði til hennar í gær og spurði hana út í skipan hennar í 24. sæti E-listans. Birgitta sagðist í kjölfarið myndu fara fram á að nafn sitt yrði tekið af listanum. Gunnar sagðist í samtali við RÚV í gær ekki skilja hvernig nafn Birgittu hefði endað á listanum en hann hafði talið hana vera á lista af fúsum og frjálsum vilja. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar hafði samband við Gunnar í morgun og spurði hann meðal annars að því hvað forsvarsmenn flokksins ætluðu að gera; hvort Birgitta yrði tekin af lista og hvort málið yrði rannsakað, það er að segja hvernig nafn hennar endaði á listanum. Gunnar fór undan í flæmingi, sagði málið í ferli og vísaði í aðra frétt RÚV um málið, þar sem haft var eftir Evu Bryndísi Helgadóttur, formanni yfirkjörstjórnar í Reykjavík, að kjörstjórn væri með yfirritaða yfirlýsingu frá Birgittu. Í samtali við RÚV sagði Eva að búið væri að úrskurða framboð E-listans gilt og listinn væri því ekki ógildur. Ef undirskriftin væri fölsuð væri það mál útaf fyrir sig. „Við þurfum þá að skoða það mál og ákveða í samráði við Birgittu hvort við beinum málinu til lögreglu eða hvort hún hafi frumkvæði að því sjálf.“ Ákveðin í því að vilja af listanum Gunnar vildi engu svara um það hvort hann vissi hvernig undirskrift Birgittu hefði ratað á yfirlýsinguna. Né heldur vildi hann svara því hvort málið yrði skoðað innan flokksins né hvort nýr maður yrði skipaður á listann. „Það er ekki okkar að taka neinn út eða setja neinn inn,“ svaraði hann og: „Ekki spyrja svona erfiðra spurninga; þú verður bara að tala við yfirvöldin.“ Þegar blaðamaður gekk á hann og sagði það hljóta að vera á forræði flokksins að taka ákvörðun um 24. sætið skellti Gunnar á. Fréttastofa ræddi í framhaldinu við Birgittu sem sagðist telja að um misskilning væri að ræða. „Ég skrifaði undir eitthvað plagg,“ sagði Birgitta en hún hefði talið að um væri að ræða stuðningsyfirlýsingu við framboðið. „Þeir myndu aldrei fara að falsa undirskriftina mína, þeir eru ekki þannig,“ bætti hún við en sagðist í kjölfarið líklega myndu óska eftir því að fá að sjá skjalið. Birgitta sagðist ekki vilja gera mikið úr málinu en hún væri hins vegar ákveðin í því að vilja láta fjarlægja sig af listanum. „Ef ég verð ekki tekin útaf listanum þá finnst mér það alvarlegt mál,“ sagði hún. Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Sjá meira
Birgitta segist munu eiga fund með yfirkjörstjórn á morgun um næstu skref en í samtali við fréttastofu fyrr í morgun sagðist hún ekki hafa trú á því að undirskriftin hefði verið fölsuð, heldur væri líklega um misskiling að ræða. Fréttin hér fyrir neðan var uppfærð með ofangreindum upplýsingum klukkan 11.50. Gunnar H. Gunnarsson, oddviti Reykjavíkur, bestu borgarinnar, vildi ekki svara spurningum blaðamanns þegar eftir því var leitað um það til hvaða aðgerða flokkurinn myndi grípa til eftir að upp komst að einn frambjóðenda á lista flokksins var þar gegn vilja sínum. „Ég hef ekki gefið neitt leyfi fyrir því að mitt nafn sé sett á þennan lista. Þannig að þetta er ekki í lagi,“ sagði Birgitta Jónsdóttir, fyrrverandi alþingismaður, þegar fréttastofa leitaði til hennar í gær og spurði hana út í skipan hennar í 24. sæti E-listans. Birgitta sagðist í kjölfarið myndu fara fram á að nafn sitt yrði tekið af listanum. Gunnar sagðist í samtali við RÚV í gær ekki skilja hvernig nafn Birgittu hefði endað á listanum en hann hafði talið hana vera á lista af fúsum og frjálsum vilja. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar hafði samband við Gunnar í morgun og spurði hann meðal annars að því hvað forsvarsmenn flokksins ætluðu að gera; hvort Birgitta yrði tekin af lista og hvort málið yrði rannsakað, það er að segja hvernig nafn hennar endaði á listanum. Gunnar fór undan í flæmingi, sagði málið í ferli og vísaði í aðra frétt RÚV um málið, þar sem haft var eftir Evu Bryndísi Helgadóttur, formanni yfirkjörstjórnar í Reykjavík, að kjörstjórn væri með yfirritaða yfirlýsingu frá Birgittu. Í samtali við RÚV sagði Eva að búið væri að úrskurða framboð E-listans gilt og listinn væri því ekki ógildur. Ef undirskriftin væri fölsuð væri það mál útaf fyrir sig. „Við þurfum þá að skoða það mál og ákveða í samráði við Birgittu hvort við beinum málinu til lögreglu eða hvort hún hafi frumkvæði að því sjálf.“ Ákveðin í því að vilja af listanum Gunnar vildi engu svara um það hvort hann vissi hvernig undirskrift Birgittu hefði ratað á yfirlýsinguna. Né heldur vildi hann svara því hvort málið yrði skoðað innan flokksins né hvort nýr maður yrði skipaður á listann. „Það er ekki okkar að taka neinn út eða setja neinn inn,“ svaraði hann og: „Ekki spyrja svona erfiðra spurninga; þú verður bara að tala við yfirvöldin.“ Þegar blaðamaður gekk á hann og sagði það hljóta að vera á forræði flokksins að taka ákvörðun um 24. sætið skellti Gunnar á. Fréttastofa ræddi í framhaldinu við Birgittu sem sagðist telja að um misskilning væri að ræða. „Ég skrifaði undir eitthvað plagg,“ sagði Birgitta en hún hefði talið að um væri að ræða stuðningsyfirlýsingu við framboðið. „Þeir myndu aldrei fara að falsa undirskriftina mína, þeir eru ekki þannig,“ bætti hún við en sagðist í kjölfarið líklega myndu óska eftir því að fá að sjá skjalið. Birgitta sagðist ekki vilja gera mikið úr málinu en hún væri hins vegar ákveðin í því að vilja láta fjarlægja sig af listanum. „Ef ég verð ekki tekin útaf listanum þá finnst mér það alvarlegt mál,“ sagði hún.
Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Sjá meira