Yfirmaður spænsku leyniþjónustunnar rekinn vegna njósnaforrits Kjartan Kjartansson skrifar 10. maí 2022 10:31 Paz Esteban tók við spænsku leyniþjónustunni CNI árið 2020, fyrst kvenna. Hún hefur nú verið látin taka poka sinn. Vísir/EPA Spænska ríkisstjórnin rak Paz Esteban, yfirmann leyniþjónstunnar, vegna uppljóstrana um að umdeilt njósnaforrit hafi verið notað til þess að njósna um spænska ráðamenn. Esteban var fyrsta konan til að gegna embættinu. Uppljóstranir kanadísku samtakanna Citizen Lab um að njósnað hafi verið um fleiri en sextíu manns sem tengjast hreyfingu katalónskra sjálfstæðissinna með svonefndu Pegasus-njósnaforriti ísraelska fyrirtækisins NSO Group hrundu af stað atburðarásinni sem leiddi til brottreksturs Esteban. Í ljós kom að forritið hafði einnig verið notað til þess að njósna um síma Pedro Sánchez, forsætisráðherra, og Margaritu Robles, varnarmálaráðherra. Spænska dagblaðið El País segir ekki vitað hver njósnaði um ráðherrana en líklega hafi það verið erlend ríkisstjórn. Njósnirnar áttu sér stað fyrir ári og fóru fram hjá leyniþjónustunni sem Esteban stýrir. Að minnsta kosti einn gagnaleki er talinn tengjast innbroti í síma Sánchez forsætisráðherra. Málið hefur valdið miklum titringi innan spænsku ríkisstjórnarinnar. Flokkur katalónskra sjálfstæðissinna sem ver minnihlutastjórn Sánchez falli hét því að draga stuðning sinn til baka gripi stjórnin ekki til aðgerða til að endurvekja traust á leyniþjónstunni eftir uppljóstranirnar um njósnirnar í Katalóníu. Persónuverndarstofnun Evrópusambandsins hefur kallað eftir því að bann verði lagt við notkun Pegasus-hugbúnaðarins vegna ásakana um að ríkisstjórnir sem keyptu forritið hafi misnotað það til þess að njósna um baráttufólk, blaðamenn og stjórnmálamenn, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Spánn Ísrael Tengdar fréttir Njósnabúnaðinum Pegasus beitt gegn aðgerðasinnum Símanúmer aðgerðasinna, blaðamanna og stjórnmálamanna eru meðal þeirra sem eru á lista yfir fimmtíu þúsund símanúmer sem var lekið til fjölmiðla í gær. Talið er að símanúmerin tengist ísraelska fyrirtækinu NSO Group sem selur stjórnvöldum um allan heim búnaðinn Pegasus sem breytir símum fólks í eftirlitstæki. 19. júlí 2021 12:25 Pegasus verkefnið veldur usla í stjórnmálaheiminum Um helgina kom upp á yfirborðið að stjórnvöld um allan heim noti ísraelska njósnaforritið Pegasus til að njósna um borgara sína. Meðal þeirra sem njósnað hefur verið um eru forseti Mexíkó og helsti andstæðingur forsætisráðherra Indlands. Rúmlega áttatíu blaðamenn frá sextán miðlum hafa unnið úr gagnaleka um málið síðustu mánuði. 20. júlí 2021 13:22 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Sjá meira
Uppljóstranir kanadísku samtakanna Citizen Lab um að njósnað hafi verið um fleiri en sextíu manns sem tengjast hreyfingu katalónskra sjálfstæðissinna með svonefndu Pegasus-njósnaforriti ísraelska fyrirtækisins NSO Group hrundu af stað atburðarásinni sem leiddi til brottreksturs Esteban. Í ljós kom að forritið hafði einnig verið notað til þess að njósna um síma Pedro Sánchez, forsætisráðherra, og Margaritu Robles, varnarmálaráðherra. Spænska dagblaðið El País segir ekki vitað hver njósnaði um ráðherrana en líklega hafi það verið erlend ríkisstjórn. Njósnirnar áttu sér stað fyrir ári og fóru fram hjá leyniþjónustunni sem Esteban stýrir. Að minnsta kosti einn gagnaleki er talinn tengjast innbroti í síma Sánchez forsætisráðherra. Málið hefur valdið miklum titringi innan spænsku ríkisstjórnarinnar. Flokkur katalónskra sjálfstæðissinna sem ver minnihlutastjórn Sánchez falli hét því að draga stuðning sinn til baka gripi stjórnin ekki til aðgerða til að endurvekja traust á leyniþjónstunni eftir uppljóstranirnar um njósnirnar í Katalóníu. Persónuverndarstofnun Evrópusambandsins hefur kallað eftir því að bann verði lagt við notkun Pegasus-hugbúnaðarins vegna ásakana um að ríkisstjórnir sem keyptu forritið hafi misnotað það til þess að njósna um baráttufólk, blaðamenn og stjórnmálamenn, að sögn Reuters-fréttastofunnar.
Spánn Ísrael Tengdar fréttir Njósnabúnaðinum Pegasus beitt gegn aðgerðasinnum Símanúmer aðgerðasinna, blaðamanna og stjórnmálamanna eru meðal þeirra sem eru á lista yfir fimmtíu þúsund símanúmer sem var lekið til fjölmiðla í gær. Talið er að símanúmerin tengist ísraelska fyrirtækinu NSO Group sem selur stjórnvöldum um allan heim búnaðinn Pegasus sem breytir símum fólks í eftirlitstæki. 19. júlí 2021 12:25 Pegasus verkefnið veldur usla í stjórnmálaheiminum Um helgina kom upp á yfirborðið að stjórnvöld um allan heim noti ísraelska njósnaforritið Pegasus til að njósna um borgara sína. Meðal þeirra sem njósnað hefur verið um eru forseti Mexíkó og helsti andstæðingur forsætisráðherra Indlands. Rúmlega áttatíu blaðamenn frá sextán miðlum hafa unnið úr gagnaleka um málið síðustu mánuði. 20. júlí 2021 13:22 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Sjá meira
Njósnabúnaðinum Pegasus beitt gegn aðgerðasinnum Símanúmer aðgerðasinna, blaðamanna og stjórnmálamanna eru meðal þeirra sem eru á lista yfir fimmtíu þúsund símanúmer sem var lekið til fjölmiðla í gær. Talið er að símanúmerin tengist ísraelska fyrirtækinu NSO Group sem selur stjórnvöldum um allan heim búnaðinn Pegasus sem breytir símum fólks í eftirlitstæki. 19. júlí 2021 12:25
Pegasus verkefnið veldur usla í stjórnmálaheiminum Um helgina kom upp á yfirborðið að stjórnvöld um allan heim noti ísraelska njósnaforritið Pegasus til að njósna um borgara sína. Meðal þeirra sem njósnað hefur verið um eru forseti Mexíkó og helsti andstæðingur forsætisráðherra Indlands. Rúmlega áttatíu blaðamenn frá sextán miðlum hafa unnið úr gagnaleka um málið síðustu mánuði. 20. júlí 2021 13:22