Aðeins tímaspursmál að þyrla yrði ekki til taks Kjartan Kjartansson skrifar 10. maí 2022 15:31 Jón Þór Þorvaldsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Vísir/Vilhelm Það var ekki spurning um hvort heldur hvenær sú staða kæmi upp að ekki væri hægt að manna þyrlu Landhelgisgæslunnar fyrir útkall líkt og gerðist í dag, að sögn formanns Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Keyra þurfti með mann sem slasaðist alvarlega í bílslysi undir Eyjafjöllum í morgun þar sem ekki tókst að leysa af veikan flugstjóra á þyrlu Landhelgisgæslunnar. Flugmenn hjá Landhelgisgæslunni hafa verið samningslausir í á þriðja ár og er sagt sífellt erfiðara að manna vaktir hjá þyrlum gæslunnar af þeim sökum. Jón Þór Þorvaldsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna, segir stöðuna sem kom upp í dag ekki hluta af kjarabaráttu flugmanna heldur eitthvað sem hafi verið yfirvofandi. „Það var ekki spurning um hvort heldur hvenær þessi staða kæmi upp, því miður,“ segir hann við Vísi. Í þessum mánuði vilji svo til að flugmenn og flugstjórar séu í þjálfun og aðeins einn flugstjóri sé á vakt. Sá hafi vaknað veikur í morgun en hann hafi verið á vakt frá því á miðvikudag í útköllum og verkefnum fyrir Gæsluna. „Því miður, þá er það bara ömurlegt að staðan sé svona,“ segir Jón Þór. Flugmenn Landhelgisgæslunnar hafi hingað til og ætli héðan í frá að reyna að mæta á allar vaktir, jafnvel þó að þeir séu í fríi. „Menn hafa gert það, komið úr fríum og barneignarleyfum til að manna vaktir,“ segir formaðurinn. Ekki spurning um krónur og aura Ástæðan fyrir því að ekki hefur náðst saman á milli flugmannanna og ríkisins er krafa þess síðarnefnda um að fella niður svonefnda starfsaldurslista sem flugmennirnir líta á sem nauðsynlega til að tryggja flugöryggi, að sögn Jóns Þórs. Listarnir veiti flugstjórum og flugmönnum rétt til að taka ákvarðanir um flugöryggi án þess að eiga á hættu að vinnuveitandi refsi þeim fyrir það. Jón Þór segir flugmenn ekki tilbúna að gefa þann rétt eftir. Listar sem þessar komi meðal annars í veg fyrir að hægt sé að skikka flugmenn til að mæta á vakt líkt og í dag, hvort sem þeir séu veikir eða á frívakt. Jón Þór segir þetta hluta af flugöryggi og óskiljanlegt sé að fjármálaráðuneytið vilji listana feiga. Ábyrgðin á herðum fjármálaráðherra og samninganefndar ríkisins Engar kröfur hafi komið fram um hækkuð laun flugmanna og stjóra. Jón Þór segir þá hafa boðist til að frysta laun sín til 2023 líkt og gert hafi verið á almenna markaðinum. Hann telur skrýtið að fulltrúar ríkisins vilji ekki einu sinni skrifa undir tímabundinn samning. „Einhver ber ábyrgð á þessu. Eins og staðan er í dag er það bara fjármálaráðherra og samninganefnd ríkisins,“ segir hann. Landhelgisgæslan Fréttir af flugi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kjaramál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Sjá meira
Keyra þurfti með mann sem slasaðist alvarlega í bílslysi undir Eyjafjöllum í morgun þar sem ekki tókst að leysa af veikan flugstjóra á þyrlu Landhelgisgæslunnar. Flugmenn hjá Landhelgisgæslunni hafa verið samningslausir í á þriðja ár og er sagt sífellt erfiðara að manna vaktir hjá þyrlum gæslunnar af þeim sökum. Jón Þór Þorvaldsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna, segir stöðuna sem kom upp í dag ekki hluta af kjarabaráttu flugmanna heldur eitthvað sem hafi verið yfirvofandi. „Það var ekki spurning um hvort heldur hvenær þessi staða kæmi upp, því miður,“ segir hann við Vísi. Í þessum mánuði vilji svo til að flugmenn og flugstjórar séu í þjálfun og aðeins einn flugstjóri sé á vakt. Sá hafi vaknað veikur í morgun en hann hafi verið á vakt frá því á miðvikudag í útköllum og verkefnum fyrir Gæsluna. „Því miður, þá er það bara ömurlegt að staðan sé svona,“ segir Jón Þór. Flugmenn Landhelgisgæslunnar hafi hingað til og ætli héðan í frá að reyna að mæta á allar vaktir, jafnvel þó að þeir séu í fríi. „Menn hafa gert það, komið úr fríum og barneignarleyfum til að manna vaktir,“ segir formaðurinn. Ekki spurning um krónur og aura Ástæðan fyrir því að ekki hefur náðst saman á milli flugmannanna og ríkisins er krafa þess síðarnefnda um að fella niður svonefnda starfsaldurslista sem flugmennirnir líta á sem nauðsynlega til að tryggja flugöryggi, að sögn Jóns Þórs. Listarnir veiti flugstjórum og flugmönnum rétt til að taka ákvarðanir um flugöryggi án þess að eiga á hættu að vinnuveitandi refsi þeim fyrir það. Jón Þór segir flugmenn ekki tilbúna að gefa þann rétt eftir. Listar sem þessar komi meðal annars í veg fyrir að hægt sé að skikka flugmenn til að mæta á vakt líkt og í dag, hvort sem þeir séu veikir eða á frívakt. Jón Þór segir þetta hluta af flugöryggi og óskiljanlegt sé að fjármálaráðuneytið vilji listana feiga. Ábyrgðin á herðum fjármálaráðherra og samninganefndar ríkisins Engar kröfur hafi komið fram um hækkuð laun flugmanna og stjóra. Jón Þór segir þá hafa boðist til að frysta laun sín til 2023 líkt og gert hafi verið á almenna markaðinum. Hann telur skrýtið að fulltrúar ríkisins vilji ekki einu sinni skrifa undir tímabundinn samning. „Einhver ber ábyrgð á þessu. Eins og staðan er í dag er það bara fjármálaráðherra og samninganefnd ríkisins,“ segir hann.
Landhelgisgæslan Fréttir af flugi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kjaramál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Sjá meira