Vaktin: Rúmlega fimm þúsund milljarða króna fjárstyrkur á leið til Úkraínu frá Bandaríkjunum Hólmfríður Gísladóttir, Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir, Kjartan Kjartansson, Samúel Karl Ólason og Smári Jökull Jónsson skrifa 11. maí 2022 06:41 Kona stendur við rústir hússi síns í bænum Pidhane í nágrenni Kænugarðs. Vísir/Getty Úkraínska gasfyrirtækið GTSOU segist þurfa að hætta að senda gas frá Rússlandi til Evrópu um eina af leiðslum sínum. Ástæðuna segir forstjóri fyrirtækisins vera inngrip rússneskra hersveita, sem hafa verið að beina gasinu til Donbas. Rússneski gasrisinn Gazprom segist hafa fengið tilkynningu frá Úkraínu um að gasflutningum um Sokhranivka-tenginguna yrði hætt nú í morgunsárið. Það væri hins vegar ómögulegt að beina gasinu um aðra tengistöð vestar, líkt og Úkraínumenn hefðu lagt til. Hingað til hafa átökin í Úkraínu ekki haft áhrif á flutning gass en um þriðjungur alls gass sem fer um Úkraínu á leið frá Rússlandi til Evrópu fer um Sokhranivka-tenginguna. Hversu mikið gas það er hefur ekki komið fram. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Aðrar vendingar: Selenskí Úkraínuforseti fagnaði því í ávarpi sínu í kvöld að fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefði samþykkt fjárveitingu upp á rúma fimm þúsund milljarða króna til styrktar Úkraínu. Úkraínumenn hafa í dag birt myndefni frá Austur-Úkraínu sem á að sýna stað þar sem Rússar reyndu á dögunum að ná fótfestu á árbakka sem Úkraínumenn stjórnuðu. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir að vilji Úkraínumanna til að eiga í viðræðum við Rússa fari þverandi. Hann minnki með hverju ódæði rússneskra hermanna gegn úkraínskum borgurum. Gagnsókn Úkraínuhers í Kharkiv-héraði virðist bera árangur. Úkraínumenn segjast hafa endurheimt nokkra bæi úr höndum Rússa og harðir bardagar geisa um Kharkiv-borg. Neðri deild bandaríska þingsins hefur samþykkt að veita Úkraínu 39,8 milljarða dala í fjárhagsaðstoð. 368 greiddu atkvæði með frumvarpinu og 57 á móti. Enn er barist um Snákaeyju en Rússar eru ítrekað sagðir hafa freistað þess að styrkja stöðu sína á eyjunni. Bretar segja birgðaskip Rússa nú njóta takmarkaðrar verndar á Svartahafi, eftir að þeir hörfuðu í kjölfar þess að Moskvu var sökkt. Ef Rússum tækist hins vegar að ná Snákaeyju og koma upp vopnakerfum þar, gæti það tryggt þeim yfirráð yfir norðuvesturhluta hafsins. Og þess ber að geta að Úkraína komst áfram úr fyrri undankeppni Eurovision í gærkvöldi en Rússum var neitað um þátttöku vegna innrásarinnar. Hér má finna vakt gærdagsins.
Rússneski gasrisinn Gazprom segist hafa fengið tilkynningu frá Úkraínu um að gasflutningum um Sokhranivka-tenginguna yrði hætt nú í morgunsárið. Það væri hins vegar ómögulegt að beina gasinu um aðra tengistöð vestar, líkt og Úkraínumenn hefðu lagt til. Hingað til hafa átökin í Úkraínu ekki haft áhrif á flutning gass en um þriðjungur alls gass sem fer um Úkraínu á leið frá Rússlandi til Evrópu fer um Sokhranivka-tenginguna. Hversu mikið gas það er hefur ekki komið fram. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Aðrar vendingar: Selenskí Úkraínuforseti fagnaði því í ávarpi sínu í kvöld að fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefði samþykkt fjárveitingu upp á rúma fimm þúsund milljarða króna til styrktar Úkraínu. Úkraínumenn hafa í dag birt myndefni frá Austur-Úkraínu sem á að sýna stað þar sem Rússar reyndu á dögunum að ná fótfestu á árbakka sem Úkraínumenn stjórnuðu. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir að vilji Úkraínumanna til að eiga í viðræðum við Rússa fari þverandi. Hann minnki með hverju ódæði rússneskra hermanna gegn úkraínskum borgurum. Gagnsókn Úkraínuhers í Kharkiv-héraði virðist bera árangur. Úkraínumenn segjast hafa endurheimt nokkra bæi úr höndum Rússa og harðir bardagar geisa um Kharkiv-borg. Neðri deild bandaríska þingsins hefur samþykkt að veita Úkraínu 39,8 milljarða dala í fjárhagsaðstoð. 368 greiddu atkvæði með frumvarpinu og 57 á móti. Enn er barist um Snákaeyju en Rússar eru ítrekað sagðir hafa freistað þess að styrkja stöðu sína á eyjunni. Bretar segja birgðaskip Rússa nú njóta takmarkaðrar verndar á Svartahafi, eftir að þeir hörfuðu í kjölfar þess að Moskvu var sökkt. Ef Rússum tækist hins vegar að ná Snákaeyju og koma upp vopnakerfum þar, gæti það tryggt þeim yfirráð yfir norðuvesturhluta hafsins. Og þess ber að geta að Úkraína komst áfram úr fyrri undankeppni Eurovision í gærkvöldi en Rússum var neitað um þátttöku vegna innrásarinnar. Hér má finna vakt gærdagsins.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Sjá meira