Erum við ekki öll listafólk? Kjósum við geymili eða heimili? Ásgeir Ólafsson Lie skrifar 11. maí 2022 15:45 Burn – out (ofkeyrsla) er hugtak sem er orðið þekkt á Íslandi því miður. Ofkeyrsla er ekki jafn þekkt fyrirbæri í öðrum þjóðfélögum. Af hverju ekki? Við búum á stað sem okkur þykir vænt um. Yndislegu Akureyri. Hér er rekið heilsteypt bæjarfélag með alls kyns vaxandi fyrirtækjum sem vakna og sofna dag hvern. En viljum við að fólkið okkar dragi andann eins og fyrirtækin gera? Í hljóði og líflaus? Eða viljum við hlúa að þeim og leyfa fyrirtækjunum að vera fyrirtæki í friði? Við getum ekki verið rekin eins og þau. Það er ekki hægt að ætla að taka heilt bæjarfélag fyrir, fólkið sem þar býr, og hugsa rekstur einungis útfrá fyrirtækjum og engu öðru. Án fólksins eru engin fyrirtæki. Berlín setur grænt svæði á alla nýja reiti sem þeir byggja á. Af hverju? Af því að þeir vilja að fólkið sitt sé tengt náttúrunni og þeim sjálfum. Þannig skapast síður ofkeyrsla. Að þau eigi sitt heimili sem þau njóta að vera í milli þess sem þau stunda vinnu. Hvað er heimili? Fyrir okkur er heimili okkar Akureyri og húsið og staðurinn sem við kjósum að búa í og á. Þess vegna á fólk rétt á að mótmæla risastórum háhýsum sem á að raða í kringum þau þar sem þau hafa búið lengi. Þess vegna vill fólkið sem þar býr halda grænu svæðunum sínum svo það sé í tengingu við sjálft sig. Hvernig getum við þá byggt, gæti einhver spurt? Spyrjum Berlín. Hvernig getur Berlín byggt? Listin að lifa. Við erum öll listafólk. Við kunnum að lifa og vitum hvernig á að gera það. Þeir sem mæta til vinnu og fara svo ,,heim“ í einhverja geymslu (geymili) milli vakta geta alveg eins flutt til New York? Eða hvað... þar eru meira að segja græn svæði? Af hverju ætlum við að taka grænu svæðin úr fallega bænum okkar og byggja þétt og hátt? Það er þannig sem grænu svæðin hverfa. Meira af grænum svæðum. Göngum jafnvel lengra. Byggjum heilt hverfi fyrir fólk sem langar að búa með dýrum. Af hverju byggjum við ekki þannig? Leyfum fólkinu í bænum að ráða. Skráðu þig á „Íbúar á Akureyri- spjall“ á Facebook og taktu þátt í framtíðar umræðu um það HVERNIG við byggjum upp bæinn OKKAR, en ekki bæinn ÞEIRRA. Hvort kýst þú á laugardaginn? Geymili eða heimili? Kjósum með hjartanu. Höfundur skipar 2. sæti hjá Kattaframboðinu á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Akureyri Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Ásgeir Ólafsson Lie Mest lesið ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Burn – out (ofkeyrsla) er hugtak sem er orðið þekkt á Íslandi því miður. Ofkeyrsla er ekki jafn þekkt fyrirbæri í öðrum þjóðfélögum. Af hverju ekki? Við búum á stað sem okkur þykir vænt um. Yndislegu Akureyri. Hér er rekið heilsteypt bæjarfélag með alls kyns vaxandi fyrirtækjum sem vakna og sofna dag hvern. En viljum við að fólkið okkar dragi andann eins og fyrirtækin gera? Í hljóði og líflaus? Eða viljum við hlúa að þeim og leyfa fyrirtækjunum að vera fyrirtæki í friði? Við getum ekki verið rekin eins og þau. Það er ekki hægt að ætla að taka heilt bæjarfélag fyrir, fólkið sem þar býr, og hugsa rekstur einungis útfrá fyrirtækjum og engu öðru. Án fólksins eru engin fyrirtæki. Berlín setur grænt svæði á alla nýja reiti sem þeir byggja á. Af hverju? Af því að þeir vilja að fólkið sitt sé tengt náttúrunni og þeim sjálfum. Þannig skapast síður ofkeyrsla. Að þau eigi sitt heimili sem þau njóta að vera í milli þess sem þau stunda vinnu. Hvað er heimili? Fyrir okkur er heimili okkar Akureyri og húsið og staðurinn sem við kjósum að búa í og á. Þess vegna á fólk rétt á að mótmæla risastórum háhýsum sem á að raða í kringum þau þar sem þau hafa búið lengi. Þess vegna vill fólkið sem þar býr halda grænu svæðunum sínum svo það sé í tengingu við sjálft sig. Hvernig getum við þá byggt, gæti einhver spurt? Spyrjum Berlín. Hvernig getur Berlín byggt? Listin að lifa. Við erum öll listafólk. Við kunnum að lifa og vitum hvernig á að gera það. Þeir sem mæta til vinnu og fara svo ,,heim“ í einhverja geymslu (geymili) milli vakta geta alveg eins flutt til New York? Eða hvað... þar eru meira að segja græn svæði? Af hverju ætlum við að taka grænu svæðin úr fallega bænum okkar og byggja þétt og hátt? Það er þannig sem grænu svæðin hverfa. Meira af grænum svæðum. Göngum jafnvel lengra. Byggjum heilt hverfi fyrir fólk sem langar að búa með dýrum. Af hverju byggjum við ekki þannig? Leyfum fólkinu í bænum að ráða. Skráðu þig á „Íbúar á Akureyri- spjall“ á Facebook og taktu þátt í framtíðar umræðu um það HVERNIG við byggjum upp bæinn OKKAR, en ekki bæinn ÞEIRRA. Hvort kýst þú á laugardaginn? Geymili eða heimili? Kjósum með hjartanu. Höfundur skipar 2. sæti hjá Kattaframboðinu á Akureyri.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun