Árangur í þágu borgarbúa Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 12. maí 2022 07:46 Kjósendur í Reykjavík hafa um margt að velja þegar gengið verður til kosninga á laugardag. Framboðin eru jafn ólík og þau eru mörg en í grunninn snýst valið bara um tvennt, málefni og trúverðugleika. Hvað framboðin ætla að gera næstu árin og hvort þeim sé treyst til slíkra verka. Árangur og ábyrgð Stefna Viðreisnar í Reykjavík er skýr hvað þetta varðar og árangur flokksins í borgarstjórn talar líka sínu máli. Við viljum gæta að hagsmunum allra borgarbúa og beitum okkur fyrir frjálslyndum og réttlátum umbótum í þeirra þágu. Rauði þráðurinn í stefnu okkar hefur ávallt verið sá að sýna ábyrgð og vanda til verka þegar farið er með völdin. Fyrir komandi borgarstjórnarkosningar þýðir það að halda áfram ábyrgum rekstri á sama tíma og staðið er vörð um grunnþjónustuna. Þetta hefur einkennt okkar störf í borginni undir forystu Þórdísar Lóu, formanns borgarráðs, sem fer núna aftur fram sem oddviti flokksins. Staðreyndirnar liggja fyrir og þær sýna að fjárhagsstaðan er sterk. Skuldahlutfall borgarsjóðs er vel undir viðmiðum og skuldir á hvern íbúa eru lægri en í nærliggjandi sveitarfélögum. Á þessari braut þarf að halda áfram til að styrkja stöðu borgarinnar enn frekar. Það er einmitt á grundvelli góðs árangurs og skýrrar framtíðarstefnu sem við gerum umbæturnar að veruleika. Í anda þessa hefur Viðreisn kynnt ítarlega stefnumálaskrá fyrir næsta tímabil. Málefnin ráða för Við viljum til dæmis lækka fasteignaskatt á atvinnuhúsnæði, sem mun koma sér vel fyrir fyrirtæki sem sjá fram á sífellt hækkandi rekstrarkostnað vegna hækkana á fasteignamati. Við viljum líka styrkja skólana til að geta mætt öllum nemendum betur og gefa foreldrum val með því að auka framlag til sjálfstætt starfandi skóla gegn því að þeir taki ekki skólagjöld af foreldrum. Styrkja menntakerfið og stöðu barnafjölskyldna á sama tíma og stutt er við öflugt atvinnulíf. Þrátt fyrir mikinn árangur í rekstri eru svo líka tækifæri til að gera enn betur, meðal annars með stafrænni umbreytingu, fleiri útboðum á þjónustu og með því að losa um eignir á samkeppnismarkaði. Í húsnæðismálum er stefna okkar sú að lækka kostnað við nýbyggingar með einfaldara regluverki og tryggja nægilegt lóðaframboð á sama tíma og þéttingarstefnunni er fylgt eftir. Við höfum sýnt það í borgarstjórn að bæði er hægt. Á síðustu þremur árum hefur fullgerðum íbúðum fjölgað umtalsvert og stefnt er að enn frekari uppbyggingu á næstunni. Þúsundir íbúða munu rísa í Ártúnsholti, Úlfarsárdal, Gufunesi og Skerjafirði. Við viljum svo líka skipuleggja meiri byggð á Kjalarnesi. Ekki síst til að styrkja þar nærþjónustu. Skipulagsmál borgarinnar hafa því verið í góðum höndum undir formennsku okkar fulltrúa, Pawel Bartoszek, sem sækist eftir áframhaldandi stuðningi til góðra verka. Svipaðar sögur fara af metnaðarfullum verkefnum í samgöngumálum. Tekist hefur að efla almenningssamgöngur og undirbúningur hafinn að Borgarlínu. Því næst þarf auðvitað að hefja flutning flugvallarins úr Vatnsmýri, sem lengi hefur staðið til en stjórnarflokkarnir reynt að tefja hvað eftir öðru. Það má nefnilega ekki gleymast að framboðin sem nú fara fram verða ekki slitin frá þeim flokkum sem á bak við þau standa. Málefnin ráða för en trúverðugleikinn kemur líka sterkt við sögu. Höfum þetta hugfast og kjósum áframhaldandi árangur og ábyrgð á kjördag næsta laugardag. Höfundur er formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Viðreisn Reykjavík Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Sjá meira
Kjósendur í Reykjavík hafa um margt að velja þegar gengið verður til kosninga á laugardag. Framboðin eru jafn ólík og þau eru mörg en í grunninn snýst valið bara um tvennt, málefni og trúverðugleika. Hvað framboðin ætla að gera næstu árin og hvort þeim sé treyst til slíkra verka. Árangur og ábyrgð Stefna Viðreisnar í Reykjavík er skýr hvað þetta varðar og árangur flokksins í borgarstjórn talar líka sínu máli. Við viljum gæta að hagsmunum allra borgarbúa og beitum okkur fyrir frjálslyndum og réttlátum umbótum í þeirra þágu. Rauði þráðurinn í stefnu okkar hefur ávallt verið sá að sýna ábyrgð og vanda til verka þegar farið er með völdin. Fyrir komandi borgarstjórnarkosningar þýðir það að halda áfram ábyrgum rekstri á sama tíma og staðið er vörð um grunnþjónustuna. Þetta hefur einkennt okkar störf í borginni undir forystu Þórdísar Lóu, formanns borgarráðs, sem fer núna aftur fram sem oddviti flokksins. Staðreyndirnar liggja fyrir og þær sýna að fjárhagsstaðan er sterk. Skuldahlutfall borgarsjóðs er vel undir viðmiðum og skuldir á hvern íbúa eru lægri en í nærliggjandi sveitarfélögum. Á þessari braut þarf að halda áfram til að styrkja stöðu borgarinnar enn frekar. Það er einmitt á grundvelli góðs árangurs og skýrrar framtíðarstefnu sem við gerum umbæturnar að veruleika. Í anda þessa hefur Viðreisn kynnt ítarlega stefnumálaskrá fyrir næsta tímabil. Málefnin ráða för Við viljum til dæmis lækka fasteignaskatt á atvinnuhúsnæði, sem mun koma sér vel fyrir fyrirtæki sem sjá fram á sífellt hækkandi rekstrarkostnað vegna hækkana á fasteignamati. Við viljum líka styrkja skólana til að geta mætt öllum nemendum betur og gefa foreldrum val með því að auka framlag til sjálfstætt starfandi skóla gegn því að þeir taki ekki skólagjöld af foreldrum. Styrkja menntakerfið og stöðu barnafjölskyldna á sama tíma og stutt er við öflugt atvinnulíf. Þrátt fyrir mikinn árangur í rekstri eru svo líka tækifæri til að gera enn betur, meðal annars með stafrænni umbreytingu, fleiri útboðum á þjónustu og með því að losa um eignir á samkeppnismarkaði. Í húsnæðismálum er stefna okkar sú að lækka kostnað við nýbyggingar með einfaldara regluverki og tryggja nægilegt lóðaframboð á sama tíma og þéttingarstefnunni er fylgt eftir. Við höfum sýnt það í borgarstjórn að bæði er hægt. Á síðustu þremur árum hefur fullgerðum íbúðum fjölgað umtalsvert og stefnt er að enn frekari uppbyggingu á næstunni. Þúsundir íbúða munu rísa í Ártúnsholti, Úlfarsárdal, Gufunesi og Skerjafirði. Við viljum svo líka skipuleggja meiri byggð á Kjalarnesi. Ekki síst til að styrkja þar nærþjónustu. Skipulagsmál borgarinnar hafa því verið í góðum höndum undir formennsku okkar fulltrúa, Pawel Bartoszek, sem sækist eftir áframhaldandi stuðningi til góðra verka. Svipaðar sögur fara af metnaðarfullum verkefnum í samgöngumálum. Tekist hefur að efla almenningssamgöngur og undirbúningur hafinn að Borgarlínu. Því næst þarf auðvitað að hefja flutning flugvallarins úr Vatnsmýri, sem lengi hefur staðið til en stjórnarflokkarnir reynt að tefja hvað eftir öðru. Það má nefnilega ekki gleymast að framboðin sem nú fara fram verða ekki slitin frá þeim flokkum sem á bak við þau standa. Málefnin ráða för en trúverðugleikinn kemur líka sterkt við sögu. Höfum þetta hugfast og kjósum áframhaldandi árangur og ábyrgð á kjördag næsta laugardag. Höfundur er formaður Viðreisnar.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun