„Markmiðið er að hafa 10 liða efstu deild“ Atli Arason skrifar 12. maí 2022 06:30 Njarðvíkurkonur komu upp úr 1. deildinni og urðu Íslandsmeistarar á fyrsta ári. Vísir/Bára Dröfn Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, segir að markmið stjórnar KKÍ sé að fjölga liðum í Subway-deild kvenna úr átta liðum í tíu á næstu árum. Fjölgunin megi þó ekki bitna á 1. deildinni, sem gæti þar að leiðandi bitnað á íþróttinni í heild. „Þegar 1. deildin er orðin stöðug 10 liða deild þá er hægt að taka tvö lið upp og vera með 10 liða Subway-deild kvenna. Markmið okkar er að vera með 10 liða efstu deild en við verðum líka að hugsa um heildina,“ sagði Hannes í samtali við Vísi í kvöld áður en hann bætti við. „Það er í fyrsta sinn núna í vetur þar sem við erum með nægilegan fjölda í 1. deild kvenna, til að geta farið að huga að því að fjölga liðum í efstu deild kvenna.“ Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ. „Við viljum sjá núna hvernig skráningin verður í 1. deild kvenna fyrir næsta vetur og ef það verður sambærileg skráning í 1. deild kvenna, að þetta verður einhver 9 til 11 lið sem skrá sig aftur þá er kominn grundvöllur til að huga að því eftir eitt til tvö ár að fjölga liðum í Subway-deild kvenna í 10 lið.“ Umræðan um fjölgun liða í efstu deild hefur verið í gegnum gangandi á þessu tímabili og varð enn háværari eftir að Njarðvík, nýliðar í deildinni í ár, gerðu sér lítið fyrir og unnu sjálfan Íslandsmeistaratitilinn á dögunum. „Ég skil alveg umræðuna því það hefur verið mikil fjölgun í meistaraflokki kvenna og mikill fjölgun kvenna og stúlkna í körfubolta á undanförnum árum sem er mjög jákvætt, við verðum samt að hafa það í huga að við getum ekki fjölgað í efstu deild og látið það bitna á fyrstu deildinni, við getum eyðilagt þá góðu vinnu sem við erum búin að gera með því að fjölga of snemma,“ svaraði Hannes aðspurður út í umræðuna um fjölgun liða sem hefur verið umtöluð um í flestum körfuboltahlaðvörpum landsins. „Að sama skapi megum við heldur ekki bíða of lengi með að fjölga liðum í deildinni en þetta er eitthvað sem við þurfum að vega og meta á næstunni“ Lovísa Björt Henningsdóttir, leikmaður Hauka, steig fram í sviðsljósið fyrr á tímabilinu og kallaði eftir því að liðum yrði fjölgað. Hannes nefnir að stjórn KKÍ hefur rætt þetta mikið undanfarið og er að reyna að horfa í rétta tímapunktinn til að gera þessa breytingu. „Við höfum rætt um fjölgun liða fram og til baka í stjórn KKÍ, hvenær væri rétti tímapunkturinn að gera þetta og við í stjórninni erum stanslaust að ræða við öll félögin og vitum alveg hvað er um að vera. Það vilja allir fjölga liðum í Subway-deild kvenna á einhverjum tímapunkti. Það er þing næsta vor og þá getur alveg eins komið tillaga frá félögunum um að fjölga liðum sem gæti verið samþykkt. Svo getur stjórnin líka lagt fram sömu tillögu um að fjölga liðum.“ „Ef félögin vilja breyta einhverju þá þarf að vera mjög mikill meirihluti, sem vill virkilega gera eitthvað. Ég sé það fyrir mér að eftir tvö ár, miðað við fjölgunina í körfuboltanum, þá eigum við að geta verið komin með 10 liða efstu deild,“ sagði Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, að endingu. Subway-deild kvenna Mest lesið Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fótbolti Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Fótbolti Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Paul hló að tilboði heimsmeistarans en skoðar málið Sport Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Körfubolti Leikdagur í Cardiff: „Þetta er leikþáttur frá A-Ö“ Fótbolti Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Handbolti Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Grindavík - Haukar | Takast á við toppliðið Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Sjá meira
„Þegar 1. deildin er orðin stöðug 10 liða deild þá er hægt að taka tvö lið upp og vera með 10 liða Subway-deild kvenna. Markmið okkar er að vera með 10 liða efstu deild en við verðum líka að hugsa um heildina,“ sagði Hannes í samtali við Vísi í kvöld áður en hann bætti við. „Það er í fyrsta sinn núna í vetur þar sem við erum með nægilegan fjölda í 1. deild kvenna, til að geta farið að huga að því að fjölga liðum í efstu deild kvenna.“ Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ. „Við viljum sjá núna hvernig skráningin verður í 1. deild kvenna fyrir næsta vetur og ef það verður sambærileg skráning í 1. deild kvenna, að þetta verður einhver 9 til 11 lið sem skrá sig aftur þá er kominn grundvöllur til að huga að því eftir eitt til tvö ár að fjölga liðum í Subway-deild kvenna í 10 lið.“ Umræðan um fjölgun liða í efstu deild hefur verið í gegnum gangandi á þessu tímabili og varð enn háværari eftir að Njarðvík, nýliðar í deildinni í ár, gerðu sér lítið fyrir og unnu sjálfan Íslandsmeistaratitilinn á dögunum. „Ég skil alveg umræðuna því það hefur verið mikil fjölgun í meistaraflokki kvenna og mikill fjölgun kvenna og stúlkna í körfubolta á undanförnum árum sem er mjög jákvætt, við verðum samt að hafa það í huga að við getum ekki fjölgað í efstu deild og látið það bitna á fyrstu deildinni, við getum eyðilagt þá góðu vinnu sem við erum búin að gera með því að fjölga of snemma,“ svaraði Hannes aðspurður út í umræðuna um fjölgun liða sem hefur verið umtöluð um í flestum körfuboltahlaðvörpum landsins. „Að sama skapi megum við heldur ekki bíða of lengi með að fjölga liðum í deildinni en þetta er eitthvað sem við þurfum að vega og meta á næstunni“ Lovísa Björt Henningsdóttir, leikmaður Hauka, steig fram í sviðsljósið fyrr á tímabilinu og kallaði eftir því að liðum yrði fjölgað. Hannes nefnir að stjórn KKÍ hefur rætt þetta mikið undanfarið og er að reyna að horfa í rétta tímapunktinn til að gera þessa breytingu. „Við höfum rætt um fjölgun liða fram og til baka í stjórn KKÍ, hvenær væri rétti tímapunkturinn að gera þetta og við í stjórninni erum stanslaust að ræða við öll félögin og vitum alveg hvað er um að vera. Það vilja allir fjölga liðum í Subway-deild kvenna á einhverjum tímapunkti. Það er þing næsta vor og þá getur alveg eins komið tillaga frá félögunum um að fjölga liðum sem gæti verið samþykkt. Svo getur stjórnin líka lagt fram sömu tillögu um að fjölga liðum.“ „Ef félögin vilja breyta einhverju þá þarf að vera mjög mikill meirihluti, sem vill virkilega gera eitthvað. Ég sé það fyrir mér að eftir tvö ár, miðað við fjölgunina í körfuboltanum, þá eigum við að geta verið komin með 10 liða efstu deild,“ sagði Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, að endingu.
Subway-deild kvenna Mest lesið Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fótbolti Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Fótbolti Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Paul hló að tilboði heimsmeistarans en skoðar málið Sport Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Körfubolti Leikdagur í Cardiff: „Þetta er leikþáttur frá A-Ö“ Fótbolti Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Handbolti Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Grindavík - Haukar | Takast á við toppliðið Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Sjá meira