Viðskipti erlent

Þýðingar­vél Goog­le stækkuð

Atli Ísleifsson og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa
133 tungumál er nú að finna í þýðingarvél Google.
133 tungumál er nú að finna í þýðingarvél Google. Getty

Þýðingarvél tæknirisans Google hefur nú verið stækkuð en 24 nýjum tungumálum hefur verið bætt við þjónustuna. Rúmlega 300 milljónir manna tala tungumálin sem um ræðir en um helmingur þeirra er frá Afríku.

Í frétt BBC segir að fjölmennasta tungumálið sé Bhojpuri, sem talað er af um fimmtíu milljónum manna á Indlandi, í Nepal og Fídjí. Einnig er Dhiveri nú að finna í þýðingarvélinni, en það tala um þrjú hundruð þúsund manns á Maldíveyjum.

Nú er svo komið að 133 tungumál er að finna í þýðingarvél Google. Síðast bættust tungumál við grunninn árið 2020 en þá voru þau aðeins fimm en talsmenn Google segjast vilja bæta vélina enn frekar og leggja áherslu á tungumál sem hingað til hafa ekki verið höfð með í tækniþróun síðustu áratuga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×