Vinstri græn í Hafnarfirði hvetja fólk til að „setja X við D“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. maí 2022 10:32 Auglýsingin birtist á Facebook-síðu VG í nótt. Kosningastjóri flokksins segir að svona mistök gerist þegar verkefnum er útvistað. Vísir „Göngum lengra í Hafnarfirði. Setjum X við D!“ Svona hljómar auglýsing sem Vinstrihreyfingin - grænt framboð hefur sett í dreifingu á Facebook. Raunar er um þrjár svona auglýsingar að ræða, sem VG hefur kostað á Facebook. Af Facebook að dæma eyddi VG um sjö þúsund krónum í auglýsingarnar á meðan þær voru í dreifingu á miðlinum. Málið hefur vakið nokkra athygli á samfélagsmiðlum, enda aðeins þrír dagar í sveitarstjórnarkosningar og heldur óeðlilegt að flokkar hvetji kjósendur til að gefa öðrum flokkum atkvæði sitt. Hér má sjá hversu miklu VG eyddi í hverja auglýsingu. Í fyrstu eyddi flokkurinn innan við þúsund krónum, við næstu 1.500 til 2.000 krónum og í þá þriðju 3.500 til 4.000 krónum.Skjáskot „Það er svona þegar maður útvistar verkefnum, maður er með verktaka í vinnu hjá sér og verktakinn er orðinn þreyttur. Ég veit ekki hvort hann sé að vinna fyrir einhverja fleiri líka. Við settum þetta inn klukkan hálf eitt í nótt eða eitthvað og þarna hefur einhverju slegið saman,“ segir Gústav Adolf Bergmann Sigurbjörnsson, miðlægur kosningastjóri VG, hlæjandi í samtali við fréttastofu. „Ég hef verið að velta því upp hvort þetta hafi verið eitthvað Eurovision-rugl, því þar eru reglurnar að þú megir ekki kjósa sjálfan þig. En þetta er svona þegar maður útvistar verkefnum og það misfórst,“ segir Gústav. „Ég hef bara gaman af þessu“ Búið er að leiðrétta auglýsingarnar og Gústav segir þetta merki um að hið opinbera ætti ekki að útvista verkefnum og við ættum að draga úr einkavæðingu. „Við hvetjum fólk til að setja X við V, allan daginn! Hafnfirðingarnir okkar vilja gjarnan fella meirihlutann og koma á vinstri áherslum í Hafnarfirði.“ „Mér finnst mjög eðlilegt að setja X við D þar sem ég heiti Davíð,“ segir Davíð Arnar Stefánsson, oddviti framboðslista VG í Hafnarfirði, þegar fréttastofa nær af honum tali. „Það er bara bullandi stemning og kosningabarátta langt fram á nótt og auðvitað verðum við öll sósuð í þessu, líka birtingarhús sem eru væntanlega að þjónusta hvern flokkinn á fætur öðrum. Þarna hefur bara orðið skemmtileg villa, ég hef bara gaman af þessu.“ „Heiðarlegasta sem ég hef séð frá VG í langan tíma“ Málið hefur eins og áður segir vakið nokkra athygli á samfélagsmiðlum og einhverjir netverjar setja auglýsinguna þá heiðarlegustu sem VG hafi frá sér gefið í langan tíma. Þetta er nú það heiðarlegasta sem ég hef séð frá Vg í langan tíma. Atkvæði greitt V er atkvæði greitt D. https://t.co/B91cPYVu4z— Þórunn Ólafsdóttir (@Thorunnolafsd) May 12, 2022 VG alla vega farið að horfast í augu við sannleikann! https://t.co/nmuv7LFLTq— 🇺🇦 Lovísa Jónsdóttir 🇺🇦 (@LovisaJons) May 12, 2022 https://t.co/OV5kDiWVO1 pic.twitter.com/AW5yKPUw9W— Stefán Pettersson (@Stebbipett) May 12, 2022 https://t.co/sAedJwUyGP pic.twitter.com/2iAdlw9fvJ— Sigurður Ingi Ricardo (@Ziggi92) May 12, 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Hafnarfjörður Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Samfélagsmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Svona hljómar auglýsing sem Vinstrihreyfingin - grænt framboð hefur sett í dreifingu á Facebook. Raunar er um þrjár svona auglýsingar að ræða, sem VG hefur kostað á Facebook. Af Facebook að dæma eyddi VG um sjö þúsund krónum í auglýsingarnar á meðan þær voru í dreifingu á miðlinum. Málið hefur vakið nokkra athygli á samfélagsmiðlum, enda aðeins þrír dagar í sveitarstjórnarkosningar og heldur óeðlilegt að flokkar hvetji kjósendur til að gefa öðrum flokkum atkvæði sitt. Hér má sjá hversu miklu VG eyddi í hverja auglýsingu. Í fyrstu eyddi flokkurinn innan við þúsund krónum, við næstu 1.500 til 2.000 krónum og í þá þriðju 3.500 til 4.000 krónum.Skjáskot „Það er svona þegar maður útvistar verkefnum, maður er með verktaka í vinnu hjá sér og verktakinn er orðinn þreyttur. Ég veit ekki hvort hann sé að vinna fyrir einhverja fleiri líka. Við settum þetta inn klukkan hálf eitt í nótt eða eitthvað og þarna hefur einhverju slegið saman,“ segir Gústav Adolf Bergmann Sigurbjörnsson, miðlægur kosningastjóri VG, hlæjandi í samtali við fréttastofu. „Ég hef verið að velta því upp hvort þetta hafi verið eitthvað Eurovision-rugl, því þar eru reglurnar að þú megir ekki kjósa sjálfan þig. En þetta er svona þegar maður útvistar verkefnum og það misfórst,“ segir Gústav. „Ég hef bara gaman af þessu“ Búið er að leiðrétta auglýsingarnar og Gústav segir þetta merki um að hið opinbera ætti ekki að útvista verkefnum og við ættum að draga úr einkavæðingu. „Við hvetjum fólk til að setja X við V, allan daginn! Hafnfirðingarnir okkar vilja gjarnan fella meirihlutann og koma á vinstri áherslum í Hafnarfirði.“ „Mér finnst mjög eðlilegt að setja X við D þar sem ég heiti Davíð,“ segir Davíð Arnar Stefánsson, oddviti framboðslista VG í Hafnarfirði, þegar fréttastofa nær af honum tali. „Það er bara bullandi stemning og kosningabarátta langt fram á nótt og auðvitað verðum við öll sósuð í þessu, líka birtingarhús sem eru væntanlega að þjónusta hvern flokkinn á fætur öðrum. Þarna hefur bara orðið skemmtileg villa, ég hef bara gaman af þessu.“ „Heiðarlegasta sem ég hef séð frá VG í langan tíma“ Málið hefur eins og áður segir vakið nokkra athygli á samfélagsmiðlum og einhverjir netverjar setja auglýsinguna þá heiðarlegustu sem VG hafi frá sér gefið í langan tíma. Þetta er nú það heiðarlegasta sem ég hef séð frá Vg í langan tíma. Atkvæði greitt V er atkvæði greitt D. https://t.co/B91cPYVu4z— Þórunn Ólafsdóttir (@Thorunnolafsd) May 12, 2022 VG alla vega farið að horfast í augu við sannleikann! https://t.co/nmuv7LFLTq— 🇺🇦 Lovísa Jónsdóttir 🇺🇦 (@LovisaJons) May 12, 2022 https://t.co/OV5kDiWVO1 pic.twitter.com/AW5yKPUw9W— Stefán Pettersson (@Stebbipett) May 12, 2022 https://t.co/sAedJwUyGP pic.twitter.com/2iAdlw9fvJ— Sigurður Ingi Ricardo (@Ziggi92) May 12, 2022
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Hafnarfjörður Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Samfélagsmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira