Ísland upp um fimm sæti á Regnbogakorti Evrópu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. maí 2022 11:42 Malta trónir enn á toppnum en Ísland er komið upp í níunda sæti. ILGA-Europe Ísland hækkar um fimm sæti á milli ára á Regnbogakorti ILGA Europe. Ísland er nú komið í níunda sæti en var í því fjórtánda í fyrra. Utanríkisráðherra segir lög um kynrænt sjálfræði spila stórt hlutverk í þessari þróun. Evrópusamtök hinsegin fólks, ILGA-Europe, birta Regnbogakortið árlega í kring um alþjóðlegan baráttudag hinsegin fólks sem er 17. maí. Kortið sýnir á myndrænan hátt lagalega stöðu og réttindi hinsegin fólks í ríkjum Evrópu. Fram kemur í tilkynningu á vef stjórnarráðsins að lög um kynrænt sjálfræði, sem sett voru hér á landi árið 2019, hafi komið til móts við ný og breytt viðhorf til opinberrar skráningar kyns og stuðli að réttarbótum fyrir trans og intersex fólk með því að staðfesta rétt einstaklinga til að breyta kynskráningu sinni í samræmi við eigin upplifun og án þess að þurfa að sæta skilyrðum um sjúkdómsgreiningu og læknismeðferð. Þá hafi réttur trans foreldra enn fremur verið bættur þegar kemur að foreldraskráningu. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra fagnar því að Ísland sé komið í tíu efstu ríkin á listanum. Hún segir það mega rekja til þessara breytinga á lögum um kynrænt sjálfræði. Pleased to see #Iceland 🇮🇸 in the top 1️⃣0️⃣ countries of the #RainbowEurope 2022 of @ILGAEurope #Iceland is now in 9th place, climbing up five places since last year. This is due to recent domestic legal reforms to continue improving the rights of all #LGBTI individuals 🏳️🌈🏳️⚧️ https://t.co/fCpLHiWEFW— Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (@thordiskolbrun) May 12, 2022 „Ísland stefnir enn hærra og hefur Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra nú lagt fram þingsályktunartillögu um aðgerðaráætlun í málefnum hinsegin fólks. Verði þingsályktunartillagan samþykkt mun hún leiða til enn frekari réttarbóta fyrir hinsegin fólk,“ segir í tilkynningu stjórnarráðsins. Slík aðgerðaráætlun, auk verkefna í aðgerðaráætluninni, er talin líkleg til að þoka Íslandi enn hærra á Regnbogakortinu. Danmörk og Ísland eru hástökkvarar Norðurlandanna í ár og er Danmörk nú í öðru sæti á kortinu, en var í níunda sæti í fyrra. Svíþjóð og Noregur hækka um eitt sæti en Finnland fellur niður um sex sæti og er nú í tólfta sæti á listanum. Malta trónir enn á toppnum og Aserbaídsjan er enn í neðsta sæti. Hinsegin Mannréttindi Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
Evrópusamtök hinsegin fólks, ILGA-Europe, birta Regnbogakortið árlega í kring um alþjóðlegan baráttudag hinsegin fólks sem er 17. maí. Kortið sýnir á myndrænan hátt lagalega stöðu og réttindi hinsegin fólks í ríkjum Evrópu. Fram kemur í tilkynningu á vef stjórnarráðsins að lög um kynrænt sjálfræði, sem sett voru hér á landi árið 2019, hafi komið til móts við ný og breytt viðhorf til opinberrar skráningar kyns og stuðli að réttarbótum fyrir trans og intersex fólk með því að staðfesta rétt einstaklinga til að breyta kynskráningu sinni í samræmi við eigin upplifun og án þess að þurfa að sæta skilyrðum um sjúkdómsgreiningu og læknismeðferð. Þá hafi réttur trans foreldra enn fremur verið bættur þegar kemur að foreldraskráningu. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra fagnar því að Ísland sé komið í tíu efstu ríkin á listanum. Hún segir það mega rekja til þessara breytinga á lögum um kynrænt sjálfræði. Pleased to see #Iceland 🇮🇸 in the top 1️⃣0️⃣ countries of the #RainbowEurope 2022 of @ILGAEurope #Iceland is now in 9th place, climbing up five places since last year. This is due to recent domestic legal reforms to continue improving the rights of all #LGBTI individuals 🏳️🌈🏳️⚧️ https://t.co/fCpLHiWEFW— Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (@thordiskolbrun) May 12, 2022 „Ísland stefnir enn hærra og hefur Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra nú lagt fram þingsályktunartillögu um aðgerðaráætlun í málefnum hinsegin fólks. Verði þingsályktunartillagan samþykkt mun hún leiða til enn frekari réttarbóta fyrir hinsegin fólk,“ segir í tilkynningu stjórnarráðsins. Slík aðgerðaráætlun, auk verkefna í aðgerðaráætluninni, er talin líkleg til að þoka Íslandi enn hærra á Regnbogakortinu. Danmörk og Ísland eru hástökkvarar Norðurlandanna í ár og er Danmörk nú í öðru sæti á kortinu, en var í níunda sæti í fyrra. Svíþjóð og Noregur hækka um eitt sæti en Finnland fellur niður um sex sæti og er nú í tólfta sæti á listanum. Malta trónir enn á toppnum og Aserbaídsjan er enn í neðsta sæti.
Hinsegin Mannréttindi Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira