Ný lög eru bylting í þjónustu við börn... en hvernig er best að framfylgja þeim? Steinunn Bergmann skrifar 13. maí 2022 08:30 Um áramótin tóku í gildi ný lög um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna. Vinna við breytingar í þágu barna hafa staðið yfir frá árinu 2018 og eru afurð víðtæks samráðs við fagfólk og aðra haghafa. En hvernig er best að framfylgja þessum lögum? Sú spurning er í forgrunni á árlegu Félagsráðgjafaþingi en þar koma félagsráðgjafar nú saman til að miðla þekkingu og læra hver af öðrum. Félagsráðgjafar eru ein af lykilstéttum í velferðarþjónustu en þeir vinna með einstaklingum, fjölskyldum, hópum og samfélögum sem eru að glíma við sálfélagslegan vanda og vilja gera breytingar á stöðu sinni sér í hag. Félagsráðgjafar búa yfir víðtækri þekkingu og beita fjölbreyttum gagnreyndum aðferðum í vinnu sinni. Samþætt þjónusta í þágu farsældar barna Nýju farsældarlögin miða að því að tryggja börnum og aðstandendum þeirra snemmbæran og samþættan stuðning þvert á kerfi. Í lögunum er sú nýlunda að stjórnvöld gera tilraun til að stigskipta þjónustu í þágu farsældar barna í fyrsta, annað og þriðja stigs þjónustu auk þess sem leitast á við að skilgreina opinbera almenna þjónustu í þágu farsældar barna með samræmdum hætti. Til að markmið laganna nái fram að ganga er mikilvægt að tryggja viðeigandi mönnun innan þeirra stofnana sem lögin ná til. Félagsráðgjafar eru sérfræðingar þegar kemur að félagslegri heilsu, þeir hafa heildarsýn að leiðarljósi og leita leiða til að tengja saman þjónustukerfi í þágu skjólstæðinga sinna. Þeir gegna því lykilhlutverki þegar kemur að því að tryggja samþætta þjónustu og meta ásamt foreldrum og/eða barni, hvenær þörf er á að tilnefna málastjóra. Félagsráðgjafar munu sérþekkingar sinnar vegna, sinna málstjórahlutverkinu öðrum fremur. Innleiðing nýrra laga tekur tíma og kallar á endurskoðað vinnulag og hefur Félagsráðgjafafélag Íslands tekið þátt í að skoða hvernig félagsráðgjafar geti stutt við innleiðinguna. Signs of Safety leið til að bæta þjónustu við börn og fjölskyldur Mörg sveitarfélög erlendis, meðal annars í Svíþjóð, Hollandi, Englandi og á Írlandi, hafa farið þá leið að innleiða Signs of Safety nálgunina til þess að bæta þjónustu við börn og fjölskyldur. Nálgunin byggist á samstarfi við börn og fjölskyldur og aðila í nærumhverfi þeirra, þar á meðal stórfjölskylduna til að tryggja öryggi fyrir börn sem búa við erfiðar aðstæður. Rannsóknir hafa sýnt að Signs of Safety hefur reynist afar gagnleg nálgun til að auka samstarf og bæta þjónustu, sem er einmitt markmið nýju laganna. Það skiptir þó miklu máli að vandað sé til verka við innleiðingu. Fyrir liggur innleiðingaráætlun og fjármagn til að innleiða Signs of Safety í barnaverndarstarf hér á landi en ákvörðun um þátttöku liggur hjá sveitarfélögum. Það er mikilvægt að sveitarfélög skoði gagnsemi þess að taka upp þetta verklag og þá kerfisbundnu nálgun sem í henni felst. Það mun ekki bara bæta líf fjölskyldna heldur einnig spara háar fjárhæðir í rekstri félags- og heilbrigðisþjónustu þegar til lengri tíma er litið. Stuðningur fremur en íhlutun Vegna samkomutakmarkana var tekin ákvörðun um að hafa Félagsráðgjafaþing 2022 tvískipt. Ávörp og lykilfyrirlestrar voru rafrænir 18. febrúar síðast liðinn en seinni hluti þingsins er haldinn 13. maí þar sem félagsráðgjafar koma saman, standa fyrir málstofum og samtali um fjölbreytt verkefni á vettvangi og kynna rannsóknaniðurstöður. Á fyrri hluta þingsins fjölluðu lykilfyrirlesarar frá Englandi og Írlandi um hvernig fagfólk getur stutt við innleiðingu breytinga í þágu farsældar barna og hvernig innleiðing Signs of Safety hefur stutt við kerfisbreytingar í þjónustu við börn og fjölskyldur á Írlandi. Lögðu þau áherslu á mikilvægi þess að mæta börnum og fjölskyldum með snemmtækum stuðningi fremur en íhlutun þegar mál eru komin í óefni. Þá bentu þau á að það skiptir máli hvort málefnið sé nálgast út frá hugmyndafræðinni um stuðning eða íhlutun. Með nýrri löggjöf er verk að vinna, tækifæri liggja í lagasetningu um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna þar sem lögð er áhersla á þverfaglega samvinnu. Nú er lag að endurskipuleggja velferðarþjónustuna og tækifæri fyrir fagfólk til að hafa jákvæð áhrif á þróun þeirrar þjónustu sem veitt er en innleiðing nýrra laga tekur tíma og veltur ekki síður á því að fagfólk tileinki sér nýja hugsun og verklag. Málstofur á seinni hluta Félagsráðgjafaþings 2022 fjalla um rannsóknir og þróunarverkefni í velferðarþjónustu en nánari upplýsingar eru á felagsradgjof.is Höfundur er formaður Félagsráðgjafafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagsmál Börn og uppeldi Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Sjá meira
Um áramótin tóku í gildi ný lög um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna. Vinna við breytingar í þágu barna hafa staðið yfir frá árinu 2018 og eru afurð víðtæks samráðs við fagfólk og aðra haghafa. En hvernig er best að framfylgja þessum lögum? Sú spurning er í forgrunni á árlegu Félagsráðgjafaþingi en þar koma félagsráðgjafar nú saman til að miðla þekkingu og læra hver af öðrum. Félagsráðgjafar eru ein af lykilstéttum í velferðarþjónustu en þeir vinna með einstaklingum, fjölskyldum, hópum og samfélögum sem eru að glíma við sálfélagslegan vanda og vilja gera breytingar á stöðu sinni sér í hag. Félagsráðgjafar búa yfir víðtækri þekkingu og beita fjölbreyttum gagnreyndum aðferðum í vinnu sinni. Samþætt þjónusta í þágu farsældar barna Nýju farsældarlögin miða að því að tryggja börnum og aðstandendum þeirra snemmbæran og samþættan stuðning þvert á kerfi. Í lögunum er sú nýlunda að stjórnvöld gera tilraun til að stigskipta þjónustu í þágu farsældar barna í fyrsta, annað og þriðja stigs þjónustu auk þess sem leitast á við að skilgreina opinbera almenna þjónustu í þágu farsældar barna með samræmdum hætti. Til að markmið laganna nái fram að ganga er mikilvægt að tryggja viðeigandi mönnun innan þeirra stofnana sem lögin ná til. Félagsráðgjafar eru sérfræðingar þegar kemur að félagslegri heilsu, þeir hafa heildarsýn að leiðarljósi og leita leiða til að tengja saman þjónustukerfi í þágu skjólstæðinga sinna. Þeir gegna því lykilhlutverki þegar kemur að því að tryggja samþætta þjónustu og meta ásamt foreldrum og/eða barni, hvenær þörf er á að tilnefna málastjóra. Félagsráðgjafar munu sérþekkingar sinnar vegna, sinna málstjórahlutverkinu öðrum fremur. Innleiðing nýrra laga tekur tíma og kallar á endurskoðað vinnulag og hefur Félagsráðgjafafélag Íslands tekið þátt í að skoða hvernig félagsráðgjafar geti stutt við innleiðinguna. Signs of Safety leið til að bæta þjónustu við börn og fjölskyldur Mörg sveitarfélög erlendis, meðal annars í Svíþjóð, Hollandi, Englandi og á Írlandi, hafa farið þá leið að innleiða Signs of Safety nálgunina til þess að bæta þjónustu við börn og fjölskyldur. Nálgunin byggist á samstarfi við börn og fjölskyldur og aðila í nærumhverfi þeirra, þar á meðal stórfjölskylduna til að tryggja öryggi fyrir börn sem búa við erfiðar aðstæður. Rannsóknir hafa sýnt að Signs of Safety hefur reynist afar gagnleg nálgun til að auka samstarf og bæta þjónustu, sem er einmitt markmið nýju laganna. Það skiptir þó miklu máli að vandað sé til verka við innleiðingu. Fyrir liggur innleiðingaráætlun og fjármagn til að innleiða Signs of Safety í barnaverndarstarf hér á landi en ákvörðun um þátttöku liggur hjá sveitarfélögum. Það er mikilvægt að sveitarfélög skoði gagnsemi þess að taka upp þetta verklag og þá kerfisbundnu nálgun sem í henni felst. Það mun ekki bara bæta líf fjölskyldna heldur einnig spara háar fjárhæðir í rekstri félags- og heilbrigðisþjónustu þegar til lengri tíma er litið. Stuðningur fremur en íhlutun Vegna samkomutakmarkana var tekin ákvörðun um að hafa Félagsráðgjafaþing 2022 tvískipt. Ávörp og lykilfyrirlestrar voru rafrænir 18. febrúar síðast liðinn en seinni hluti þingsins er haldinn 13. maí þar sem félagsráðgjafar koma saman, standa fyrir málstofum og samtali um fjölbreytt verkefni á vettvangi og kynna rannsóknaniðurstöður. Á fyrri hluta þingsins fjölluðu lykilfyrirlesarar frá Englandi og Írlandi um hvernig fagfólk getur stutt við innleiðingu breytinga í þágu farsældar barna og hvernig innleiðing Signs of Safety hefur stutt við kerfisbreytingar í þjónustu við börn og fjölskyldur á Írlandi. Lögðu þau áherslu á mikilvægi þess að mæta börnum og fjölskyldum með snemmtækum stuðningi fremur en íhlutun þegar mál eru komin í óefni. Þá bentu þau á að það skiptir máli hvort málefnið sé nálgast út frá hugmyndafræðinni um stuðning eða íhlutun. Með nýrri löggjöf er verk að vinna, tækifæri liggja í lagasetningu um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna þar sem lögð er áhersla á þverfaglega samvinnu. Nú er lag að endurskipuleggja velferðarþjónustuna og tækifæri fyrir fagfólk til að hafa jákvæð áhrif á þróun þeirrar þjónustu sem veitt er en innleiðing nýrra laga tekur tíma og veltur ekki síður á því að fagfólk tileinki sér nýja hugsun og verklag. Málstofur á seinni hluta Félagsráðgjafaþings 2022 fjalla um rannsóknir og þróunarverkefni í velferðarþjónustu en nánari upplýsingar eru á felagsradgjof.is Höfundur er formaður Félagsráðgjafafélags Íslands.
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun