Heiðursgestir í fyrsta flugi Icelandair til Raleigh-Durham í Norður-Karólínu Kristján Már Unnarsson skrifar 13. maí 2022 11:20 Hjónin Peggy Helgason og Sigurður Helgason við komuna til Raleigh í gærkvöldi. KMU Hjónin Peggy Oliver Helgason og Sigurður Helgason voru sérstakir heiðursgestir í fyrsta flugi Icelandair til borganna Raleigh og Durham í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum í gær. Þetta er í fyrsta sinn í fjögur ár sem Icelandair kynnir nýjan áfangastað. Svo skemmtilega vill til að þau Peggy og Sigurður kynntust einmitt í Norður-Karólínu þegar þau stunduðu þar nám við sama háskólann. Þá er Raleigh einnig heimabær Peggy. Sigurður var forstjóri Flugleiða, síðar Icelandair, á árunum 1985 til 2005, og hafði áður verið í stjórnunarstöðum innan félagsins. Hann tengdist félaginu meira og minna í 43 ár og var síðast stjórnarformaður Icelandair Group til ársins 2017. Peggy, sem er iðjuþjálfi að mennt, hefur einnig komið að málefnum Icelandair en hugmyndin að stofnun styrktarsjóðsins Vildarbarna Icelandair kom frá henni og hefur hún síðan verið helsti drifkrafturinn á bak við sjóðinn. Hjónin hafa bæði setið í stjórn hans en markmiðið er að gefa langveikum börnum, foreldrum þeirra og systkinum tækifæri til að fara í draumaferð. Árið 2017 var Peggy sæmd fálkaorðunni fyrir störf að málefnum veikra barna á Íslandi. Icelandair mun fljúga fjórum sinnum í viku til Raleigh-Durham, á þriðjudögum, fimmtudögum, laugardögum og sunnudögum, frá 12. maí til 30. október. Flugstjóri í þessu fyrsta flugi var Þórarinn Hjálmarsson. Hér er hann, annar frá vinstri, með áhöfn sinni við brottförina frá Keflavík síðdegis í gær ásamt Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair og Sylvíu Kristínu Ólafsdóttur, framkvæmdastjóra þjónustu og markaðsmála.Icelandair „Þetta eru mjög ánægjuleg tíðindi og Raleigh-Durham er áfangastaður sem smellpassar inn í leiðakerfi okkar. Norður-Karólína er spennandi svæði fyrir Íslendinga að heimsækja auk þess sem flug okkar opnar mjög hentugar tengingar fyrir íbúa Norður-Karólínu, bæði til Íslands og áfram til fjölda áfangastaða í Evrópu,“ er haft eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair, í frétt frá félaginu. „Eftir því sem áhrif heimsfaraldursins hafa dvínað höfum við byggt flugstarfsemina hratt upp. Á árinu höfum við hafið flug á ný til fjölda kunnuglegra borga en nú kynnum við til sögunnar nýjan áfangastað í fyrsta sinn síðan 2018,“ segir Bogi ennfremur. Í tilkynningu félagsins segir að nágrannaborgirnar Raleigh og Durham hafi vaxið hratt undanfarin ár. Norður-Karólína hafi upp á margt að bjóða; spennandi söfn, fallegar gönguleiðir, glæsilega golfvelli og suðrænan sjarma. Icelandair Bandaríkin Ferðalög Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Tengdar fréttir Bæta fjórum áfangastöðum við leiðakerfið Icelandair hefur birt upplýsingar um sumaráætlun sína og hafa fjórir áfangastaðir bæst við leiðakerfið – Róm á Ítalíu, Nice í Frakklandi, Alicante á Spáni og Montreal í Kanada. 12. janúar 2022 09:23 Icelandair flýgur til Norður-Karólínu Icelandair hefur bætt áfangastaðnum Raleigh-Durham í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum við leiðarkerfi sitt. Flogið verður þangað fjórum sinnum í viku næsta sumar á tímabilinu 12. maí til 30. október. 16. desember 2021 16:34 Tuttugu börn og fjölskyldur þeirra fengu ferðastyrk Vildarbarna Icelandair í dag Í hverjum styrk frá sjóðnum felst skemmtiferð fyrir barnið og fjölskyldu þess, og er allur kostnaður greiddur 19. apríl 2018 14:19 Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira
Svo skemmtilega vill til að þau Peggy og Sigurður kynntust einmitt í Norður-Karólínu þegar þau stunduðu þar nám við sama háskólann. Þá er Raleigh einnig heimabær Peggy. Sigurður var forstjóri Flugleiða, síðar Icelandair, á árunum 1985 til 2005, og hafði áður verið í stjórnunarstöðum innan félagsins. Hann tengdist félaginu meira og minna í 43 ár og var síðast stjórnarformaður Icelandair Group til ársins 2017. Peggy, sem er iðjuþjálfi að mennt, hefur einnig komið að málefnum Icelandair en hugmyndin að stofnun styrktarsjóðsins Vildarbarna Icelandair kom frá henni og hefur hún síðan verið helsti drifkrafturinn á bak við sjóðinn. Hjónin hafa bæði setið í stjórn hans en markmiðið er að gefa langveikum börnum, foreldrum þeirra og systkinum tækifæri til að fara í draumaferð. Árið 2017 var Peggy sæmd fálkaorðunni fyrir störf að málefnum veikra barna á Íslandi. Icelandair mun fljúga fjórum sinnum í viku til Raleigh-Durham, á þriðjudögum, fimmtudögum, laugardögum og sunnudögum, frá 12. maí til 30. október. Flugstjóri í þessu fyrsta flugi var Þórarinn Hjálmarsson. Hér er hann, annar frá vinstri, með áhöfn sinni við brottförina frá Keflavík síðdegis í gær ásamt Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair og Sylvíu Kristínu Ólafsdóttur, framkvæmdastjóra þjónustu og markaðsmála.Icelandair „Þetta eru mjög ánægjuleg tíðindi og Raleigh-Durham er áfangastaður sem smellpassar inn í leiðakerfi okkar. Norður-Karólína er spennandi svæði fyrir Íslendinga að heimsækja auk þess sem flug okkar opnar mjög hentugar tengingar fyrir íbúa Norður-Karólínu, bæði til Íslands og áfram til fjölda áfangastaða í Evrópu,“ er haft eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair, í frétt frá félaginu. „Eftir því sem áhrif heimsfaraldursins hafa dvínað höfum við byggt flugstarfsemina hratt upp. Á árinu höfum við hafið flug á ný til fjölda kunnuglegra borga en nú kynnum við til sögunnar nýjan áfangastað í fyrsta sinn síðan 2018,“ segir Bogi ennfremur. Í tilkynningu félagsins segir að nágrannaborgirnar Raleigh og Durham hafi vaxið hratt undanfarin ár. Norður-Karólína hafi upp á margt að bjóða; spennandi söfn, fallegar gönguleiðir, glæsilega golfvelli og suðrænan sjarma.
Icelandair Bandaríkin Ferðalög Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Tengdar fréttir Bæta fjórum áfangastöðum við leiðakerfið Icelandair hefur birt upplýsingar um sumaráætlun sína og hafa fjórir áfangastaðir bæst við leiðakerfið – Róm á Ítalíu, Nice í Frakklandi, Alicante á Spáni og Montreal í Kanada. 12. janúar 2022 09:23 Icelandair flýgur til Norður-Karólínu Icelandair hefur bætt áfangastaðnum Raleigh-Durham í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum við leiðarkerfi sitt. Flogið verður þangað fjórum sinnum í viku næsta sumar á tímabilinu 12. maí til 30. október. 16. desember 2021 16:34 Tuttugu börn og fjölskyldur þeirra fengu ferðastyrk Vildarbarna Icelandair í dag Í hverjum styrk frá sjóðnum felst skemmtiferð fyrir barnið og fjölskyldu þess, og er allur kostnaður greiddur 19. apríl 2018 14:19 Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira
Bæta fjórum áfangastöðum við leiðakerfið Icelandair hefur birt upplýsingar um sumaráætlun sína og hafa fjórir áfangastaðir bæst við leiðakerfið – Róm á Ítalíu, Nice í Frakklandi, Alicante á Spáni og Montreal í Kanada. 12. janúar 2022 09:23
Icelandair flýgur til Norður-Karólínu Icelandair hefur bætt áfangastaðnum Raleigh-Durham í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum við leiðarkerfi sitt. Flogið verður þangað fjórum sinnum í viku næsta sumar á tímabilinu 12. maí til 30. október. 16. desember 2021 16:34
Tuttugu börn og fjölskyldur þeirra fengu ferðastyrk Vildarbarna Icelandair í dag Í hverjum styrk frá sjóðnum felst skemmtiferð fyrir barnið og fjölskyldu þess, og er allur kostnaður greiddur 19. apríl 2018 14:19