Húsnæðisvandi Framsóknarflokksins Jóhann Páll Jóhannsson skrifar 13. maí 2022 16:40 Oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík hefur skrifað hverja greinina á fætur annarri hér á Vísi.is undanfarna daga þar sem látið er að því liggja að hátt húsnæðisverð og allt það sem miður fer í húsnæðismálum á Íslandi sé borgarstjórnarmeirihlutanum í Reykjavík að kenna. Einhvern veginn virðist það hafa farið fram hjá honum hvaða flokkur það er sem hefur farið með húsnæðismálin í ríkisstjórn nær óslitið síðan 2013 og mótað húsnæðisstefnu íslenskra stjórnvalda. Það er Framsóknarflokkurinn. Það væri ósanngjarnt að nudda Einari Þorsteinssyni upp úr því hvernig Framsókn lagði niður verkamannabústaðakerfið um aldamótin, hvernig flokkurinn blés í húsnæðisbólu með 90% lánum og rústaði Íbúðalánasjóði. En þegar fjallað er um stöðuna á húsnæðismarkaði í dag verður hins vegar að halda til haga ábyrgð Framsóknarflokksins sem stefnumótandi afls í ríkisstjórn síðastliðinn áratug. Á þeim tíma hefur átt sér stað eðlisbreyting í húsnæðisstuðningi þar sem honum er beint í sívaxandi mæli til tekjuhæstu heimilanna í formi skattafsláttar. Um leið hafa frumskógarlögmál ríkt á fasteigna- og leigumarkaði og stjórnvöld einkum gripið til aðgerða á eftirspurnarhliðinni frekar en framboðshliðinni með tilheyrandi verðþrýstingi. Þá líða nú leigendur fyrir það að ríkisstjórnin sem Framsóknarflokkurinn á aðild að hirðir ekki um um að efna loforð um réttarbætur fyrir leigjendur sem gefin voru við undirritun lífskjarasamningsins árið 2019. Reykjavíkurborg undir forystu jafnaðarmanna hefur gert sitt besta til að vega upp á móti þessari þróun með metuppbyggingu íbúðarhúsnæðis og metúthlutun lóða; fjöldi útgefinna byggingarleyfa er alla jafna langt umfram fjölda framkvæmda sem ráðist er í og samkvæmt talningu Samtaka iðnaðarins í fyrra voru 900 fleiri íbúðir í byggingu í Reykjavík en í öllum öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu til samans. Lögð hefur verið áhersla á að drjúgur hluti uppbyggingarinnar sé á félagslegum forsendum. Niðurstaðan er sú að 4 af hverjum 5 íbúðum í almenna íbúðakerfinu rísa í Reykjavík þótt í Reykjavík búi bara rúmlega þriðjungur Íslendinga. „Við í Framsókn leggjum ríka áherslu á að byggðar verðir fleiri almennar íbúðir í gegnum óhagnaðardrifin leigufélög,“ skrifar oddviti Framsóknarflokksins í borginni um leið og ríkisstjórn Framsóknarflokksins sker niður stofnframlög ríkisins til óhagnaðardrifinnar íbúðauppbyggingar og framkallar þannig samdrátt í framboði af félagslegu húsnæði miðað við íbúafjölda með handafli. Þá virðist formaður Framsóknarflokksins og húsnæðismálaráðherra ætla að leggjast fyrir vinnuvélarnar í Nýja Skerjafirði og koma í veg uppbyggingu mörghundruð nýrra íbúða. Allt rímar þetta illa við hugmyndina um Framsóknarflokkinn sem lausnina á húsnæðisvanda höfuðborgarsvæðisins. Kjósendur hljóta að sjá í gegnum slíkt. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Samfylkingin Framsóknarflokkurinn Reykjavík Húsnæðismál Mest lesið Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Halldór 29.03.2025 Halldór Skoðun Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík hefur skrifað hverja greinina á fætur annarri hér á Vísi.is undanfarna daga þar sem látið er að því liggja að hátt húsnæðisverð og allt það sem miður fer í húsnæðismálum á Íslandi sé borgarstjórnarmeirihlutanum í Reykjavík að kenna. Einhvern veginn virðist það hafa farið fram hjá honum hvaða flokkur það er sem hefur farið með húsnæðismálin í ríkisstjórn nær óslitið síðan 2013 og mótað húsnæðisstefnu íslenskra stjórnvalda. Það er Framsóknarflokkurinn. Það væri ósanngjarnt að nudda Einari Þorsteinssyni upp úr því hvernig Framsókn lagði niður verkamannabústaðakerfið um aldamótin, hvernig flokkurinn blés í húsnæðisbólu með 90% lánum og rústaði Íbúðalánasjóði. En þegar fjallað er um stöðuna á húsnæðismarkaði í dag verður hins vegar að halda til haga ábyrgð Framsóknarflokksins sem stefnumótandi afls í ríkisstjórn síðastliðinn áratug. Á þeim tíma hefur átt sér stað eðlisbreyting í húsnæðisstuðningi þar sem honum er beint í sívaxandi mæli til tekjuhæstu heimilanna í formi skattafsláttar. Um leið hafa frumskógarlögmál ríkt á fasteigna- og leigumarkaði og stjórnvöld einkum gripið til aðgerða á eftirspurnarhliðinni frekar en framboðshliðinni með tilheyrandi verðþrýstingi. Þá líða nú leigendur fyrir það að ríkisstjórnin sem Framsóknarflokkurinn á aðild að hirðir ekki um um að efna loforð um réttarbætur fyrir leigjendur sem gefin voru við undirritun lífskjarasamningsins árið 2019. Reykjavíkurborg undir forystu jafnaðarmanna hefur gert sitt besta til að vega upp á móti þessari þróun með metuppbyggingu íbúðarhúsnæðis og metúthlutun lóða; fjöldi útgefinna byggingarleyfa er alla jafna langt umfram fjölda framkvæmda sem ráðist er í og samkvæmt talningu Samtaka iðnaðarins í fyrra voru 900 fleiri íbúðir í byggingu í Reykjavík en í öllum öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu til samans. Lögð hefur verið áhersla á að drjúgur hluti uppbyggingarinnar sé á félagslegum forsendum. Niðurstaðan er sú að 4 af hverjum 5 íbúðum í almenna íbúðakerfinu rísa í Reykjavík þótt í Reykjavík búi bara rúmlega þriðjungur Íslendinga. „Við í Framsókn leggjum ríka áherslu á að byggðar verðir fleiri almennar íbúðir í gegnum óhagnaðardrifin leigufélög,“ skrifar oddviti Framsóknarflokksins í borginni um leið og ríkisstjórn Framsóknarflokksins sker niður stofnframlög ríkisins til óhagnaðardrifinnar íbúðauppbyggingar og framkallar þannig samdrátt í framboði af félagslegu húsnæði miðað við íbúafjölda með handafli. Þá virðist formaður Framsóknarflokksins og húsnæðismálaráðherra ætla að leggjast fyrir vinnuvélarnar í Nýja Skerjafirði og koma í veg uppbyggingu mörghundruð nýrra íbúða. Allt rímar þetta illa við hugmyndina um Framsóknarflokkinn sem lausnina á húsnæðisvanda höfuðborgarsvæðisins. Kjósendur hljóta að sjá í gegnum slíkt. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar