Allar borgir þurfa Pawel Hanna Katrín Friðriksson og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifa 13. maí 2022 17:30 Það eru 11 framboð í Reykjavík. Nokkur hundruð manns sem nú bjóða fram krafta sína til að vinna fyrir Reykvíkinga og stýra borginni okkar næstu árin. Í þessum stóra hópi er fjöldinn allur af frambærilegu fólki með þá þekkingu og getu sem þarf til. Þegar fjöldi fólks í mismunandi flokkum býður fram krafta sína mætti ímynda sér að valið gæti verið flókið. En í raun og veru snýst það bara um tvennt, málefni og traust. Hvað segjast flokkarnir ætla að gera og getum við treyst því að þeir geri það? Stefna Viðreisnar í Reykjavík er skýr og árangur flokksins í borgarstjórn síðustu fjögur ár talar sínu máli. Rauði þráðurinn í stefnu flokksins er að sýna ábyrgð og vanda til verka þegar farið er með völd. Að halda áfram ábyrgum rekstri á sama tíma og við stöndum vörð um grunnþjónustuna. Að vinna í þágu almannahagsmuna. Alltaf og alls staðar. En kosningarnar snúast ekki síður um fólkið sem er í framboði en stefnuna. Einn sá allra besti úr þeirra röðum er Pawel Bartoszek borgarfulltrúi Viðreisnar sem skipar 2. sæti á framboðslista flokksins. Pawel er framsýnn og heiðarlegur stjórnmálamaður sem lætur verkin tala. Veigrar sér aldrei við að taka að sér erfið verkefni, ber virðingu fyrir andstæðum sjónarmiðum og elskar rökræður, stundum jafnvel full mikið fyrir smekk sumra. Hann er hugmyndaríkur og frjór á sama tíma og hann er ábyrgur og lausnamiðaður. Maður sem hefur ástríðu fyrir Reykjavík og hefur skýra sýn á það hvernig borgin okkar getur bæði vaxið og dafnað. Þetta eru dýrmætir eiginleikar, ekki síst í fari stjórnmálafólks. Það er óhætt að treysta því að Pawel meinar það sem hann segir og gerir það sem hann segist ætla að gera. Reykvíkingar eiga það skilið að hafa Pawel áfram í borgarstjórn. Í þessum kosningum mun hvert atkvæði telja. X við C þýðir meiri Pawel og betri borg. Höfundar eru þingmenn Viðreisnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hanna Katrín Friðriksson Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Viðreisn Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Mest lesið Innflutt skautun í boði Viðreisnar Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna Skoðun Halldór 02.11.24 Halldór Baldursson Halldór Viltu lækka í launum? Jónella Sigurjónsdóttir Skoðun Að græða 33.400 fótboltavelli Jóna Bjarnadóttir Skoðun Íslenskan til valdeflingar en ekki valdbeitingar Derek T. Allen Skoðun Unglingavandamálið Jón Gnarr Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Kæri frambjóðandi! Stefanía Björg Jónsdóttir Skoðun Stöndugur efnahagur og sterk velferð – undirstaða hvors annars Alma D. Möller Skoðun Viltu lækka í launum? Jónella Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Og segja mér hver fær að vera fyrirmynd? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Viltu lækka í launum? Jónella Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kæri frambjóðandi! Stefanía Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Viltu lækka í launum? Jónella Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Innflutt skautun í boði Viðreisnar Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar Skoðun Unglingavandamálið Jón Gnarr skrifar Skoðun Stöndugur efnahagur og sterk velferð – undirstaða hvors annars Alma D. Möller skrifar Skoðun Íslenskan til valdeflingar en ekki valdbeitingar Derek T. Allen skrifar Skoðun Að græða 33.400 fótboltavelli Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvenær nær Bitcoin $1,000,000? Víkingur Hauksson skrifar Skoðun „Hækkar bara og hækkar“ Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Kveðja, nýútskrifaði kennarinn Hugrún Stefánsdóttir skrifar Skoðun Veljum stöðugleika og fyrirsjáanleika Ester Straumberg Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ábending um dagskrárefni til RUV ohf. Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Á að skipta máli hverra manna þú ert? Logi Einarsson skrifar Skoðun Hvers virði er líf kvenna? Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að mæta ástandinu Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Þriðji orkupakkinn: Almannahagsmunir á krossgötum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir í húsnæðismálum strax! Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun xD frelsi til að halda ungu fólki niðri Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Afstöðuleysi Íslands óþolandi – Stöndum með vistkerfum sjávar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar Skoðun Gleðilega töfrandi kosningabaráttu Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Samfylkingin óspjallaða Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Árás á fátækasta fólkið í borginni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Það eru 11 framboð í Reykjavík. Nokkur hundruð manns sem nú bjóða fram krafta sína til að vinna fyrir Reykvíkinga og stýra borginni okkar næstu árin. Í þessum stóra hópi er fjöldinn allur af frambærilegu fólki með þá þekkingu og getu sem þarf til. Þegar fjöldi fólks í mismunandi flokkum býður fram krafta sína mætti ímynda sér að valið gæti verið flókið. En í raun og veru snýst það bara um tvennt, málefni og traust. Hvað segjast flokkarnir ætla að gera og getum við treyst því að þeir geri það? Stefna Viðreisnar í Reykjavík er skýr og árangur flokksins í borgarstjórn síðustu fjögur ár talar sínu máli. Rauði þráðurinn í stefnu flokksins er að sýna ábyrgð og vanda til verka þegar farið er með völd. Að halda áfram ábyrgum rekstri á sama tíma og við stöndum vörð um grunnþjónustuna. Að vinna í þágu almannahagsmuna. Alltaf og alls staðar. En kosningarnar snúast ekki síður um fólkið sem er í framboði en stefnuna. Einn sá allra besti úr þeirra röðum er Pawel Bartoszek borgarfulltrúi Viðreisnar sem skipar 2. sæti á framboðslista flokksins. Pawel er framsýnn og heiðarlegur stjórnmálamaður sem lætur verkin tala. Veigrar sér aldrei við að taka að sér erfið verkefni, ber virðingu fyrir andstæðum sjónarmiðum og elskar rökræður, stundum jafnvel full mikið fyrir smekk sumra. Hann er hugmyndaríkur og frjór á sama tíma og hann er ábyrgur og lausnamiðaður. Maður sem hefur ástríðu fyrir Reykjavík og hefur skýra sýn á það hvernig borgin okkar getur bæði vaxið og dafnað. Þetta eru dýrmætir eiginleikar, ekki síst í fari stjórnmálafólks. Það er óhætt að treysta því að Pawel meinar það sem hann segir og gerir það sem hann segist ætla að gera. Reykvíkingar eiga það skilið að hafa Pawel áfram í borgarstjórn. Í þessum kosningum mun hvert atkvæði telja. X við C þýðir meiri Pawel og betri borg. Höfundar eru þingmenn Viðreisnar í Reykjavík.
Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar
Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar