Skoðun

Við­reisn er fyrir alla þó svo pólitík sé það ekki

Karólína Helga Símonardóttir skrifar

Nú fyrir sveitarstjórnarkosningarnar hefur mikið verið rætt um þau stóru mál sem þarf að huga að í Hafnarfirði og eru þau allmörg. En staðan er samt þannig að það eru ekki allir sem tengja við þessi málefni, finna ekki fyrir þeim í hinu daglega lífi og mörgum finnst pólitík hreinlega leiðinleg.

Viðreisn vill vera flokkur sem allir geta tengt við og við viljum breyta og bæta svo margt fyrir Hafnfirðinga til þess að létta þeim lífið og gera það skemmtilegra. Mig langar að telja upp nokkur mál, stór eða smá sem ég er nokkuð viss um að flestir ef ekki allir geti tengt við. Alls ekki öll, en þó að minnsta kosti eitt. Ég vil taka það samt fram að málin eru ekki í neinni stærðar- eða áhersluröð. Viðreisn vill:

  • Lengja opnunartíma sundlauga svo íbúar þurfi ekki að fara í nágranna sveitarfélögin til að komast í sund á kvöldin.
  • Mötuneyti í skóla bæjarins svo börn þurfi ekki að borða mat sem búið er að geyma í bökkum í marga klukkutíma.
  • Koma fyrir öðrum strandblaksvelli í bænum.
  • Fjölga ruslatunnum í bænum
  • Bæta hundasvæðin.
  • Fjölga grænum svæðum og leikvöllum.
  • Klára knatthúsið á Ásvöllum.
  • Setja púttvöll hjá Hörðuvöllum.
  • Bæta mokstur gatna á veturna og þrif á þeim á sumrin.
  • Setja sjósunds aðstöðu við gömlu sundlaugina.
  • Koma skiltum upp við gömul hús bæjarins þar sem saga þeirra er rituð í samvinnu við íbúa og eigendur.
  • Bæta göngu-, reiðhjóla- og reiðstíga.
  • Setja upp „half pipe“ eða ramp fyrir bretta og línuskauta iðkendur.
  • Koma Reykjanesbrautinni stokk í samvinnu við Vegagerðina.
  • Bæta útivistarsvæði i kringum bæinn.
  • Bæta aðgengi fatlaðra, m.a. með því að rampa upp bæinn líkt og í Reykjavík.
  • Auka stuðning við leikskólana.
  • Auka sérfræðiþjónustu í grunnskólum.

Þetta er alls ekki tæmandi listi yfir hvað við viljum gera en mig langaði engu að síður að sýna íbúum að það er alltaf eitthvað sem fólk getur tengt við og að pólitík þurfi alls ekki að vera leiðinleg. Viðreisn er nefnilega flokkur fyrir alla.

Meiri Viðreisn.

Höfundur er í 2. sæti á lista Viðreisnar í Hafnarfirði. 




Skoðun

Skoðun

Þorpið

Alina Vilhjálmsdóttir skrifar

Sjá meira


×