Viðreisn er fyrir alla þó svo pólitík sé það ekki Karólína Helga Símonardóttir skrifar 13. maí 2022 21:31 Nú fyrir sveitarstjórnarkosningarnar hefur mikið verið rætt um þau stóru mál sem þarf að huga að í Hafnarfirði og eru þau allmörg. En staðan er samt þannig að það eru ekki allir sem tengja við þessi málefni, finna ekki fyrir þeim í hinu daglega lífi og mörgum finnst pólitík hreinlega leiðinleg. Viðreisn vill vera flokkur sem allir geta tengt við og við viljum breyta og bæta svo margt fyrir Hafnfirðinga til þess að létta þeim lífið og gera það skemmtilegra. Mig langar að telja upp nokkur mál, stór eða smá sem ég er nokkuð viss um að flestir ef ekki allir geti tengt við. Alls ekki öll, en þó að minnsta kosti eitt. Ég vil taka það samt fram að málin eru ekki í neinni stærðar- eða áhersluröð. Viðreisn vill: Lengja opnunartíma sundlauga svo íbúar þurfi ekki að fara í nágranna sveitarfélögin til að komast í sund á kvöldin. Mötuneyti í skóla bæjarins svo börn þurfi ekki að borða mat sem búið er að geyma í bökkum í marga klukkutíma. Koma fyrir öðrum strandblaksvelli í bænum. Fjölga ruslatunnum í bænum Bæta hundasvæðin. Fjölga grænum svæðum og leikvöllum. Klára knatthúsið á Ásvöllum. Setja púttvöll hjá Hörðuvöllum. Bæta mokstur gatna á veturna og þrif á þeim á sumrin. Setja sjósunds aðstöðu við gömlu sundlaugina. Koma skiltum upp við gömul hús bæjarins þar sem saga þeirra er rituð í samvinnu við íbúa og eigendur. Bæta göngu-, reiðhjóla- og reiðstíga. Setja upp „half pipe“ eða ramp fyrir bretta og línuskauta iðkendur. Koma Reykjanesbrautinni stokk í samvinnu við Vegagerðina. Bæta útivistarsvæði i kringum bæinn. Bæta aðgengi fatlaðra, m.a. með því að rampa upp bæinn líkt og í Reykjavík. Auka stuðning við leikskólana. Auka sérfræðiþjónustu í grunnskólum. Þetta er alls ekki tæmandi listi yfir hvað við viljum gera en mig langaði engu að síður að sýna íbúum að það er alltaf eitthvað sem fólk getur tengt við og að pólitík þurfi alls ekki að vera leiðinleg. Viðreisn er nefnilega flokkur fyrir alla. Meiri Viðreisn. Höfundur er í 2. sæti á lista Viðreisnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Hafnarfjörður Viðreisn Karólína Helga Símonardóttir Mest lesið Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Skoðun Þingmönnum ber að verja stjórnarskrána, ekki misvirða hana Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Söguþráðurinn raknar Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Af hverju ætti að verja okkur ef við endurgjöldum ekki greiðann? Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Sjúklingum er mismunað – Eftir hverju eru þau að bíða? Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Erum við betri en ungmenni í að skilja þeirra eigin veruleika? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Réttlátari og skilvirkari úrlausnir fyrir réttarvörslukerfið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Nú fyrir sveitarstjórnarkosningarnar hefur mikið verið rætt um þau stóru mál sem þarf að huga að í Hafnarfirði og eru þau allmörg. En staðan er samt þannig að það eru ekki allir sem tengja við þessi málefni, finna ekki fyrir þeim í hinu daglega lífi og mörgum finnst pólitík hreinlega leiðinleg. Viðreisn vill vera flokkur sem allir geta tengt við og við viljum breyta og bæta svo margt fyrir Hafnfirðinga til þess að létta þeim lífið og gera það skemmtilegra. Mig langar að telja upp nokkur mál, stór eða smá sem ég er nokkuð viss um að flestir ef ekki allir geti tengt við. Alls ekki öll, en þó að minnsta kosti eitt. Ég vil taka það samt fram að málin eru ekki í neinni stærðar- eða áhersluröð. Viðreisn vill: Lengja opnunartíma sundlauga svo íbúar þurfi ekki að fara í nágranna sveitarfélögin til að komast í sund á kvöldin. Mötuneyti í skóla bæjarins svo börn þurfi ekki að borða mat sem búið er að geyma í bökkum í marga klukkutíma. Koma fyrir öðrum strandblaksvelli í bænum. Fjölga ruslatunnum í bænum Bæta hundasvæðin. Fjölga grænum svæðum og leikvöllum. Klára knatthúsið á Ásvöllum. Setja púttvöll hjá Hörðuvöllum. Bæta mokstur gatna á veturna og þrif á þeim á sumrin. Setja sjósunds aðstöðu við gömlu sundlaugina. Koma skiltum upp við gömul hús bæjarins þar sem saga þeirra er rituð í samvinnu við íbúa og eigendur. Bæta göngu-, reiðhjóla- og reiðstíga. Setja upp „half pipe“ eða ramp fyrir bretta og línuskauta iðkendur. Koma Reykjanesbrautinni stokk í samvinnu við Vegagerðina. Bæta útivistarsvæði i kringum bæinn. Bæta aðgengi fatlaðra, m.a. með því að rampa upp bæinn líkt og í Reykjavík. Auka stuðning við leikskólana. Auka sérfræðiþjónustu í grunnskólum. Þetta er alls ekki tæmandi listi yfir hvað við viljum gera en mig langaði engu að síður að sýna íbúum að það er alltaf eitthvað sem fólk getur tengt við og að pólitík þurfi alls ekki að vera leiðinleg. Viðreisn er nefnilega flokkur fyrir alla. Meiri Viðreisn. Höfundur er í 2. sæti á lista Viðreisnar í Hafnarfirði.
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti að verja okkur ef við endurgjöldum ekki greiðann? Sigurður Loftur Thorlacius skrifar
Skoðun Réttlátari og skilvirkari úrlausnir fyrir réttarvörslukerfið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar