Tuchel: Klopp er einn allra, allra besti þjálfari heims Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 14. maí 2022 11:31 Thomas Tuchel mætir með Chelsea á Wembley í dag. Craig Mercer/MB Media/Getty Images Thomas Tuchel og lærisveinar hans í Chelsea mæta Liverpool í úrslitum FA-bikarsins á Wembley í dag. Tuchel ber mikla virðingu fyrir kollega sínum hjá Liverpool, Jürgen Klopp, og segir hann vera einn allra besta þjálfara heims. Klopp á enn möguleika á að gera hið ómögulega með Liverpool - vinna fernuna. Liðið tryggði sér sigur í enska deildarbikarnum á dögunum með sigri gegn Chelsea í víatspyrnukeppni, og þá situr liðið í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar og er komið alla leið í úrslit Meistaradeildar Evrópu. Tuchel og hans menn íChelsea fá þó annað tækifæri í dag til að gera vonir Liverpool um fernuna að engu þegar liðin mætast í úrslitum FA-bikarsins. Tuchel var spurður út í kollega sinn hjá Liverpool á blaðamannafundi í gær og hann segir að landi sinn sé einn besti þjálfari heims. Fólk verði þó að muna að hann sé líka einn sá allra besti í að láta fólk halda að Liverpool eigi minni möguleika en andstæðingar þeirra. „Þið vitið að Klopp er meistari í að láta alla halda að Liverpool eigi minni möguleika en andstæðingurinn,“ sagði Tuchel. „Hann getur sannfært ykkur um að þeir eigi minni möguleika gegn Villarreal og Benfica, en það er kraftaverk að þessi lið séu dregin á móti þeim.“ „Hann getur sannfært ykkur um þetta og hann gerir þetta oft. Það er bara hluti af þessu og þaðan kemur kannski þessi vorkun í þeirra garð,“ sagði Tuchel og var þá að vitna í orð Peps Guardiola þar sem Spánverjinn talaði um að allir á Englandi héldu með Liverpool. Tuchel hélt áfram og bætti við að honum þætti landi sinn einn allra besti þjálfari heims. „Þetta er ekki öfund af minni hálfu. Klopp er frábær náungi, fyndinn og einn allra, allra besti þjálfari heims og þetta er það sem hann gerir.“ „Þegar hann þjálfaði Dortmund þá elskuðu allir í Þýskalandi Dortmund. Núna þjálfar hann Liverpool og ég hef það á tilfinningunni að allir á Englandi elski Liverpool.“ „Það er alveg hægt að gefa honum stórt hrós fyrir það. Þetta er bara eitthvað sem þú þarft að eiga við þegar þú spilar á móti honum. Þetta er alltaf svona, en ef við þurfum að vera vondu karlarnir þá er það ekkert mál.“ „Ef við þurfum að setja okkur í það hlutverk á morgun, ekkert mál. Við viljum ekki vorkun, við viljum bikarinn,“ sagði Tuchel ákveðinn að lokum. Bein útsending frá úrslitaleik Chelsea og Liverpool í FA-bikarnum hefst klukkan 15:35 á Stöð 2 Sport 2. Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Enski boltinn Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Fleiri fréttir „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Sjá meira
Klopp á enn möguleika á að gera hið ómögulega með Liverpool - vinna fernuna. Liðið tryggði sér sigur í enska deildarbikarnum á dögunum með sigri gegn Chelsea í víatspyrnukeppni, og þá situr liðið í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar og er komið alla leið í úrslit Meistaradeildar Evrópu. Tuchel og hans menn íChelsea fá þó annað tækifæri í dag til að gera vonir Liverpool um fernuna að engu þegar liðin mætast í úrslitum FA-bikarsins. Tuchel var spurður út í kollega sinn hjá Liverpool á blaðamannafundi í gær og hann segir að landi sinn sé einn besti þjálfari heims. Fólk verði þó að muna að hann sé líka einn sá allra besti í að láta fólk halda að Liverpool eigi minni möguleika en andstæðingar þeirra. „Þið vitið að Klopp er meistari í að láta alla halda að Liverpool eigi minni möguleika en andstæðingurinn,“ sagði Tuchel. „Hann getur sannfært ykkur um að þeir eigi minni möguleika gegn Villarreal og Benfica, en það er kraftaverk að þessi lið séu dregin á móti þeim.“ „Hann getur sannfært ykkur um þetta og hann gerir þetta oft. Það er bara hluti af þessu og þaðan kemur kannski þessi vorkun í þeirra garð,“ sagði Tuchel og var þá að vitna í orð Peps Guardiola þar sem Spánverjinn talaði um að allir á Englandi héldu með Liverpool. Tuchel hélt áfram og bætti við að honum þætti landi sinn einn allra besti þjálfari heims. „Þetta er ekki öfund af minni hálfu. Klopp er frábær náungi, fyndinn og einn allra, allra besti þjálfari heims og þetta er það sem hann gerir.“ „Þegar hann þjálfaði Dortmund þá elskuðu allir í Þýskalandi Dortmund. Núna þjálfar hann Liverpool og ég hef það á tilfinningunni að allir á Englandi elski Liverpool.“ „Það er alveg hægt að gefa honum stórt hrós fyrir það. Þetta er bara eitthvað sem þú þarft að eiga við þegar þú spilar á móti honum. Þetta er alltaf svona, en ef við þurfum að vera vondu karlarnir þá er það ekkert mál.“ „Ef við þurfum að setja okkur í það hlutverk á morgun, ekkert mál. Við viljum ekki vorkun, við viljum bikarinn,“ sagði Tuchel ákveðinn að lokum. Bein útsending frá úrslitaleik Chelsea og Liverpool í FA-bikarnum hefst klukkan 15:35 á Stöð 2 Sport 2. Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Enski boltinn Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Fleiri fréttir „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Sjá meira