Þetta sagði Hildur í samtali við fréttastofu eftir að hafa kosið í Frostaskjóli í vesturbæ Reykjavíkur upp úr klukkan 11 í dag. Hún segir að dagurinn og kvöldið leggist hrikalega vel í sig.
„Kjördagur er alltaf hátíðsdagur fyrir mér þannig að ég hlakka til að klára þennan dag og ég er alltaf svo bjartsýn. Ég er bjartsýnismanneskja og vona að niðurstöðurnar verða góðar í kvöld.“
Hildur segir það hafa einkennt kosningabaráttuna hvað hún hafi verið óvenjulega stutt. „Það er sannarlega eitthvað sem var sérkennilegt. En hún var skemmtileg. Við höfum rosalega gaman að vera í baráttu og ég er ótrúlega þakklát þeim sem að lögðu okkur lið og komu og sýndu að við erum þessi fjöldahreyfing. Í dag upplifi ég aðallega þakklæti.“
Hún segir það ekki koma sér á óvart að einhverjar kannanir sýni að meirihlutinn sé fallinn. Hún bendir ennfremur á að Sjálfstæðisflokkurinn fái jafnframt meira fylgi en hann mælist með í könnunum og því sé hún bjartsýn.
Sjá má viðtalið við Hildi í heild sinni í spilaranum að neðan.