Haaland skoraði í kveðjuleiknum | Alfreð kom inná í sigri Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 14. maí 2022 15:29 Erling Braut Haaland þakkar stuðningsmönnum Dortmund fyrir sig. Lars Baron/Getty Images Lokaumferð þýsku úrvalsdeildarinnar fór fram í dag þegar níu leikir voru spilaðir á sama tíma. Norski framherjinn Erling Braut Haaland skoraði í kveðjuleik sínum er Dortmund vann 2-1 endurkomusigur gegn Hertha Berlin og Alfreð Finnbogason kom inn af varamannabekknum í 2-1 sigri Augsbyrg gegn Greuther Fürth. Áður en flautað var til leiks fék Erling Braut Haaland tækifæri til að kveðja stuðningsmenn Dortmund, en eins og frægt er orðið er stjörnuframherjinn á leið til Manchester City á næsta tímabili. Erling Haaland wanted this farewell day with Borussia Dortmund fans at their stadium… and that’s why the deal with Manchester City has been made official this week. 🟡⚫️ #BVBpic.twitter.com/NXctNMdCaW— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 14, 2022 Heimamenn í Dortmund komu sér þó í vandræði snemma leiks þegar Dan-Axel Zagadou braut á Ishak Belfodil innan vítateigs. Belfodil fór sjálfur á punktinn og skoraði af miklu öryggi. Þetta reyndist eina mark fyrri hálfleiksins og staðan var því 0-1 þegar gengið var til búningsherbegja. Heimamenn fengu svo sjálfir vítaspyrnu þegar um 25 mínútur voru til leiksloka þegar Marvin Plattenhardt handlék knöttinn innan vítateigs. Norðmaðurinn Erling Braut Haaland fór að sjálfsögðu á punktinn og setti boltann á mitt markið. Marcel Lotka skutlaði sér til hægri og staðan því orðin jöfn. Það var svo ungstirnið Youssoufa Moukoko sem tryggði heimamönnum sigurinn með marki þegar um fimm mínútur lifðu leiks. Niðurstaðan varð því 2-1 sigur Dortmund, en liðið hafnar í öðru sæti þýsku úrvalsdeildarinnar með 69 stig. Þá spilaði Alfreð Finnbogason seinustu tuttugu mínúturnar í 2-1 sigri Augsburg gegn Greuther Fürth. Alfreð og félagar höfnuðu í 14. sæti deildarinnar með 38 stig, fimm stigum fyrir ofan fallsvæðið, en Greuther Fürth rekur lestina á botninum með 18 stig. Þýski boltinn Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Sjá meira
Áður en flautað var til leiks fék Erling Braut Haaland tækifæri til að kveðja stuðningsmenn Dortmund, en eins og frægt er orðið er stjörnuframherjinn á leið til Manchester City á næsta tímabili. Erling Haaland wanted this farewell day with Borussia Dortmund fans at their stadium… and that’s why the deal with Manchester City has been made official this week. 🟡⚫️ #BVBpic.twitter.com/NXctNMdCaW— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 14, 2022 Heimamenn í Dortmund komu sér þó í vandræði snemma leiks þegar Dan-Axel Zagadou braut á Ishak Belfodil innan vítateigs. Belfodil fór sjálfur á punktinn og skoraði af miklu öryggi. Þetta reyndist eina mark fyrri hálfleiksins og staðan var því 0-1 þegar gengið var til búningsherbegja. Heimamenn fengu svo sjálfir vítaspyrnu þegar um 25 mínútur voru til leiksloka þegar Marvin Plattenhardt handlék knöttinn innan vítateigs. Norðmaðurinn Erling Braut Haaland fór að sjálfsögðu á punktinn og setti boltann á mitt markið. Marcel Lotka skutlaði sér til hægri og staðan því orðin jöfn. Það var svo ungstirnið Youssoufa Moukoko sem tryggði heimamönnum sigurinn með marki þegar um fimm mínútur lifðu leiks. Niðurstaðan varð því 2-1 sigur Dortmund, en liðið hafnar í öðru sæti þýsku úrvalsdeildarinnar með 69 stig. Þá spilaði Alfreð Finnbogason seinustu tuttugu mínúturnar í 2-1 sigri Augsburg gegn Greuther Fürth. Alfreð og félagar höfnuðu í 14. sæti deildarinnar með 38 stig, fimm stigum fyrir ofan fallsvæðið, en Greuther Fürth rekur lestina á botninum með 18 stig.
Þýski boltinn Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Sjá meira