Innlent

Einn handtekinn í aðgerðum sérsveitar á Völlunum

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá vettvangi.
Frá vettvangi. Vísir

Sérsveit Ríkislögreglustjóra var að störfum á Völlunum í Hafnarfirði í dag og virðist lögreglan með nokkurn viðbúnað á staðnum. Meðlimir sérsveitarinnar fóru inn í íbúð í fjölbýlishúsi með skjöld.

Einn maður var handtekinn af lögreglunni.

Ekki hefur náðst í lögregluna vegna málsins. Lögregluþjónar á vettvangi vildu ekkert segja um málið við fréttamann á staðnum.

Sjónarvottar segja mikil læti hafa verið í íbúðinni í morgun og þar fyrir utan hafi sést blóðugur maður og menn með kylfur fyrr í dag. Sá blóðugi mun hafa verið fluttur á sjúkrahús í sjúkrabíl.

Uppfært 17:30 - Í tilkynningu frá lögreglunni segir að einn hafi verið handtekinn fyrir að lemja annan mann í höfuðið með barefli. Ekki liggi fyrir hve alvarlega sá sem var laminn hafi særst.

Klippa: Handtaka á Völlunum

Margir fylgdust með störfum lögreglunnar í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×