Fjóla og Bragi bæjarstjórar í Árborg? Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 15. maí 2022 15:30 Sjálfstæðismenn í Árborg hafa náð völdum sínum á ný því þeir náðu hreinum meirihluta með sex menn í bæjarstjórn í sveitarstjórnarkosningunum. Oddviti Samfylkingarinnar segir aldrei gott að hafa hreinan meirihluta. Oddviti Miðflokksins segir gott að fá frí frá pólitíkinni og geta sinnt börnum sínum meira. Það er ljóst að það verða miklar breytingar í Ráðhúsi Árborgar nú þegar Sjálfstæðisflokkurinn hefur aftur náð meirihluta í bæjarstjórn en flokkurinn hefur verið í minnihluta síðustu fjögur ár. „Það eru ákveðin vonbrigði að það sé einn flokkur í hreinum meirihluta í sveitarfélaginu, það hræðir mig. Það er slæmt að hafa hreinan meirihluta, það er ekki gott að vinna inn í svona bergmálshelli, það er nauðsynlegt að fleiri komi að ákvarðanatökum,“ segir Arna Ír Gunnarsdóttir, oddviti Samfylkingarinnar og bætir við; „Ég bind vonir við að oddviti sjálfstæðismanna eins og hann hefur sagt að það eigi allir að vinna saman, ég hlakka til að sjá áherslurnar og hvernig hann ætlar að taka alla með.“ Arna Ír Gunnarsdóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Árborg.Magnús Hlynur Hreiðarsson Formaður bæjarráðs, Tómas Ellert Tómasson kveður nú sveitarstjórnarmálin því hans flokkur, Miðflokkurinn náði ekki manni inn. „Þetta eru fyrst og fremst vonbrigði fyrir okkur og mig persónulega en ég óska nýrri bæjarstjórn til hamingju með kjörið og vonandi gengur þeim vel í verkefnunum, sem þau takast á við. Ég er hins vegar mjög ánægður fyrir hönd barnanna minna að þessum kafla sé lokið en auðvitað er ég ekkert allt of hress þennan morguninn,“ segir Tómas Ellert. Tómas Ellert Tómasson, oddviti Miðflokksins, sem hverfur nú af sviði sveitarstjórnarmála í Árborg.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bragi Bjarnason, nýr oddviti sjálfstæðismanna og hans fólk eru ótvíræðir sigurvegarar kosninganna, náðu sex mönnum inn í nýja bæjarstjórn og þar með hreinum meirihluta en bæjarfulltrúum verður nú fjölgað úr níu í ellefu. Rætt hefur verið um að Fjóla Kristinsdóttir, sem var í öðru sætinu verður bæjarstjóri fyrstu tvö árin og Bragi Bjarnason, oddviti flokksins tvö árin þar á eftir. Ekkert hefur þó verið ákveðið endanlega í því sambandi. „Maður er auðmjúkur og þakklátur að íbúar Árborgar treysti okkur á D listanum fyrir þessu krefjandi verkefni, sem er fram undan. Við viljum vinna með hinum flokkunum að framtíð sveitarfélagsins. Við vinnum miklu betur saman og þá náum við meiri árangri,“ segir Bragi. Bragi Bjarnason, oddviti D-listans hafði ástæðu til að brosa í morgun enda kampakátur með árangur flokksins í kosningnum í Árborg.Magnús Hlynur Hreiðarsson Það verða miklar breytingar í Ráðhúsi Árborgar þegar meirihluti D-listans tekur þar við völdum eftir tvær vikur eða svo.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Það er ljóst að það verða miklar breytingar í Ráðhúsi Árborgar nú þegar Sjálfstæðisflokkurinn hefur aftur náð meirihluta í bæjarstjórn en flokkurinn hefur verið í minnihluta síðustu fjögur ár. „Það eru ákveðin vonbrigði að það sé einn flokkur í hreinum meirihluta í sveitarfélaginu, það hræðir mig. Það er slæmt að hafa hreinan meirihluta, það er ekki gott að vinna inn í svona bergmálshelli, það er nauðsynlegt að fleiri komi að ákvarðanatökum,“ segir Arna Ír Gunnarsdóttir, oddviti Samfylkingarinnar og bætir við; „Ég bind vonir við að oddviti sjálfstæðismanna eins og hann hefur sagt að það eigi allir að vinna saman, ég hlakka til að sjá áherslurnar og hvernig hann ætlar að taka alla með.“ Arna Ír Gunnarsdóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Árborg.Magnús Hlynur Hreiðarsson Formaður bæjarráðs, Tómas Ellert Tómasson kveður nú sveitarstjórnarmálin því hans flokkur, Miðflokkurinn náði ekki manni inn. „Þetta eru fyrst og fremst vonbrigði fyrir okkur og mig persónulega en ég óska nýrri bæjarstjórn til hamingju með kjörið og vonandi gengur þeim vel í verkefnunum, sem þau takast á við. Ég er hins vegar mjög ánægður fyrir hönd barnanna minna að þessum kafla sé lokið en auðvitað er ég ekkert allt of hress þennan morguninn,“ segir Tómas Ellert. Tómas Ellert Tómasson, oddviti Miðflokksins, sem hverfur nú af sviði sveitarstjórnarmála í Árborg.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bragi Bjarnason, nýr oddviti sjálfstæðismanna og hans fólk eru ótvíræðir sigurvegarar kosninganna, náðu sex mönnum inn í nýja bæjarstjórn og þar með hreinum meirihluta en bæjarfulltrúum verður nú fjölgað úr níu í ellefu. Rætt hefur verið um að Fjóla Kristinsdóttir, sem var í öðru sætinu verður bæjarstjóri fyrstu tvö árin og Bragi Bjarnason, oddviti flokksins tvö árin þar á eftir. Ekkert hefur þó verið ákveðið endanlega í því sambandi. „Maður er auðmjúkur og þakklátur að íbúar Árborgar treysti okkur á D listanum fyrir þessu krefjandi verkefni, sem er fram undan. Við viljum vinna með hinum flokkunum að framtíð sveitarfélagsins. Við vinnum miklu betur saman og þá náum við meiri árangri,“ segir Bragi. Bragi Bjarnason, oddviti D-listans hafði ástæðu til að brosa í morgun enda kampakátur með árangur flokksins í kosningnum í Árborg.Magnús Hlynur Hreiðarsson Það verða miklar breytingar í Ráðhúsi Árborgar þegar meirihluti D-listans tekur þar við völdum eftir tvær vikur eða svo.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira