Rodrigo Zalazar kom gestunum í Schalke í forystu með marki strax á 15. mínútu leiksins. Það reyndist eina mark fyrri hálfleiksins og gestirnir fóru því með 1-0 forystu inn í hálfleikinn.
Heimamenn jöfnuðu metin á 86. mínútu þegar Lukas Schleimer kom boltanum í netið, en Simon Terodde tryggði Schalke sigurinn með marki aðeins tveimur mínútum síðar.
Guðlaugur og félagar enda því tímabilið sem deildarmeistarar þýsku B-deildarinnar með 65 stig og leika í úrvalsdeildinni á næsta tímabili.