Guðmundur Árni óskar eftir formlegum meirihlutaviðræðum við Framsókn Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. maí 2022 22:49 Guðmundur Árni er oddviti Samfylkingarinnar, sem er ótvíræður sigurvegari kosninganna í Hafnarfirði. Vísir/Vilhelm Guðmundur Árni Stefánsson, oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði, hefur óskað eftir því við oddvita Framsóknar í bænum, Valdimar Víðisson, að flokkarnir tveir hefji viðræður um myndun nýs bæjarstjórnarmeirihluta. Frá þessu greinir Guðmundur Árni í færslu á Facebook. Hann segir jafnaðarmenn hafa stimplað sig rækilega inn í kosningunum í Hafnarfirði. Fyrir var Samfylkingin með tvo bæjarfulltrúa, en fékk 29,0 prósent atkvæða og hlaut því fjóra fulltrúa. „Ég hef haft samband við oddvita Framsóknarflokksins og óskað eftir viðræðum um myndun nýs meirihluta XS og XB í Hafnarfirði. En það eru flokkarnir sem sigruðu og voru kallaðir til verka, á meðan Sjálfstæðisflokkurinn tapaði umtalsverðu fylgi. Við sjáum hvað setur. Það væri gott fyrir Hafnfirðinga að fá félagshyggjumeirihluta í Fjörðinn. Við jafnaðarmenn erum nú sem fyrr tilbúnir í verkin,“ skrifar Guðmundur Árni. Í núverandi meirihluta, sem tölfræðilega séð hélt velli, eru Framsókn og Sjálfstæðisflokkur. Sjálfstæðisflokkurinn var með fimm fulltrúa inni á síðasta kjörtímabili, en missti einn í kosningunum. Á móti bætti Framsókn við sig manni. Ellefu fulltrúar eiga sæti í bæjarstjórn Hafnarfjarðar og því þarf sex til að mynda meirihluta. Þegar fyrstu tölur í Hafnarfirði lágu fyrir í nótt sagðist Guðmundur Árni vel geta hugsað sér að vinna með Framsóknarflokknum. Valdimar, oddviti Framsóknar, væri sómamaður sem gott sé að vinna með. Þá sagði Guðmundur Árni að í hans huga væri ekki lykilatriði hver yrði borgarstjóri. Aðalmálið væri betrun Hafnarfjarðar. Hafnarfjörður Samfylkingin Framsóknarflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Tengdar fréttir Óttast ekki að Framsókn snúi við sér baki Miðað við fyrstu tölur missir Sjálfstæðisflokkurinn einn mann úr bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Oddviti listans segir þó að um varnarsigur sé að ræða. 15. maí 2022 01:02 Hnífjafnt í Hafnarfirði: „Mér líst mjög vel á þetta, þetta verður löng nótt“ Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn höfðu fengið nákvæmlega jafnmörg atkvæði þegar fyrstu tölur voru lesnar upp rétt í þessu. Oddviti Samfylkingar segir tölurnar mikið fagnaðarefni. 14. maí 2022 23:36 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Sjá meira
Frá þessu greinir Guðmundur Árni í færslu á Facebook. Hann segir jafnaðarmenn hafa stimplað sig rækilega inn í kosningunum í Hafnarfirði. Fyrir var Samfylkingin með tvo bæjarfulltrúa, en fékk 29,0 prósent atkvæða og hlaut því fjóra fulltrúa. „Ég hef haft samband við oddvita Framsóknarflokksins og óskað eftir viðræðum um myndun nýs meirihluta XS og XB í Hafnarfirði. En það eru flokkarnir sem sigruðu og voru kallaðir til verka, á meðan Sjálfstæðisflokkurinn tapaði umtalsverðu fylgi. Við sjáum hvað setur. Það væri gott fyrir Hafnfirðinga að fá félagshyggjumeirihluta í Fjörðinn. Við jafnaðarmenn erum nú sem fyrr tilbúnir í verkin,“ skrifar Guðmundur Árni. Í núverandi meirihluta, sem tölfræðilega séð hélt velli, eru Framsókn og Sjálfstæðisflokkur. Sjálfstæðisflokkurinn var með fimm fulltrúa inni á síðasta kjörtímabili, en missti einn í kosningunum. Á móti bætti Framsókn við sig manni. Ellefu fulltrúar eiga sæti í bæjarstjórn Hafnarfjarðar og því þarf sex til að mynda meirihluta. Þegar fyrstu tölur í Hafnarfirði lágu fyrir í nótt sagðist Guðmundur Árni vel geta hugsað sér að vinna með Framsóknarflokknum. Valdimar, oddviti Framsóknar, væri sómamaður sem gott sé að vinna með. Þá sagði Guðmundur Árni að í hans huga væri ekki lykilatriði hver yrði borgarstjóri. Aðalmálið væri betrun Hafnarfjarðar.
Hafnarfjörður Samfylkingin Framsóknarflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Tengdar fréttir Óttast ekki að Framsókn snúi við sér baki Miðað við fyrstu tölur missir Sjálfstæðisflokkurinn einn mann úr bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Oddviti listans segir þó að um varnarsigur sé að ræða. 15. maí 2022 01:02 Hnífjafnt í Hafnarfirði: „Mér líst mjög vel á þetta, þetta verður löng nótt“ Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn höfðu fengið nákvæmlega jafnmörg atkvæði þegar fyrstu tölur voru lesnar upp rétt í þessu. Oddviti Samfylkingar segir tölurnar mikið fagnaðarefni. 14. maí 2022 23:36 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Sjá meira
Óttast ekki að Framsókn snúi við sér baki Miðað við fyrstu tölur missir Sjálfstæðisflokkurinn einn mann úr bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Oddviti listans segir þó að um varnarsigur sé að ræða. 15. maí 2022 01:02
Hnífjafnt í Hafnarfirði: „Mér líst mjög vel á þetta, þetta verður löng nótt“ Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn höfðu fengið nákvæmlega jafnmörg atkvæði þegar fyrstu tölur voru lesnar upp rétt í þessu. Oddviti Samfylkingar segir tölurnar mikið fagnaðarefni. 14. maí 2022 23:36