Eins og búið sé að taka pólitík úr stjórnmálunum Árni Sæberg og Óttar Kolbeinsson Proppé skrifa 16. maí 2022 09:00 Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði. vísir/vilhelm Kjörsókn var ljómandi framan af í gær en þegar líða fór á dagin dró úr henni. Í tíu stærstu sveitarfélögum landsins var kjörsókn rétt um og yfir sextíu prósent. Prófessor í stjórnmálafræði telur rólega kosningabaráttu og breytt kosningalög skýra dræma kjörsókn. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, segir kosningabaráttu flokkanna vera eina skýringu þess hve fáir mættu á kjörfund í gær þegar kosið var til sveitarstjórna um allt land. „Þetta var nú fremur daufleg kosningabarátta. Það voru ekki stór átakamál sem kölluðu fram einhverja ástríðu í hugum fólks. Svo virðist vera sem stjórnmálaflokkarnir hafi veigrað sér við að stilla upp mjög afgerandi málum með tímasettum áætlunum og framvegis, sem gætu skipt upp kjósendastokknum,“ Hann segir að flokkarnir hafi þess heldur valið að tala fyrir breytingum eða óbreyttri stefnu í stað þess að nefna nákvæmlega hvað á að gera. „Nánast eins og það sé búið að taka pólitíkina úr stjórnmálunum, ef svo má segja,“ segir Eiríkur. Ný lög skekki tölurnar Í Reykjanesbæ, einu stærsta sveitarfélagi landsins, var kjörsókn undir fimmtíu prósentum. Eiríkur segir það geta stafað af því að stór hluti íbúa í bænum sé innflytjendur, sem kjósi síður en þeir sem fæddir eru hér á landi, sem og að nýjar reglur um rýmkaðan kosningarétt erlendra ríkisborgara skekki tölurnar. „Þar sem þeir kjósa í miklu minna mæli en innfæddir Íslendingar, þá skýrir það að hluta til þessa minni kjörsókn. Sem er sem sagt þá ekki alveg raunveruleg meðal þeirra sem hafa fæðst hérna á þessu landi,“ segir hann. Eiríkur ræddi málið við fréttastofu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær en að loknu viðtalinu við hann var púlsinn á borgarbúum athugaður. Innslagið má sjá í spilaranum hér að neðan: Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, segir kosningabaráttu flokkanna vera eina skýringu þess hve fáir mættu á kjörfund í gær þegar kosið var til sveitarstjórna um allt land. „Þetta var nú fremur daufleg kosningabarátta. Það voru ekki stór átakamál sem kölluðu fram einhverja ástríðu í hugum fólks. Svo virðist vera sem stjórnmálaflokkarnir hafi veigrað sér við að stilla upp mjög afgerandi málum með tímasettum áætlunum og framvegis, sem gætu skipt upp kjósendastokknum,“ Hann segir að flokkarnir hafi þess heldur valið að tala fyrir breytingum eða óbreyttri stefnu í stað þess að nefna nákvæmlega hvað á að gera. „Nánast eins og það sé búið að taka pólitíkina úr stjórnmálunum, ef svo má segja,“ segir Eiríkur. Ný lög skekki tölurnar Í Reykjanesbæ, einu stærsta sveitarfélagi landsins, var kjörsókn undir fimmtíu prósentum. Eiríkur segir það geta stafað af því að stór hluti íbúa í bænum sé innflytjendur, sem kjósi síður en þeir sem fæddir eru hér á landi, sem og að nýjar reglur um rýmkaðan kosningarétt erlendra ríkisborgara skekki tölurnar. „Þar sem þeir kjósa í miklu minna mæli en innfæddir Íslendingar, þá skýrir það að hluta til þessa minni kjörsókn. Sem er sem sagt þá ekki alveg raunveruleg meðal þeirra sem hafa fæðst hérna á þessu landi,“ segir hann. Eiríkur ræddi málið við fréttastofu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær en að loknu viðtalinu við hann var púlsinn á borgarbúum athugaður. Innslagið má sjá í spilaranum hér að neðan:
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira