Svínað á neytendum Ólafur Stephensen skrifar 16. maí 2022 11:31 Innflutningur tollfrjálsra búvara frá ríkjum Evrópusambandsins eflir samkeppni á íslenzkum búvörumarkaði og stuðlar að lægra verði til neytenda. Eða það var að minnsta kosti meiningin, þegar þáverandi ráðherrar utanríkis- og landbúnaðarmála gerðu samning við Evrópusambandið árið 2015 um að stækka gagnkvæmar innflutningsheimildir án tolla, svokallaða tollkvóta. Ávinningur neytenda af þessum samningi hefur verið umtalsverður, en gæti verið enn meiri. Borga skatt fyrir að fá niðurfelldan skatt Íslenzk stjórnvöld úthluta hinum tollfrjálsu innflutningsheimildum með aðferð, sem gengur gegn bæði bókstaf og tilgangi samningsins. Tollkvótarnir eru boðnir upp og innflutningsfyrirtæki verða þannig að greiða skatt – svokallað útboðsgjald – fyrir að fá annan skatt, innflutningstollinn, felldan niður! Það þýðir að íslenzkir neytendur fá ekki að njóta ávinnings tollfrelsisins til fulls og innflutta varan hækkar í verði sem nemur útboðsgjaldinu. Stækkun tollkvótanna samkvæmt samningnum við ESB var að mestu leyti komin til framkvæmda árið 2019. Félag atvinnurekenda hefur síðan fylgzt með framkvæmd samningsins, meðal annars niðurstöðum útboða á tollkvóta. Reynslan frá 2019 sýnir að hvað sumar búvörur varðar nýta innlendir bændur og framleiðendur kerfið, sem stjórnvöld hafa sett upp í kringum útboð á tollkvótunum, til að hindra að þeir þurfi að takast á við samkeppni frá innflutningi. Innlendir framleiðendur með 74-91% innflutningskvótans Á myndinni hér fyrir neðan sést hversu hátt hlutfall tollkvótans fyrir svínakjöt frá ESB innlendir bændur og afurðastöðvar hafa fengið í sinn hlut undanfarin þrjú ár og það sem af er þessu ári. Hlutfallið er allt frá rúmlega 74% árið 2021 og upp í tæplega 91% í þeim útboðum sem fram hafa farið það sem af er árinu 2022. Ástæðan fyrir því að innlendir svínabændur og kjötframleiðendur fá svona hátt hlutfall tollkvótans er að þeir bjóða hátt verð í hann, hærra en flestir aðrir. Á næstu mynd sjáum við þróun útboðsgjaldsins, sem innflytjendur svínakjöts hafa að meðaltali greitt fyrir að fá að flytja inn hvert kíló án tolla frá því í árslok 2018. Þessi mynd segir sína sögu; gjaldið fer hækkandi. Þegar hún er skoðuð í samhengi við fyrri myndina fer ekkert á milli mála að það eru innlendir framleiðendur sem leiða hækkanirnar. Hér eru stjórnmálamenn búnir að búa til kerfi sem gerir innlendum framleiðendum búvöru kleift að bjóða hátt í tollfrjálsan innflutningskvóta á sömu vöru, ná til sín megninu af kvótanum, hækka þannig verðið á innflutningnum og hindra samkeppni við sjálfa sig. Þetta heitir auðvitað að svína á neytendum og þarf meðal annars að skoðast í því ljósi að nú á tímum hækkandi matvælaverðs ættu stjórnvöld að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að vinna gegn verðhækkunum. Samkeppniseftirlitið taki viðskiptahættina til skoðunar Samkeppnisyfirvöld hafa áður lagt til að tollar verði felldir niður á svína- og kjúklingakjöti, enda er þar um að ræða vernd fyrir iðnaðarframleiðslu sem á lítið skylt við hefðbundinn landbúnað. Samkeppniseftirlitið hefur líka lagt til að útboð á tollkvótum verði felld niður eða kvótunum úthlutað án endurgjalds. Nú virðist full ástæða til að Samkeppniseftirlitið taki þá viðskiptahætti sem viðgangast í þessu kerfi til skoðunar. Sú þróun sem hér er lýst með tölulegum gögnum sýnir vel hvernig hagsmunaaðilum í landbúnaði hefur tekizt að nýta gallað kerfi úthlutunar tollkvóta til að koma í veg fyrir samkeppni við sjálfa sig. Hún sýnir líka vel fram á hversu vitlaust væri að láta þessa sömu hagsmunaaðila hafa undanþágur frá samkeppnislögum, eins og tillögur eru uppi um innan stjórnarliðsins. Það þarf að auka samkeppnina í innlendri búvöruframleiðslu, ekki draga úr henni. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Skattar og tollar Neytendur Mest lesið Halldór 28.12.2024 Halldór Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Innflutningur tollfrjálsra búvara frá ríkjum Evrópusambandsins eflir samkeppni á íslenzkum búvörumarkaði og stuðlar að lægra verði til neytenda. Eða það var að minnsta kosti meiningin, þegar þáverandi ráðherrar utanríkis- og landbúnaðarmála gerðu samning við Evrópusambandið árið 2015 um að stækka gagnkvæmar innflutningsheimildir án tolla, svokallaða tollkvóta. Ávinningur neytenda af þessum samningi hefur verið umtalsverður, en gæti verið enn meiri. Borga skatt fyrir að fá niðurfelldan skatt Íslenzk stjórnvöld úthluta hinum tollfrjálsu innflutningsheimildum með aðferð, sem gengur gegn bæði bókstaf og tilgangi samningsins. Tollkvótarnir eru boðnir upp og innflutningsfyrirtæki verða þannig að greiða skatt – svokallað útboðsgjald – fyrir að fá annan skatt, innflutningstollinn, felldan niður! Það þýðir að íslenzkir neytendur fá ekki að njóta ávinnings tollfrelsisins til fulls og innflutta varan hækkar í verði sem nemur útboðsgjaldinu. Stækkun tollkvótanna samkvæmt samningnum við ESB var að mestu leyti komin til framkvæmda árið 2019. Félag atvinnurekenda hefur síðan fylgzt með framkvæmd samningsins, meðal annars niðurstöðum útboða á tollkvóta. Reynslan frá 2019 sýnir að hvað sumar búvörur varðar nýta innlendir bændur og framleiðendur kerfið, sem stjórnvöld hafa sett upp í kringum útboð á tollkvótunum, til að hindra að þeir þurfi að takast á við samkeppni frá innflutningi. Innlendir framleiðendur með 74-91% innflutningskvótans Á myndinni hér fyrir neðan sést hversu hátt hlutfall tollkvótans fyrir svínakjöt frá ESB innlendir bændur og afurðastöðvar hafa fengið í sinn hlut undanfarin þrjú ár og það sem af er þessu ári. Hlutfallið er allt frá rúmlega 74% árið 2021 og upp í tæplega 91% í þeim útboðum sem fram hafa farið það sem af er árinu 2022. Ástæðan fyrir því að innlendir svínabændur og kjötframleiðendur fá svona hátt hlutfall tollkvótans er að þeir bjóða hátt verð í hann, hærra en flestir aðrir. Á næstu mynd sjáum við þróun útboðsgjaldsins, sem innflytjendur svínakjöts hafa að meðaltali greitt fyrir að fá að flytja inn hvert kíló án tolla frá því í árslok 2018. Þessi mynd segir sína sögu; gjaldið fer hækkandi. Þegar hún er skoðuð í samhengi við fyrri myndina fer ekkert á milli mála að það eru innlendir framleiðendur sem leiða hækkanirnar. Hér eru stjórnmálamenn búnir að búa til kerfi sem gerir innlendum framleiðendum búvöru kleift að bjóða hátt í tollfrjálsan innflutningskvóta á sömu vöru, ná til sín megninu af kvótanum, hækka þannig verðið á innflutningnum og hindra samkeppni við sjálfa sig. Þetta heitir auðvitað að svína á neytendum og þarf meðal annars að skoðast í því ljósi að nú á tímum hækkandi matvælaverðs ættu stjórnvöld að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að vinna gegn verðhækkunum. Samkeppniseftirlitið taki viðskiptahættina til skoðunar Samkeppnisyfirvöld hafa áður lagt til að tollar verði felldir niður á svína- og kjúklingakjöti, enda er þar um að ræða vernd fyrir iðnaðarframleiðslu sem á lítið skylt við hefðbundinn landbúnað. Samkeppniseftirlitið hefur líka lagt til að útboð á tollkvótum verði felld niður eða kvótunum úthlutað án endurgjalds. Nú virðist full ástæða til að Samkeppniseftirlitið taki þá viðskiptahætti sem viðgangast í þessu kerfi til skoðunar. Sú þróun sem hér er lýst með tölulegum gögnum sýnir vel hvernig hagsmunaaðilum í landbúnaði hefur tekizt að nýta gallað kerfi úthlutunar tollkvóta til að koma í veg fyrir samkeppni við sjálfa sig. Hún sýnir líka vel fram á hversu vitlaust væri að láta þessa sömu hagsmunaaðila hafa undanþágur frá samkeppnislögum, eins og tillögur eru uppi um innan stjórnarliðsins. Það þarf að auka samkeppnina í innlendri búvöruframleiðslu, ekki draga úr henni. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun