Guðrún Brá sótti milljón til Taílands Sindri Sverrisson skrifar 16. maí 2022 15:01 Guðrún Brá Björgvinsdóttir fer næst til Frakklands eftir mótið í Taílandi. Getty/Charles McQuillan Guðrún Brá Björgvinsdóttir uppskar tæplega eina milljón króna á stóru golfmóti í Taílandi um helgina. Fyrst var keppt í liðakeppni þar sem Guðrún lék með kylfingum frá Svíþjóð og Noregi auk áhugakylfings frá Bandaríkjunum. Þær enduðu í 10. sæti og það skilaði Guðrúnu 5.358 evrum eða um 750.000 krónum. Guðrún tók svo skorið sitt með áfram í einstaklingskeppnina sem lauk á laugardag og endaði í 55.-57. sæti sem skilaði henni 230.000 krónum til viðbótar. Guðrún var í 33. sæti fyrir þriðja og síðasta hringinn en þar fóru fyrstu tvær holurnar illa með hana. Fyrst fékk hún fjórfaldan skolla og svo tvöfaldan skolla en hún lék hringinn samtals á 79 höggum eða sjö höggum yfir pari. Hún hafði leikið fyrsta hring á 74 höggum og annan hring á 71 höggi, og var því samtals á átta höggum yfir pari. Manon De Roey frá Belgíu vann einstaklingskeppnina með frábærum lokahring sem hún fór á 66 höggum. Hún endaði á samtals 13 höggum undir pari, þremur höggum fyrir ofan Johönnu Gustavsson frá Svíþjóð. View this post on Instagram A post shared by Ladies European Tour (@letgolf) De Roey fékk að launum 71.857 evrur, eða jafnvirði rúmlega 10 milljóna króna, fyrir sigurinn í einstaklingskeppninni og hafði áður fengið 915.000 krónur fyrir að lenda í 6. sæti í liðakeppninni. Keppni á Evrópumótaröðinni færist nú til Frakklands þar sem næsta mót hefst á fimmtudaginn. Guðrún Brá verður þar á meðal keppenda sem og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir sem snýr aftur til keppni eftir að hafa eignast son á síðasta ári. Golf Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Fyrst var keppt í liðakeppni þar sem Guðrún lék með kylfingum frá Svíþjóð og Noregi auk áhugakylfings frá Bandaríkjunum. Þær enduðu í 10. sæti og það skilaði Guðrúnu 5.358 evrum eða um 750.000 krónum. Guðrún tók svo skorið sitt með áfram í einstaklingskeppnina sem lauk á laugardag og endaði í 55.-57. sæti sem skilaði henni 230.000 krónum til viðbótar. Guðrún var í 33. sæti fyrir þriðja og síðasta hringinn en þar fóru fyrstu tvær holurnar illa með hana. Fyrst fékk hún fjórfaldan skolla og svo tvöfaldan skolla en hún lék hringinn samtals á 79 höggum eða sjö höggum yfir pari. Hún hafði leikið fyrsta hring á 74 höggum og annan hring á 71 höggi, og var því samtals á átta höggum yfir pari. Manon De Roey frá Belgíu vann einstaklingskeppnina með frábærum lokahring sem hún fór á 66 höggum. Hún endaði á samtals 13 höggum undir pari, þremur höggum fyrir ofan Johönnu Gustavsson frá Svíþjóð. View this post on Instagram A post shared by Ladies European Tour (@letgolf) De Roey fékk að launum 71.857 evrur, eða jafnvirði rúmlega 10 milljóna króna, fyrir sigurinn í einstaklingskeppninni og hafði áður fengið 915.000 krónur fyrir að lenda í 6. sæti í liðakeppninni. Keppni á Evrópumótaröðinni færist nú til Frakklands þar sem næsta mót hefst á fimmtudaginn. Guðrún Brá verður þar á meðal keppenda sem og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir sem snýr aftur til keppni eftir að hafa eignast son á síðasta ári.
Golf Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira