Lífið

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Árni Sæberg skrifar
Kvöldfréttir eru á sínum stað klukkan 18:30.
Kvöldfréttir eru á sínum stað klukkan 18:30.

Oddvitar borgarstjórnarflokkanna hafa átt fundi og staðið í óformlegum viðræðum í allan dag. Fimm raunhæfir meirihlutar virðast í boði eftir að Vinstri græn tilkynntu að þau myndu ekki taka þátt í næsta samstarfi. Farið verður ítarlega yfir stöðuna og rætt við oddvita í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Framsóknarflokkurinn er sagður í lykilstöðu og við heyrum í Einari Þorsteinssyni um fundi dagsins í beinni útsendingu.

Staðan er spennandi víðar en í borginni og við förum einnig yfir nýjustu vendingar í ýmsum bæjarfélögum auk þess sem Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði fer yfir stöðuna í beinni.

Sænska ríkisstjórnin samþykkti í dag að sækja um aðild að Atlantshafsbandalaginu og íslensk stjórnvöld styðja bæði umsóknir þeirra og Finna. Við förum yfir málið í kvöldfréttum, skoðum nýja strandhjólastóla í Nauthólsvík og heyrum í fyrrverandi ráðherra sem vill láta reisa styttu af Bobby Fisher við gröf skáksnillingsins.

Þetta og fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.