Innlent

Þór­ólfur hafi ekki bara vísað veginn í far­aldrinum

Árni Sæberg skrifar
Katrín deildi þessari mynd af fundi í morgun sem gæti vel verið sá síðasti sem þau Þórólfur eiga.
Katrín deildi þessari mynd af fundi í morgun sem gæti vel verið sá síðasti sem þau Þórólfur eiga. Facebook/Katrín Jakobsdóttir

Forsætisráðherra segir Þórólf Guðnason, fráfarandi sóttvarnalækni, líklega vera þann mann sem hún hefur átt flest símtöl við undanfarin tvö ár. Hún rifjar upp skemmtilega sögu af því þegar Þórólfur vísaði henni og fjölskyldu hennar veginn til Borgarfjarðar eystri.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra átti fund með Þórólfi Guðnasyni, sóttvarnalækni, og Silju Ingólfsdóttur frá almannavörnum í morgun en þau hafa fundað mikið saman síðastliðin tvö ár. Senn dregur að því að Katrín og Þórólfur fundi í síðasta skipti, allavega á meðan Þórólfur gegnir embætti sóttvarnalæknis.

Katrín segir að hún hafi ekki rætt oftar við nokkurn mann í síma undanfarin tvö ár en Þórólf. í færslu á Facebook-síðu sinni í kvöld deilir hún sögu sem þau Þórólfur rifjuðu upp í morgun:

Þórólfur orðinn þriðja hjólið

Katrín segist hafa verið á leið til Borgarfjarðar eystri ásamt fjölskyldu sinni þegar hún var sem svo oft áður djúpt sokkin í símtal við Þórólf þegar hún tók eftir því að Gunnar eiginmaður hennar var kominn langleiðina upp á Jökuldal, sem er auðvitað alls ekki rétt leið á Borgarfjörð.

„Ég fór þá að benda Gunnari á að hann þyrfti að snúa við og fór þá Þórólfur að ráðleggja mér um rétta leið. Við rifjuðum upp þetta augnablik í dag þegar Þórólfur var orðinn þátttakandi í hjónabandinu og lagði þar gott eitt til,“ segir forsætisráðherra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×