Byssumaðurinn sagður knúinn áfram af hatri á Taívönum Kjartan Kjartansson skrifar 16. maí 2022 23:22 Lögreglumaður kemur fyrir mynd af John Cheng sem fórnaði lífi sínu til að stöðva byssumanninn í kirkjunni í Laguna Woods. AP/Jae C. Hong Tæplega sjötugur karlmaður sem skaut einn til bana og særði fimm til viðbótar í kirkju í sunnaverðri Kaliforníu í Bandaríkjunum í gær er kínverskur innflytjandi og var knúinn áfram af hatri á Taívönum. Árásina gerði hann í taívanskri öldungakirkju en kínversk stjórnvöld gera tilkall til Taívans. Byssumaðurinn er bandarískur ríkisborgari. Lögreglan í Orange-sýslu segir að svo virðist sem að fjölskylda hans hafi verið flutt nauðungarflutningum frá Kína til Taívan einhvern tímann eftir árið 1948. Hatur hans á eyjunni og eyjaskeggjum hafi hafist þá vegna þess að hann taldi að illa væri komið fram við hann þar. Byggir lögreglan þetta á handskrifuðum minnisblöðum sem fundust. Karlmaðurinn er búsettur í Las Vegas og ók hann þaðan til Laguna Woods í sunnanverðri Kaliforníu. Byrgði hann dyr Irvine taívönsku öldungakirkjunnar með keðjum, tonnataki og nöglum áður en hann hóf skothríð. Þá kom hann fyrir fjórum bensínsprengjum í kirkjunni, að því er segir í frétt AP-fréttastofunnar. Í kirkjunni skaut hann John Cheng, 52 ára gamlan lækni til bana. Don Barnes, lögreglustjórinn í Orange-sýslu, lýsir Cheng sem hetju. Hann hafi rokið á byssumanninn og reynt að afvopna hann. Fyrir vikið hafi aðrir kirkjugestir náð að stíga inn í. Prestur náði að berja byssumanninn með höfuðuð í stól og sóknarbörnin bundu hann svo á höndum og fótum með rafmangssnúrum. Fimm aðrir særðust í árásinni en Barnes segir að Cheng hafi líklega bjargað lífum á annan tug manna. Þeir sem særðust voru á bilinu 66 til 92 ára gamlir, allir af asískum uppruna, að sögn lögreglunnar. Byssumaðurinn á að koma fyrir dómara á morgun. Rannsókn stendur yfir hvort að hann hafi gerst sekur um hatursglæp samkvæmt alríkislögum. Daginn fyrir árásina í kirkjunni skaut átján ára gamall hvítur karlmaður tíu manns til bana í stórverslun í Buffalo í New York-ríki. Verslunin er í hverfi þar sem meirihluti íbúa er svartur en morðinginn aðhyllist rasíska samsæriskenningu um að verið sé að flytja inn fólk sem er ekki hvítt til Bandaríkjanna til þess að útrýma hvítu fólki. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Kína Taívan Tengdar fréttir Einn látinn og fimm særðir eftir skotárás í kirkju Einn lést og fjórir særðust lífshættulega eftir skotárás í kirkju í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Einn hlaut minni háttar áverka. Síðast í gær létust tíu manns í annarri skotárás þar í landi. 15. maí 2022 22:58 Keyrði í þrjá tíma til að myrða svart fólk Payton S. Gendron, sem er átján ára gamall, keyrði í rúma þrjá tíma í gær til Buffalo í New York. Þegar hann var kominn á leiðarenda, um 320 kílómetrum frá heimili sínu, skaut hann tíu manns til bana og særði þrjá. Lögreglan segir árásina vera hatursglæp en Gendron fór sérstaklega til Buffalo til að myrða svart fólk. 15. maí 2022 14:46 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Byssumaðurinn er bandarískur ríkisborgari. Lögreglan í Orange-sýslu segir að svo virðist sem að fjölskylda hans hafi verið flutt nauðungarflutningum frá Kína til Taívan einhvern tímann eftir árið 1948. Hatur hans á eyjunni og eyjaskeggjum hafi hafist þá vegna þess að hann taldi að illa væri komið fram við hann þar. Byggir lögreglan þetta á handskrifuðum minnisblöðum sem fundust. Karlmaðurinn er búsettur í Las Vegas og ók hann þaðan til Laguna Woods í sunnanverðri Kaliforníu. Byrgði hann dyr Irvine taívönsku öldungakirkjunnar með keðjum, tonnataki og nöglum áður en hann hóf skothríð. Þá kom hann fyrir fjórum bensínsprengjum í kirkjunni, að því er segir í frétt AP-fréttastofunnar. Í kirkjunni skaut hann John Cheng, 52 ára gamlan lækni til bana. Don Barnes, lögreglustjórinn í Orange-sýslu, lýsir Cheng sem hetju. Hann hafi rokið á byssumanninn og reynt að afvopna hann. Fyrir vikið hafi aðrir kirkjugestir náð að stíga inn í. Prestur náði að berja byssumanninn með höfuðuð í stól og sóknarbörnin bundu hann svo á höndum og fótum með rafmangssnúrum. Fimm aðrir særðust í árásinni en Barnes segir að Cheng hafi líklega bjargað lífum á annan tug manna. Þeir sem særðust voru á bilinu 66 til 92 ára gamlir, allir af asískum uppruna, að sögn lögreglunnar. Byssumaðurinn á að koma fyrir dómara á morgun. Rannsókn stendur yfir hvort að hann hafi gerst sekur um hatursglæp samkvæmt alríkislögum. Daginn fyrir árásina í kirkjunni skaut átján ára gamall hvítur karlmaður tíu manns til bana í stórverslun í Buffalo í New York-ríki. Verslunin er í hverfi þar sem meirihluti íbúa er svartur en morðinginn aðhyllist rasíska samsæriskenningu um að verið sé að flytja inn fólk sem er ekki hvítt til Bandaríkjanna til þess að útrýma hvítu fólki.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Kína Taívan Tengdar fréttir Einn látinn og fimm særðir eftir skotárás í kirkju Einn lést og fjórir særðust lífshættulega eftir skotárás í kirkju í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Einn hlaut minni háttar áverka. Síðast í gær létust tíu manns í annarri skotárás þar í landi. 15. maí 2022 22:58 Keyrði í þrjá tíma til að myrða svart fólk Payton S. Gendron, sem er átján ára gamall, keyrði í rúma þrjá tíma í gær til Buffalo í New York. Þegar hann var kominn á leiðarenda, um 320 kílómetrum frá heimili sínu, skaut hann tíu manns til bana og særði þrjá. Lögreglan segir árásina vera hatursglæp en Gendron fór sérstaklega til Buffalo til að myrða svart fólk. 15. maí 2022 14:46 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Einn látinn og fimm særðir eftir skotárás í kirkju Einn lést og fjórir særðust lífshættulega eftir skotárás í kirkju í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Einn hlaut minni háttar áverka. Síðast í gær létust tíu manns í annarri skotárás þar í landi. 15. maí 2022 22:58
Keyrði í þrjá tíma til að myrða svart fólk Payton S. Gendron, sem er átján ára gamall, keyrði í rúma þrjá tíma í gær til Buffalo í New York. Þegar hann var kominn á leiðarenda, um 320 kílómetrum frá heimili sínu, skaut hann tíu manns til bana og særði þrjá. Lögreglan segir árásina vera hatursglæp en Gendron fór sérstaklega til Buffalo til að myrða svart fólk. 15. maí 2022 14:46