Fimm ferðaþjónustufyrirtæki sameinast undir nafni Icelandia Atli Ísleifsson skrifar 17. maí 2022 08:26 Starfsmenn sameinaðra fyrirtækja. Aðsend Fimm ferðaþjónustufyriræki – Reykjavík Excursions/Kynnisferðir, Icelandic Mountain Guides, Iceland Rovers, Dive.is og Flybus – verða sameinuð undir merkjum regnhlífaheitisins Icelandia. Er ætlunin með nýju nafni að með skapa brú milli fyrirtækjanna með samlegðaráhrifum í markaðsstarfi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Þar segir að nýtt nafn hafi nýlega verið kynnt fyrir starfsfólki á árshátíð fyrirtækisins. Undanfari sameiningarinnar undir nafninu Icelandia hafi verið margra mánaða vinna þar sem kortlögð hafi verið sameiginleg markmið fyrirtækjanna í þeim tilgangi að auka samvirkni þeirra í einu sameinuðu félagi. „ICELANDIA er einnig umboðsaðili Enterprise Rent-a-car bílaleigunnar, er undirverktaki Strætó BS. í akstri á höfuðborgarsvæðinu og rekur dráttarbílafyrirtæki undir nafninu Garðaklettur ehf. Auk þess er ICELANDIA hluthafi í nokkrum öðrum ferðaþjónustufyrirtækjum eins og Fontana á Laugarvatni, Íslenskum Heilsulindum og Raufarhólshelli. Fjölbreytt þjónusta á traustum grunni Fyrirtæki ICELANDIA eiga sér langa sögu í íslenskri ferðaþjónustu en Kynnisferðir (e. Reykjavik Excursions) er eitt elsta ferðaþjónustu fyrirtæki landsins, stofnað 1968. Félögin sinna ferðamönnum með ólíkri þjónustu sem spannar allt frá rútuferðum til sérsniðinna ævintýraferða, á láði og legi. Nafnið ICELANDIA staðsetur fyrirtækið beint sem miðpunkt ferðalausna á Íslandi gagnvart erlendum ferðamönnum en vísar jafnframt í tilgátur um að undir Íslandi væri falin heimsálfa; Icelandia. Sem miðstöð upplifana á Íslandi mun ICELANDIA standa betur að vígi gagnvart ferðamönnum í því að miðla ævintýrum á Íslandi sem byggir á sterku baklandi og reynslumiklu starfsfólki félagsins. Þekking og fjölbreytni verður kjarninn í starfsseminni á markaði sem er þekktur fyrir síbreytilegar áskoranir sem þarf að leysa fyrir viðskiptavini svo þeim sé gert kleift að njóta Íslandsferðarinnar sem best,“ segir í tilkynningunni. Björn Ragnarsson er framkvæmdastjóri Icelandia.Aðsend Helsta gáttin Haft er eftir Birni Ragnarssyni, framkvæmdastjóra Icelandia, að það hafi verið sviptingasamt í íslenskri ferðaþjónustu undanfarin ár – eldsumbrot, skakkaföll í framboði á flugi til landsins og heimsfaraldur COVID-19 hafi sýnt svo ekki verður um villst að sveigjanleiki og samvirkni starfsfólks undir einum hatti sé áreiðanlegasta leiðin til að takast á við breytingar. „Við ætlum okkur stærri hluti á markaðnum og hyggjumst leiða okkar fólk á nýjar slóðir núna þegar íslensk ferðaþjónusta stendur á enn einum tímamótunum, með vaxandi fjölda dýrmætra ferðamanna sem elska landið okkar eins og við sjálf. Nýtt og sameinað fyrirtæki undir nafninu ICELANDIA er til marks um vilja okkar til að standast ekki bara væntingar, heldur verða þekkt sem helsta gáttin að Íslandi,“ segir Björn. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Þar segir að nýtt nafn hafi nýlega verið kynnt fyrir starfsfólki á árshátíð fyrirtækisins. Undanfari sameiningarinnar undir nafninu Icelandia hafi verið margra mánaða vinna þar sem kortlögð hafi verið sameiginleg markmið fyrirtækjanna í þeim tilgangi að auka samvirkni þeirra í einu sameinuðu félagi. „ICELANDIA er einnig umboðsaðili Enterprise Rent-a-car bílaleigunnar, er undirverktaki Strætó BS. í akstri á höfuðborgarsvæðinu og rekur dráttarbílafyrirtæki undir nafninu Garðaklettur ehf. Auk þess er ICELANDIA hluthafi í nokkrum öðrum ferðaþjónustufyrirtækjum eins og Fontana á Laugarvatni, Íslenskum Heilsulindum og Raufarhólshelli. Fjölbreytt þjónusta á traustum grunni Fyrirtæki ICELANDIA eiga sér langa sögu í íslenskri ferðaþjónustu en Kynnisferðir (e. Reykjavik Excursions) er eitt elsta ferðaþjónustu fyrirtæki landsins, stofnað 1968. Félögin sinna ferðamönnum með ólíkri þjónustu sem spannar allt frá rútuferðum til sérsniðinna ævintýraferða, á láði og legi. Nafnið ICELANDIA staðsetur fyrirtækið beint sem miðpunkt ferðalausna á Íslandi gagnvart erlendum ferðamönnum en vísar jafnframt í tilgátur um að undir Íslandi væri falin heimsálfa; Icelandia. Sem miðstöð upplifana á Íslandi mun ICELANDIA standa betur að vígi gagnvart ferðamönnum í því að miðla ævintýrum á Íslandi sem byggir á sterku baklandi og reynslumiklu starfsfólki félagsins. Þekking og fjölbreytni verður kjarninn í starfsseminni á markaði sem er þekktur fyrir síbreytilegar áskoranir sem þarf að leysa fyrir viðskiptavini svo þeim sé gert kleift að njóta Íslandsferðarinnar sem best,“ segir í tilkynningunni. Björn Ragnarsson er framkvæmdastjóri Icelandia.Aðsend Helsta gáttin Haft er eftir Birni Ragnarssyni, framkvæmdastjóra Icelandia, að það hafi verið sviptingasamt í íslenskri ferðaþjónustu undanfarin ár – eldsumbrot, skakkaföll í framboði á flugi til landsins og heimsfaraldur COVID-19 hafi sýnt svo ekki verður um villst að sveigjanleiki og samvirkni starfsfólks undir einum hatti sé áreiðanlegasta leiðin til að takast á við breytingar. „Við ætlum okkur stærri hluti á markaðnum og hyggjumst leiða okkar fólk á nýjar slóðir núna þegar íslensk ferðaþjónusta stendur á enn einum tímamótunum, með vaxandi fjölda dýrmætra ferðamanna sem elska landið okkar eins og við sjálf. Nýtt og sameinað fyrirtæki undir nafninu ICELANDIA er til marks um vilja okkar til að standast ekki bara væntingar, heldur verða þekkt sem helsta gáttin að Íslandi,“ segir Björn.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira