Innlent

Gísli Gunnar hlaut flest at­kvæði í Grýtu­bakka­hreppi

Atli Ísleifsson skrifar
Frá Grenivík sem er stærsti þéttbýlisstaðurinn í Grýtubakkahreppi.
Frá Grenivík sem er stærsti þéttbýlisstaðurinn í Grýtubakkahreppi. Grenivík

Gísli Gunnar Oddgeirsson hlaut flest atkvæði til sveitarstjórnar í Grýtubakkahreppi í kosningum laugardagsins. Kosningin var óhlutbundin þar sem engir framboðslistar bárust.

Gísli Gunnar, sem er framkvæmdastjóri Íþróttafélagsins Magna á Grenivík, segir í samtali við fréttastofu að hann sé ánægður með það umboð sem fólkið sem valdist til setu í sveitarstjórn hafi fengið. Ný sveitarstjórn muni svo koma saman 30. maí, en Grenivík er stærsti þéttbýlisstaður Grýtubakkahrepps.

Gísli Gunnar OddgeirssonMagni

Þröstur Friðfinnsson hefur gegnt stöðu sveitarstjóra síðustu ár og segist Gísli Gunnar hafa verið ánægður með störf Þrastar. Fundað verði um framhaldið á næstu dögum.

Á vef hreppsins segir að á kjörskrá hafi verið 274 og hafi 201 greitt atkvæði sem gerir rúmlega 73 prósenta kjörsókn. Auðir seðlar voru þrír, en enginn seðill var ógildur.

Eftirtaldir hlutu kjör sem aðalmenn í sveitarstjórn Grýtubakkahrepps 2022 til 2026:

  • Gísli Gunnar Oddgeirsson, 156 atkvæði
  • Þorgeir Rúnar Finnsson, 152 atkvæði
  • Fjóla Valborg Stefánsdóttir, 149 atkvæði
  • Gunnar Björgvin Pálsson, 125 atkvæði
  • Inga María Sigurbjörnsdóttir, 116 atkvæði.

Varamenn voru kjörnir:

  • Sigrún Björnsdóttir, 78 atkv. til 1. varam. og ofar
  • Svala Fanney Snædal Njálsdóttir, 77 atkv. til 2. varam. og ofar
  • Bjarni Arason, 81 atkv. til 3. varam. og ofar
  • Margrét Ösp Stefánsdóttir, 19 atkv. til 4. varam. og ofar
  • Heimir Ásgeirsson. 17 atkv. til 5. varam. og ofar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×