Sautján prósent aukning í tilkynningum um nauðganir Bjarki Sigurðsson skrifar 17. maí 2022 10:03 Samkvæmt skýrslunni eiga flestar nauðganirnar sér stað um helgar og rúmur helmingur að nóttu til. Vísir/Vilhelm Fleiri tilkynningar um nauðganir annars vegar, og heimilisofbeldis og ágreiningsmál hins vegar, bárust Embætti ríkislögreglustjóra á fyrstu þremur mánuðum þessa árs en á sama tímabil í fyrra. Þetta kemur fram í skýrslu sem embættið hefur birt um heimilisofbeldi og kynferðisbrot. Í skýrslunni segir að sögulega hafi lágt hlutfall kynbundins ofbeldis, kynferðisbrota og heimilisofbeldis verið tilkynnt til lögreglu og að ofbeldið sé oft tilkynnt löngu eftir að brotið átti sér stað. Því sé markmið stjórnvalda að fjölga tilkynningum til lögreglu um kynbundið ofbeldi samhliða því að vinna að forvörnum gegn afbrotum. Hefur það meðal annars verið gert með vitundarvakningu á borð við „Er allt í góðu?“ og með aukinni samfélagslegri umræðu um kynbundið ofbeldi. Með því er vonast til að fleiri brot verða tilkynnt til lögreglu. Nítján prósent aukning í tilkynningum um heimilisofbeldi Alls bárust lögreglunni 59 tilkynningar um nauðganir fyrstu þrjá mánuði ársins sem samsvarar sautján prósent fjölgun frá síðustu þremur árum þar á undan. Samkvæmt skýrslunni eiga flestar nauðganirnar sér stað um helgar og rúmur helmingur að nóttu til. Alls bárust 610 tilkynningar um heimilisofbeldi og ágreining milli skyldra og tengdra aðila á sama tímabili. Um er að ræða 19 prósent aukningu. Í tveimur af hverjum þremur málum er ofbeldið af hendi maka eða fyrrverandi maka. Lágar og viðkvæmar tölur Í um fjórðungi heimilisofbeldismála er um að ræða fjölskyldutengsl, svo sem ofbeldi á milli barna og foreldra. Slíkum málum hefur fjölgað síðustu ár, bæði þar sem foreldrar beita börn sín ofbeldi og öfugt. Í skýrslunni segir að um sé að ræða lágar tölur sem viðkvæmar eru fyrir sveiflum. Lögreglumál Kynferðisofbeldi Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Í skýrslunni segir að sögulega hafi lágt hlutfall kynbundins ofbeldis, kynferðisbrota og heimilisofbeldis verið tilkynnt til lögreglu og að ofbeldið sé oft tilkynnt löngu eftir að brotið átti sér stað. Því sé markmið stjórnvalda að fjölga tilkynningum til lögreglu um kynbundið ofbeldi samhliða því að vinna að forvörnum gegn afbrotum. Hefur það meðal annars verið gert með vitundarvakningu á borð við „Er allt í góðu?“ og með aukinni samfélagslegri umræðu um kynbundið ofbeldi. Með því er vonast til að fleiri brot verða tilkynnt til lögreglu. Nítján prósent aukning í tilkynningum um heimilisofbeldi Alls bárust lögreglunni 59 tilkynningar um nauðganir fyrstu þrjá mánuði ársins sem samsvarar sautján prósent fjölgun frá síðustu þremur árum þar á undan. Samkvæmt skýrslunni eiga flestar nauðganirnar sér stað um helgar og rúmur helmingur að nóttu til. Alls bárust 610 tilkynningar um heimilisofbeldi og ágreining milli skyldra og tengdra aðila á sama tímabili. Um er að ræða 19 prósent aukningu. Í tveimur af hverjum þremur málum er ofbeldið af hendi maka eða fyrrverandi maka. Lágar og viðkvæmar tölur Í um fjórðungi heimilisofbeldismála er um að ræða fjölskyldutengsl, svo sem ofbeldi á milli barna og foreldra. Slíkum málum hefur fjölgað síðustu ár, bæði þar sem foreldrar beita börn sín ofbeldi og öfugt. Í skýrslunni segir að um sé að ræða lágar tölur sem viðkvæmar eru fyrir sveiflum.
Lögreglumál Kynferðisofbeldi Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira