Sara fékk ekki þann stuðning sem hún vonaðist eftir frá Lyon Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. maí 2022 09:01 Sara Björk hefur ákveðið að róa á önnur mið þegar tímabilinu lýkur. Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska fótboltalandsliðsins, yfirgefur Lyon í sumar þegar samningur hennar við félagið rennur út. Sara greindi frá þessu í viðtali við mbl.is í gær. Hún sagði næstu skref á ferlinum ekki ákveðin en ýmsir möguleikar væru í stöðunni. Sara nefndi deildirnar í Englandi, Frakklandi, Þýskalandi og Spáni sem vænlega kosti. Sara gekk í raðir Lyon sumarið 2020 og varð strax Evrópumeistari með liðinu. Hún skoraði í úrslitaleiknum gegn sínu gamla liði, Wolfsburg. Landsliðsfyrirliðinn eignaðist sitt fyrsta barn, soninn Ragnar Frank, í nóvember á síðasta ári en sneri aftur á völlinn í mars. Nýtt fyrir félagið Sara er fyrsti leikmaðurinn sem er samningsbundinn Lyon sem verður óléttur. Í viðtali sem blaðamaður Vísis tók við hana í Tékklandi í síðasta mánuði, þar sem íslenska landsliðið mætti heimakonum í undankeppni HM, var á henni að heyra að hún hafi ekki verið alsátt með þann stuðning sem hún fékk frá Lyon á meðan meðgöngunni stóð. „Þetta er nýtt fyrir félagið og nýtt fyrir mér og stelpunum, að leikmaður sé óléttur og vita ekki hvernig á að bregðast við. Hvað fótboltann varðar er erfitt að missa leikmann sem er óléttur eða meiddur í svona langan tíma þegar hann er á samningi,“ sagði Sara. „Auðvitað voru þeir glaðir fyrir mína hönd, að ég væri að fara að byrja að stofna fjölskyldu, en kannski smá óvissa yfir því hvort ég gæti komið til baka. Það hafa verið leikmenn sem hafa verið óléttir og ekki komið til baka sem hafa verið á þessu stigi.“ Klippa: Sara um stuðninginn frá Lyon Sara sagðist ekki hafa heyrt mikið frá Lyon meðan á meðgöngunni stóð. „Það var kannski svolítið mikil óvissa. Og þegar ég var ólétt voru ekki mikil samskipti sem ég fékk frá Lyon á þeim tíma. Kannski var það því þeir trúðu ekki að ég gæti komið til baka sem sami leikmaður. Þetta var líka nýtt fyrir þeim,“ sagði Sara. Klárlega skort stuðning „Ég var líka vör við að ég væri að setja ákveðið fordæmi fyrir aðra leikmenn og félagið, að þetta væri hægt. En ég myndi segja bæði og, ég hef klárlega ekki fengið þann stuðning sem ég vonaðist eftir en ætla ekki að fara mikið meira út í það.“ Lyon á þrjá leiki eftir á tímabilinu, tvo í frönsku úrvalsdeildinni og svo úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu gegn Barcelona á laugardaginn. Lyon er með fimm stiga forskot á Paris Saint-Germain á toppi frönsku deildarinnar. Sara, sem er 31 árs, sneri aftur í landsliðið fyrir leikina gegn Hvíta-Rússlandi og Tékklandi í undankeppni HM í síðasta mánuði. Hún er svo á leið á sitt fjórða Evrópumót með landsliðinu í sumar. Franski boltinn Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Heimildarmynd um Söru Björk komin út: Fótboltakonur þurfa ekki að velja á milli Heimildarmynd um meðgöngu landsliðskonunnar Söru Bjarkar Gunnarsdóttur og endurkomu hennar inn á fótboltavöllinn er nú komin í loftið. 17. maí 2022 09:32 Sara Björk mun yfirgefa Lyon í sumar Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins í fótbolta, mun yfirgefa franska stórliðið Lyon í sumar er samningur hennar rennur út. Hún segir margt koma til greina. 16. maí 2022 22:10 Hæstánægð eftir skiptin til Puma: „Fannst Nike ekki gera nógu mikið“ Puma hafði gengið með grasið í skónum eftir Söru Björk Gunnarsdóttur í tvö ár áður en hún samdi við íþróttavöruframleiðandann. Hún segir að Puma geri meira fyrir sig en Nike sem hún var áður samningsbundinn. 5. maí 2022 09:00 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Sjá meira
Sara greindi frá þessu í viðtali við mbl.is í gær. Hún sagði næstu skref á ferlinum ekki ákveðin en ýmsir möguleikar væru í stöðunni. Sara nefndi deildirnar í Englandi, Frakklandi, Þýskalandi og Spáni sem vænlega kosti. Sara gekk í raðir Lyon sumarið 2020 og varð strax Evrópumeistari með liðinu. Hún skoraði í úrslitaleiknum gegn sínu gamla liði, Wolfsburg. Landsliðsfyrirliðinn eignaðist sitt fyrsta barn, soninn Ragnar Frank, í nóvember á síðasta ári en sneri aftur á völlinn í mars. Nýtt fyrir félagið Sara er fyrsti leikmaðurinn sem er samningsbundinn Lyon sem verður óléttur. Í viðtali sem blaðamaður Vísis tók við hana í Tékklandi í síðasta mánuði, þar sem íslenska landsliðið mætti heimakonum í undankeppni HM, var á henni að heyra að hún hafi ekki verið alsátt með þann stuðning sem hún fékk frá Lyon á meðan meðgöngunni stóð. „Þetta er nýtt fyrir félagið og nýtt fyrir mér og stelpunum, að leikmaður sé óléttur og vita ekki hvernig á að bregðast við. Hvað fótboltann varðar er erfitt að missa leikmann sem er óléttur eða meiddur í svona langan tíma þegar hann er á samningi,“ sagði Sara. „Auðvitað voru þeir glaðir fyrir mína hönd, að ég væri að fara að byrja að stofna fjölskyldu, en kannski smá óvissa yfir því hvort ég gæti komið til baka. Það hafa verið leikmenn sem hafa verið óléttir og ekki komið til baka sem hafa verið á þessu stigi.“ Klippa: Sara um stuðninginn frá Lyon Sara sagðist ekki hafa heyrt mikið frá Lyon meðan á meðgöngunni stóð. „Það var kannski svolítið mikil óvissa. Og þegar ég var ólétt voru ekki mikil samskipti sem ég fékk frá Lyon á þeim tíma. Kannski var það því þeir trúðu ekki að ég gæti komið til baka sem sami leikmaður. Þetta var líka nýtt fyrir þeim,“ sagði Sara. Klárlega skort stuðning „Ég var líka vör við að ég væri að setja ákveðið fordæmi fyrir aðra leikmenn og félagið, að þetta væri hægt. En ég myndi segja bæði og, ég hef klárlega ekki fengið þann stuðning sem ég vonaðist eftir en ætla ekki að fara mikið meira út í það.“ Lyon á þrjá leiki eftir á tímabilinu, tvo í frönsku úrvalsdeildinni og svo úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu gegn Barcelona á laugardaginn. Lyon er með fimm stiga forskot á Paris Saint-Germain á toppi frönsku deildarinnar. Sara, sem er 31 árs, sneri aftur í landsliðið fyrir leikina gegn Hvíta-Rússlandi og Tékklandi í undankeppni HM í síðasta mánuði. Hún er svo á leið á sitt fjórða Evrópumót með landsliðinu í sumar.
Franski boltinn Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Heimildarmynd um Söru Björk komin út: Fótboltakonur þurfa ekki að velja á milli Heimildarmynd um meðgöngu landsliðskonunnar Söru Bjarkar Gunnarsdóttur og endurkomu hennar inn á fótboltavöllinn er nú komin í loftið. 17. maí 2022 09:32 Sara Björk mun yfirgefa Lyon í sumar Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins í fótbolta, mun yfirgefa franska stórliðið Lyon í sumar er samningur hennar rennur út. Hún segir margt koma til greina. 16. maí 2022 22:10 Hæstánægð eftir skiptin til Puma: „Fannst Nike ekki gera nógu mikið“ Puma hafði gengið með grasið í skónum eftir Söru Björk Gunnarsdóttur í tvö ár áður en hún samdi við íþróttavöruframleiðandann. Hún segir að Puma geri meira fyrir sig en Nike sem hún var áður samningsbundinn. 5. maí 2022 09:00 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Sjá meira
Heimildarmynd um Söru Björk komin út: Fótboltakonur þurfa ekki að velja á milli Heimildarmynd um meðgöngu landsliðskonunnar Söru Bjarkar Gunnarsdóttur og endurkomu hennar inn á fótboltavöllinn er nú komin í loftið. 17. maí 2022 09:32
Sara Björk mun yfirgefa Lyon í sumar Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins í fótbolta, mun yfirgefa franska stórliðið Lyon í sumar er samningur hennar rennur út. Hún segir margt koma til greina. 16. maí 2022 22:10
Hæstánægð eftir skiptin til Puma: „Fannst Nike ekki gera nógu mikið“ Puma hafði gengið með grasið í skónum eftir Söru Björk Gunnarsdóttur í tvö ár áður en hún samdi við íþróttavöruframleiðandann. Hún segir að Puma geri meira fyrir sig en Nike sem hún var áður samningsbundinn. 5. maí 2022 09:00
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti