Tryggja sér 300 milljónir króna til að koma jafnréttislausn á alþjóðamarkað Atli Ísleifsson skrifar 18. maí 2022 07:00 Dögg Thomsen og Þórey Vilhjálmdsdóttir. Aðsend Íslenska fyrirtækið Empower hefur tryggt sér 300 milljóna króna fjármögnun frá Frumtaki og Tennin til að styðja við þróun og markaðssetningu á hugbúnaðarlausninni Empower NOW. Greint var frá þessu í morgun en stefnt er að því að hugbúnaðarlausnin fari á alþjóðlegan markað á næsta ári. Í tilkynningu segir að lausnin geri fyrirtækjum og stofnunum kleift að ná yfirsýn yfir stöðu jafnréttismála, setja sér mælanleg markmið og fræða starfsfólk í gegnum stafrænar leiðir þar sem áherslan sé að styðja við uppbyggingu á jákvæðri fyrirtækjamenningu með jafnrétti og fjölbreytni að leiðarljósi. „Empower var stofnað árið 2020 af Þóreyju Vilhjálmsdóttur Proppé og Dögg Thomsen sem báðar hafa víðtæka reynslu af stefnumótun og breytingastjórnun á sviði jafnréttismála. Félagið hefur veitt leiðandi fyrirtækjum og stofnunum ráðgjöf í jafnrétti og fjölbreytni með áherslu á fyrirtækjamenningu þar sem unnið er út frá heildrænni nálgun og með praktískar lausnir til að tryggja árangur. Hugbúnaðarlausnin Empower NOW byggir á skölun á sannreyndum jafnréttislausnum Empower,“ segir í tilkynningunni. Efst í jjafnréttismælingum Þórey segir að Ísland hafi skarað fram úr á sviði jafnréttismála svo eftir hafi verið tekið á heimsvísu. Þannig hafi Ísland verið efst í jafnréttismælingum The World Economic Forum tólf ár í röð. „Við erum leiðandi í jafnréttisvegferðinni á alþjóðlegum vettvangi en vitum að við eigum enn langt í land til að geta talist jafnréttisparadís. Lykilatriði til að ná árangri í þessari vegferð í átt að auknu jafnrétti og fjölbreytni er að horfast í augu við undirliggjandi fordóma og mismunun sem eru til staðar á vinnustöðum og annars staðar í samfélaginu; oftast án þess að við gerum okkur grein fyrir þeim. Við þurfum að kortleggja og skilja stöðuna, setja okkur skýr markmið og hafa viljann til að breyta. Það er mikil eftirspurn frá fyrirtækjum og stofnunum á alþjóðavísu en mjög takmarkað framboð af heildstæðum og sérhæfðum lausnum á þessu sviði,” segir Þórey. Gerir þeim kleift að hraða gerð lausnarinnar Haft er eftir Dögg að þessi fjármögnin geri félaginu kleift að hraða gerð lausnarinnar og koma henni fyrr á alþjóðamarkað. „Í upphafi leggjum við áherslu á Norðurlöndin, Norður-Ameríku og Vestur-Evrópu. Við byggjum á sannreyndri aðferðafræði sem við höfum innleitt í fjölda verkefna og nýja hugbúnaðinum Empower NOW sem hjálpar viðskiptavinum okkar að fá heildræna yfirsýn yfir stöðu jafnréttismála, setja sér mælanleg markmið og fræða starfsfólk í gegnum stafræna örfræðslu.“ Um Empower segir að markmið fyrirtækisins sé að auka jafnrétti í atvinnulífinu, bæta starfsumhverfi og menningu og tryggja jöfn tækifæri allra. Hugbúnaðurinn byggi á sannreyndri aðferðafræði Empower sem unnið hafi með leiðandi fyrirtækjum og stofnunum í ólíkum geirum eins og Alþingi, Embætti ríkislögreglustjóra, Landsvirkjun, Símanum, TM, Háskólanum á Akureyri og Fjarðaráli. Nýsköpun Jafnréttismál Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Í tilkynningu segir að lausnin geri fyrirtækjum og stofnunum kleift að ná yfirsýn yfir stöðu jafnréttismála, setja sér mælanleg markmið og fræða starfsfólk í gegnum stafrænar leiðir þar sem áherslan sé að styðja við uppbyggingu á jákvæðri fyrirtækjamenningu með jafnrétti og fjölbreytni að leiðarljósi. „Empower var stofnað árið 2020 af Þóreyju Vilhjálmsdóttur Proppé og Dögg Thomsen sem báðar hafa víðtæka reynslu af stefnumótun og breytingastjórnun á sviði jafnréttismála. Félagið hefur veitt leiðandi fyrirtækjum og stofnunum ráðgjöf í jafnrétti og fjölbreytni með áherslu á fyrirtækjamenningu þar sem unnið er út frá heildrænni nálgun og með praktískar lausnir til að tryggja árangur. Hugbúnaðarlausnin Empower NOW byggir á skölun á sannreyndum jafnréttislausnum Empower,“ segir í tilkynningunni. Efst í jjafnréttismælingum Þórey segir að Ísland hafi skarað fram úr á sviði jafnréttismála svo eftir hafi verið tekið á heimsvísu. Þannig hafi Ísland verið efst í jafnréttismælingum The World Economic Forum tólf ár í röð. „Við erum leiðandi í jafnréttisvegferðinni á alþjóðlegum vettvangi en vitum að við eigum enn langt í land til að geta talist jafnréttisparadís. Lykilatriði til að ná árangri í þessari vegferð í átt að auknu jafnrétti og fjölbreytni er að horfast í augu við undirliggjandi fordóma og mismunun sem eru til staðar á vinnustöðum og annars staðar í samfélaginu; oftast án þess að við gerum okkur grein fyrir þeim. Við þurfum að kortleggja og skilja stöðuna, setja okkur skýr markmið og hafa viljann til að breyta. Það er mikil eftirspurn frá fyrirtækjum og stofnunum á alþjóðavísu en mjög takmarkað framboð af heildstæðum og sérhæfðum lausnum á þessu sviði,” segir Þórey. Gerir þeim kleift að hraða gerð lausnarinnar Haft er eftir Dögg að þessi fjármögnin geri félaginu kleift að hraða gerð lausnarinnar og koma henni fyrr á alþjóðamarkað. „Í upphafi leggjum við áherslu á Norðurlöndin, Norður-Ameríku og Vestur-Evrópu. Við byggjum á sannreyndri aðferðafræði sem við höfum innleitt í fjölda verkefna og nýja hugbúnaðinum Empower NOW sem hjálpar viðskiptavinum okkar að fá heildræna yfirsýn yfir stöðu jafnréttismála, setja sér mælanleg markmið og fræða starfsfólk í gegnum stafræna örfræðslu.“ Um Empower segir að markmið fyrirtækisins sé að auka jafnrétti í atvinnulífinu, bæta starfsumhverfi og menningu og tryggja jöfn tækifæri allra. Hugbúnaðurinn byggi á sannreyndri aðferðafræði Empower sem unnið hafi með leiðandi fyrirtækjum og stofnunum í ólíkum geirum eins og Alþingi, Embætti ríkislögreglustjóra, Landsvirkjun, Símanum, TM, Háskólanum á Akureyri og Fjarðaráli.
Nýsköpun Jafnréttismál Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira