Hluti af vandanum eða hluti af lausninni? Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 17. maí 2022 16:00 Í gær flutti dómsmálaráðherra frumvarp sitt um útlendingamál á Alþingi. Við erum flest meðvituð um að tugir milljónir manna eru á flótta í heiminum í dag. Myndin er enn skýrari nú þegar stríð er hafið í Úkraínu og milljónir manna eru á flótta þaðan. En þrátt fyrir að vita að flótti frá heimalandi sé veruleiki tugmilljóna eru það samt alltaf sögurnar af einstaklingum sem snerta okkur mest. Sögur af fólki Í umræðum um þetta mál á þinginu í gær nefndi ég sögu sem hreyfði mikið við mér á sínum tíma. Sögu sem segir af stefnu Íslands gagnvart fólki á flótta. Það var saga af sýrlenskri konu sem vann í leikskólanum Vinagarði. Sagan situr í mér af þeirri einföldu ástæðu að dóttir mín var einu sinni í þessum frábæra leikskóla. Konurnar sem þar störfuðu eiga stað í hjarta mínu eftir þau góðu ár. Í fréttum kom fram að konan vann í leikskólanum í hálft ár. Maríu Sighvatsdóttur aðstoðarleikskólastjóri hafði þetta um konuna að segja: „Hún hefur ofboðslega góða nærveru, er áhugasöm og lagði sig mikið fram við að kynnast starfinu. Það var gott að vinna með henni, ég lærði mjög margt af henni. Hún kenndi börnunum og lærði svo af okkur og þeim líka. Þannig að allir græddu á vinnu hennar hér. Hennar er virkilega sárt saknað.“ Konunni var vísað til Grikklands vegna þess að hún hafði hlotið alþjóðlega vernd þar. Íslensk yfirvöld höfnuðu því að taka mál hennar til efnismeðferðar þar sem Grikkland er sagt öruggt ríki fyrir flóttamenn. Við vitum að ég held öll að þar beið hennar þó ekkert sérstakt skjól. Ég spurði dómsmálaráðherra þess vegna í gær hvort það væri rétt að með þessu frumvarpi væri verið að boða framhald á því að fólk sem hefur fengið alþjóðlega vernd á stöðum eins og í Grikklandi verði vísað frá Íslandi. Hvort það verði meginreglan að gera engan greinarmun á því hvar fólk hefur fengið vernd. Hin „raunverulega þörf“ Rökstuðningur ríkisstjórnarinnar hefur verið sá að fólk sem hefur þegar fengið vernd í öðru landi sé ekki í hópi fólks sem er í „raunverulegri þörf“ fyrir vernd hérlendis. Rauði krossinn hefur þó bent á að óalgengt sé að fólk sem veitt hefur verið alþjóðlega vernd í ríkjum norður Evrópu sæki um vernd hér. Stærsti hópurinn komi hins vegar frá Grikklandi, Ítalíu og Ungverjalandi, þar sem aðstæður flóttafólks eru óviðunandi skv. Rauða krossinum. Örlög sýrlensku konunnar urðu þau að börnin í leikskólanum kvöddu hana öll, hvert og eitt, með því að faðma hana en án þess að vita að í framhaldinu kvaddi hún líka Ísland. Það er áhugavert að hugsa til þess hvers vegna svona fór. Ekki var ástæðan sú að fækka þurfti starfsfólki. Það vantar starfsfólk í marga leikskóla um allt land. Ekki var ástæðan heldur sú að konan vildi ekki halda áfram að starfa í leikskólanum. Og konan var mikils metin af starfsfólki. Mikils metin af börnunum. Mikils metin af foreldrum barnanna. Ástæðan var einfaldlega sú að þessari konu urðu á þau mistök að hafa lent í stríðinu í Sýrlandi og að hafa ekki komið beinustu leið til Íslands á flótta sínum, heldur fyrst til Grikklands. Sagan frá Íslandi Saga þessarar konu er sorgleg en sagan sem börnin í Vinagarði munu heyra þegar fram líða stundir er þó ekki síður sorgleg. Það er sagan af því hverjar aðstæður geta verið á Íslandi gagnvart fólki í neyð. Eftir að hafa lesið frumvarp dómsmálaráðherra er svarið skýrt um að sögur sem þessar verða hluti af stefnu stjórnvalda. Og reyndar verður tónn íslenskra stjórnvalda harðari í garð fólks á flótta en áður. Staða fólks á flótta er stórpólitískt efni í samfélagi þjóðanna. Og ég óttast að með þessu frumvarpi séum við að stíga það skref að Ísland verði hluti af vandanum sem heimurinn stendur frammi gagnvart fólki á flótta fyrir frekar en að vera hluti af lausninni. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Innflytjendamál Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Hvað er friður? Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Í gær flutti dómsmálaráðherra frumvarp sitt um útlendingamál á Alþingi. Við erum flest meðvituð um að tugir milljónir manna eru á flótta í heiminum í dag. Myndin er enn skýrari nú þegar stríð er hafið í Úkraínu og milljónir manna eru á flótta þaðan. En þrátt fyrir að vita að flótti frá heimalandi sé veruleiki tugmilljóna eru það samt alltaf sögurnar af einstaklingum sem snerta okkur mest. Sögur af fólki Í umræðum um þetta mál á þinginu í gær nefndi ég sögu sem hreyfði mikið við mér á sínum tíma. Sögu sem segir af stefnu Íslands gagnvart fólki á flótta. Það var saga af sýrlenskri konu sem vann í leikskólanum Vinagarði. Sagan situr í mér af þeirri einföldu ástæðu að dóttir mín var einu sinni í þessum frábæra leikskóla. Konurnar sem þar störfuðu eiga stað í hjarta mínu eftir þau góðu ár. Í fréttum kom fram að konan vann í leikskólanum í hálft ár. Maríu Sighvatsdóttur aðstoðarleikskólastjóri hafði þetta um konuna að segja: „Hún hefur ofboðslega góða nærveru, er áhugasöm og lagði sig mikið fram við að kynnast starfinu. Það var gott að vinna með henni, ég lærði mjög margt af henni. Hún kenndi börnunum og lærði svo af okkur og þeim líka. Þannig að allir græddu á vinnu hennar hér. Hennar er virkilega sárt saknað.“ Konunni var vísað til Grikklands vegna þess að hún hafði hlotið alþjóðlega vernd þar. Íslensk yfirvöld höfnuðu því að taka mál hennar til efnismeðferðar þar sem Grikkland er sagt öruggt ríki fyrir flóttamenn. Við vitum að ég held öll að þar beið hennar þó ekkert sérstakt skjól. Ég spurði dómsmálaráðherra þess vegna í gær hvort það væri rétt að með þessu frumvarpi væri verið að boða framhald á því að fólk sem hefur fengið alþjóðlega vernd á stöðum eins og í Grikklandi verði vísað frá Íslandi. Hvort það verði meginreglan að gera engan greinarmun á því hvar fólk hefur fengið vernd. Hin „raunverulega þörf“ Rökstuðningur ríkisstjórnarinnar hefur verið sá að fólk sem hefur þegar fengið vernd í öðru landi sé ekki í hópi fólks sem er í „raunverulegri þörf“ fyrir vernd hérlendis. Rauði krossinn hefur þó bent á að óalgengt sé að fólk sem veitt hefur verið alþjóðlega vernd í ríkjum norður Evrópu sæki um vernd hér. Stærsti hópurinn komi hins vegar frá Grikklandi, Ítalíu og Ungverjalandi, þar sem aðstæður flóttafólks eru óviðunandi skv. Rauða krossinum. Örlög sýrlensku konunnar urðu þau að börnin í leikskólanum kvöddu hana öll, hvert og eitt, með því að faðma hana en án þess að vita að í framhaldinu kvaddi hún líka Ísland. Það er áhugavert að hugsa til þess hvers vegna svona fór. Ekki var ástæðan sú að fækka þurfti starfsfólki. Það vantar starfsfólk í marga leikskóla um allt land. Ekki var ástæðan heldur sú að konan vildi ekki halda áfram að starfa í leikskólanum. Og konan var mikils metin af starfsfólki. Mikils metin af börnunum. Mikils metin af foreldrum barnanna. Ástæðan var einfaldlega sú að þessari konu urðu á þau mistök að hafa lent í stríðinu í Sýrlandi og að hafa ekki komið beinustu leið til Íslands á flótta sínum, heldur fyrst til Grikklands. Sagan frá Íslandi Saga þessarar konu er sorgleg en sagan sem börnin í Vinagarði munu heyra þegar fram líða stundir er þó ekki síður sorgleg. Það er sagan af því hverjar aðstæður geta verið á Íslandi gagnvart fólki í neyð. Eftir að hafa lesið frumvarp dómsmálaráðherra er svarið skýrt um að sögur sem þessar verða hluti af stefnu stjórnvalda. Og reyndar verður tónn íslenskra stjórnvalda harðari í garð fólks á flótta en áður. Staða fólks á flótta er stórpólitískt efni í samfélagi þjóðanna. Og ég óttast að með þessu frumvarpi séum við að stíga það skref að Ísland verði hluti af vandanum sem heimurinn stendur frammi gagnvart fólki á flótta fyrir frekar en að vera hluti af lausninni. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun