Segir að stressaðir eigi að vera heima og að liðið eigi Meistaradeildina ekki skilið Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 17. maí 2022 18:46 Granit Xhaka var allt annað en kátur eftir tap Arsenal gegn Newcastle í gærkvöldi. Stuart MacFarlane/Arsenal FC via Getty Images Granit Xhaka, leikmaður Arsenal, gagnrýndi liðsfélaga sína eftir 2-0 tap liðsins gegn Newcastle í gærkvöldi. Hann segir að stressaðir leikmenn eigi að vera heima hjá sér og að liðið eigi ekki skilið að fara í Meistaradeildina miðað við frammistöðuna í leiknum. Miðjumaðurinn var greinilega sár og svekktur eftir tapið, en sigur hefði lyft liðinu aftur upp fyrir erkifjendur þeirra í Tottenham í baráttunni um Meistaradeildarsæti. Hann segir þó að frammistaða gærkvöldsins sýni að liðið hafi ekki ráðið við pressuna. „Ef einhver er ekki tilbúinn í leikinn, vertu þá heima,“ sagði Svisslendingurinn. „Það skiptir ekki máli hvað þú ert gamall. Ef þú ert stressaður, vertu þá á bekknum eða heima hjá þér. Við þurfum menn sem mæta til að spila. Þetta var einn mikilvægasti leikur tímabilsins fyrir okkur og við erum mjög vonsviknir fyrir hönd þeirra sem gerðu sér ferð á völlinn.“ "If someone isn't ready for this game, stay at home" Granit Xhaka says the Arsenal players didn't deserve to be on the pitch today 😓 pic.twitter.com/OdC37x3TAG— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) May 16, 2022 Vonir Arsenal um Meistaradeildarsæti hanga nú á bláþræði, en liðið þarf sigur gegn Everton í lokaumferðinni og treysta á að á sama tíma tapi Tottenham gegn föllnu liði Norwich. Xhaka gerir sér grein fyrir því að vonin er veik, en hann er þó ekki tilbúinn að gefast upp alveg strax. „Við vildum sýna flotta frammistöðu en það gerðist ekki. Fólk talar alltaf um leiðtoga. Við erum ekki að spila tennis, við erum að spila fótbolta. Ef einhver ræður ekki við pressuna á hann að vera heima hjá sér.“ „Við getum ekki mætt og spilað eins og við gerðum. Við litum mjög illa út. Skipulagið var allt annað en við spiluðum.“ „Þeir keyrðu yfir okkur frá fyrstu mínútu. Þegar þú spilar svona áttu ekki skilið að spila í Meistaradeildinni,“ sagði Xhaka. „Ef Tottenham tapar og við vinnum. Maður veit aldrei í fótbolta. Við eigum enn von. Fyrir leikinn var þetta í okkar höndum, en nú er þetta allt annar leikur,“ sagði Xhaka að lokum. Enski boltinn Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Leik lokið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Fleiri fréttir Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Sjá meira
Miðjumaðurinn var greinilega sár og svekktur eftir tapið, en sigur hefði lyft liðinu aftur upp fyrir erkifjendur þeirra í Tottenham í baráttunni um Meistaradeildarsæti. Hann segir þó að frammistaða gærkvöldsins sýni að liðið hafi ekki ráðið við pressuna. „Ef einhver er ekki tilbúinn í leikinn, vertu þá heima,“ sagði Svisslendingurinn. „Það skiptir ekki máli hvað þú ert gamall. Ef þú ert stressaður, vertu þá á bekknum eða heima hjá þér. Við þurfum menn sem mæta til að spila. Þetta var einn mikilvægasti leikur tímabilsins fyrir okkur og við erum mjög vonsviknir fyrir hönd þeirra sem gerðu sér ferð á völlinn.“ "If someone isn't ready for this game, stay at home" Granit Xhaka says the Arsenal players didn't deserve to be on the pitch today 😓 pic.twitter.com/OdC37x3TAG— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) May 16, 2022 Vonir Arsenal um Meistaradeildarsæti hanga nú á bláþræði, en liðið þarf sigur gegn Everton í lokaumferðinni og treysta á að á sama tíma tapi Tottenham gegn föllnu liði Norwich. Xhaka gerir sér grein fyrir því að vonin er veik, en hann er þó ekki tilbúinn að gefast upp alveg strax. „Við vildum sýna flotta frammistöðu en það gerðist ekki. Fólk talar alltaf um leiðtoga. Við erum ekki að spila tennis, við erum að spila fótbolta. Ef einhver ræður ekki við pressuna á hann að vera heima hjá sér.“ „Við getum ekki mætt og spilað eins og við gerðum. Við litum mjög illa út. Skipulagið var allt annað en við spiluðum.“ „Þeir keyrðu yfir okkur frá fyrstu mínútu. Þegar þú spilar svona áttu ekki skilið að spila í Meistaradeildinni,“ sagði Xhaka. „Ef Tottenham tapar og við vinnum. Maður veit aldrei í fótbolta. Við eigum enn von. Fyrir leikinn var þetta í okkar höndum, en nú er þetta allt annar leikur,“ sagði Xhaka að lokum.
Enski boltinn Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Leik lokið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Fleiri fréttir Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Sjá meira