Dóra bjartsýn á framhaldið nú þegar allir ræða við alla Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. maí 2022 18:54 Dóra Björt er oddviti Pírata í Reykjavík. Flokkurinn bætti við sig manni í borgarstjórn og gengur til meirihlutaviðræðna í samfloti við Samfylkingu og Viðreisn. Vísir/Vilhelm Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavík, segist hafa rætt við Einar Þorsteinsson, oddvita Framsóknarflokksins í dag. Hún segir samskipti flokkanna í Reykjavík ekki komin á það stig að hægt sé að tala um formlegar viðræður. „Einar kíkti til mín í kaffi og við ræddum nú ýmislegt, meðal annars sameiginlega reynslu af fæðingum. Þannig að þetta var persónulegt og pólitískt í dag, bara mjög notalegt,“ sagði Dóra í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Dóra segir málin í borginni ekki komin á það stig að hægt sé að tala um formlegar viðræður. „[Einar] er auðvitað að tala við alla, sömuleiðis við hin. Þannig að við erum bara öll að heyrast, það er staðan eins og hún er núna,“ segir Dóra. Framsóknarflokkurinn er ótvíræður sigurvegari kosninganna í Reykjavík, fékk fjóra fulltrúa inn í borgarstjórn eftir að hafa ekki átt neinn á síðasta kjörtímabili. Meirihlutinn tapaði þegar upp var staðið tveimur mönnum, en Píratar voru eini meirihlutaflokkurinn sem bætti við sig manni. Fór úr tveimur í þrjá. Dóra segist telja að búið verði að mynda meirihluta fyrir 6. júní, sem er sá dagur þar sem nýr meirihluti á að taka við. „Ég held að við hljótum öll að finna til ábyrgðar í þessu. Við verðum auðvitað að hafa hraðar hendur og bregðast við, vegna þess að þetta er krafan. Ég vonast auðvitað til þess að línur fari að skýrast, bara á næstu dögum.“ Ættu að geta leyst helstu álitamál Aðspurð hvort hún sjái í fljótu bragði einhver sérstök málefni sem standi í vegi fyrir samstarfi, til að mynda við Framsóknarflokkinn, segir Dóra ekki svo vera. „Ég held að við séum öll lausnamiðuð og ættum að geta fundið út úr þeim álitaefnum sem fyrir okkur verða, en það er auðvitað samhljómur í ýmsum málum. Ég hef nefnt barnvænt samfélag og svo framvegis, ég held að við getum fundið út úr hinum hlutunum. Það eru skipulagsmálin og svoleiðis. [Einar] hefur auðvitað talað jákvætt um Borgarlínu, sem er mjög mikilvægt málefni fyrir okkur hin. Þannig að ég held að þetta sé allt eitthvað sem við getum leyst,“ segir Dóra. Í fyrradag tilkynntu oddvitar Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar að flokkarnir þrír hygðust ganga saman til meirihlutaviðræðna. Þessir þrír flokkar mynduðu meirihluta á síðasta kjörtímabili, ásamt Vinstri grænum, sem hafa gefið það út að þau muni ekki taka þátt í meirihlutaviðræðum. Haldi samstaða flokkanna þriggja eru kostir Framsóknarflokksins til meirihlutamyndunar mun færri en ella. Píratar eru þá annar tveggja flokka sem hafa útilokað samstarf við Sjálfstæðisflokkinn, en hinn flokkurinn eru Sósíalistar, sem hafa einnig útilokað samstarf við Viðreisn. Ef Framsókn myndaði meirihluta með Samfylkingu, Pírötum og Viðreisn væri um að ræða þrettán fulltrúa meirihluta, en tólf er sá lágmarksfjöldi borgarfulltrúa sem þarf til að mynda meirihluta í 23 fulltrúa borgarstjórn. Dóra segir allt of snemmt að fullyrða um hvort mögulegar meirihlutaviðræður muni stranda á embættum, svo sem um hver eigi að verða borgarstjóri eða forseti borgarstjórnar. Aðspurð hvort hún sé bjartsýn á að sitja í meirihluta næstu fjögur árin segir Dóra: „Ég er náttúrulega bjartsýn að eðlisfari, þannig að ég ætla að leyfa mér að vera það áfram.“ Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Píratar Borgarstjórn Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
„Einar kíkti til mín í kaffi og við ræddum nú ýmislegt, meðal annars sameiginlega reynslu af fæðingum. Þannig að þetta var persónulegt og pólitískt í dag, bara mjög notalegt,“ sagði Dóra í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Dóra segir málin í borginni ekki komin á það stig að hægt sé að tala um formlegar viðræður. „[Einar] er auðvitað að tala við alla, sömuleiðis við hin. Þannig að við erum bara öll að heyrast, það er staðan eins og hún er núna,“ segir Dóra. Framsóknarflokkurinn er ótvíræður sigurvegari kosninganna í Reykjavík, fékk fjóra fulltrúa inn í borgarstjórn eftir að hafa ekki átt neinn á síðasta kjörtímabili. Meirihlutinn tapaði þegar upp var staðið tveimur mönnum, en Píratar voru eini meirihlutaflokkurinn sem bætti við sig manni. Fór úr tveimur í þrjá. Dóra segist telja að búið verði að mynda meirihluta fyrir 6. júní, sem er sá dagur þar sem nýr meirihluti á að taka við. „Ég held að við hljótum öll að finna til ábyrgðar í þessu. Við verðum auðvitað að hafa hraðar hendur og bregðast við, vegna þess að þetta er krafan. Ég vonast auðvitað til þess að línur fari að skýrast, bara á næstu dögum.“ Ættu að geta leyst helstu álitamál Aðspurð hvort hún sjái í fljótu bragði einhver sérstök málefni sem standi í vegi fyrir samstarfi, til að mynda við Framsóknarflokkinn, segir Dóra ekki svo vera. „Ég held að við séum öll lausnamiðuð og ættum að geta fundið út úr þeim álitaefnum sem fyrir okkur verða, en það er auðvitað samhljómur í ýmsum málum. Ég hef nefnt barnvænt samfélag og svo framvegis, ég held að við getum fundið út úr hinum hlutunum. Það eru skipulagsmálin og svoleiðis. [Einar] hefur auðvitað talað jákvætt um Borgarlínu, sem er mjög mikilvægt málefni fyrir okkur hin. Þannig að ég held að þetta sé allt eitthvað sem við getum leyst,“ segir Dóra. Í fyrradag tilkynntu oddvitar Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar að flokkarnir þrír hygðust ganga saman til meirihlutaviðræðna. Þessir þrír flokkar mynduðu meirihluta á síðasta kjörtímabili, ásamt Vinstri grænum, sem hafa gefið það út að þau muni ekki taka þátt í meirihlutaviðræðum. Haldi samstaða flokkanna þriggja eru kostir Framsóknarflokksins til meirihlutamyndunar mun færri en ella. Píratar eru þá annar tveggja flokka sem hafa útilokað samstarf við Sjálfstæðisflokkinn, en hinn flokkurinn eru Sósíalistar, sem hafa einnig útilokað samstarf við Viðreisn. Ef Framsókn myndaði meirihluta með Samfylkingu, Pírötum og Viðreisn væri um að ræða þrettán fulltrúa meirihluta, en tólf er sá lágmarksfjöldi borgarfulltrúa sem þarf til að mynda meirihluta í 23 fulltrúa borgarstjórn. Dóra segir allt of snemmt að fullyrða um hvort mögulegar meirihlutaviðræður muni stranda á embættum, svo sem um hver eigi að verða borgarstjóri eða forseti borgarstjórnar. Aðspurð hvort hún sé bjartsýn á að sitja í meirihluta næstu fjögur árin segir Dóra: „Ég er náttúrulega bjartsýn að eðlisfari, þannig að ég ætla að leyfa mér að vera það áfram.“
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Píratar Borgarstjórn Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira