Er verið að njósna um þig? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 18. maí 2022 08:00 Aðalfundur Neytendasamtakanna samþykkti í lok síðasta árs ályktun þar sem íslensk stjórnvöld voru hvött til að tryggja stafræn réttindi neytenda á veraldarvefnum og til að beita sér fyrir banni við netauglýsingum sem byggja á persónusniði og eftirliti með notendum, svonefndum njósnaauglýsingum. Af því tilefni sendi ég dómsmálaráðherra og menningar- og viðskiptaráðherra formlegar fyrirspurnir á Alþingi um slíkar auglýsingar. Ég óskaði eftir upplýsingum um það hvernig stafrænn réttur neytenda á veraldarvefnum væri tryggður með tilliti til njósnaauglýsinga, og hvort ráðherrarnir hygðust tryggja réttindi einstaklinga betur þegar að þessu kemur. Dómsmálaráðherra undirstrikaði að ein af mikilvægustu leiðunum til þess að tryggja þessi réttindi væri að fyrirtæki færu einfaldlega eftir þeim reglum sem gilda um málefnið. Ráðherrann upplýsti sömuleiðis að Persónuvernd og dómsmálaráðuneytið fylgdust grannt með þróun mála á þessu sviði og með þróun á breytingusm á regluverki á vettvangi EES í þessu samhengi. Samkvæmt svari menningar- og viðskiptaráðherra er stafrænn réttur neytenda á veraldarvefnum víðsvegar tryggður í löggjöf hérlendis. Ráðherrann benti á að hröð stafvæðing á neytendamörkuðum á undanförnum árum hefði haft í för með sér fjölda áskorana og tækifæra fyrir neytendur og fyrirtæki. Það væri brýnt að tryggja friðhelgi einkalífs neytenda á netinu og að neytendavernd hérlendis væri með besta móti. Hún greindi frá því að vinna væri hafin við heildarstefnumótun á sviði neytendaverndar þar sem persónusniðnar auglýsingar væru m.a. til sérstakrar skoðunar. Það er mikilvægt að lög og reglur verndi neytendur á veraldarvefnum og að lagaumhverfið fylgi eftir hraðri tækniþróun og stafvæðingu. Eins og dómsmálaráðherra bendir á er síðan lykilatriði að fyrirtæki fari eftir þeim reglum sem um málefnið gilda. Um leið og framangreind þróun býður upp á mikla möguleika, skapar hún einnig freistnivanda þar sem verulegur ábati getur skapast af notkun persónusniðinna auglýsinga. Þá er hætt við að góðir viðskiptahættir gagnvart neytendum verði undir. Það er jákvætt að fá staðfestingu á því að ráðherrar sem fjalla um málaflokkinn séu meðvitaðir um þessar áskoranir og að menningar- og viðskiptaráðherra hafi hug á að fara í sérstakar aðgerðir til að stuðla að vitundarvakningu neytenda í þessum efnum. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Neytendur Stafræn þróun Persónuvernd Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Aðalfundur Neytendasamtakanna samþykkti í lok síðasta árs ályktun þar sem íslensk stjórnvöld voru hvött til að tryggja stafræn réttindi neytenda á veraldarvefnum og til að beita sér fyrir banni við netauglýsingum sem byggja á persónusniði og eftirliti með notendum, svonefndum njósnaauglýsingum. Af því tilefni sendi ég dómsmálaráðherra og menningar- og viðskiptaráðherra formlegar fyrirspurnir á Alþingi um slíkar auglýsingar. Ég óskaði eftir upplýsingum um það hvernig stafrænn réttur neytenda á veraldarvefnum væri tryggður með tilliti til njósnaauglýsinga, og hvort ráðherrarnir hygðust tryggja réttindi einstaklinga betur þegar að þessu kemur. Dómsmálaráðherra undirstrikaði að ein af mikilvægustu leiðunum til þess að tryggja þessi réttindi væri að fyrirtæki færu einfaldlega eftir þeim reglum sem gilda um málefnið. Ráðherrann upplýsti sömuleiðis að Persónuvernd og dómsmálaráðuneytið fylgdust grannt með þróun mála á þessu sviði og með þróun á breytingusm á regluverki á vettvangi EES í þessu samhengi. Samkvæmt svari menningar- og viðskiptaráðherra er stafrænn réttur neytenda á veraldarvefnum víðsvegar tryggður í löggjöf hérlendis. Ráðherrann benti á að hröð stafvæðing á neytendamörkuðum á undanförnum árum hefði haft í för með sér fjölda áskorana og tækifæra fyrir neytendur og fyrirtæki. Það væri brýnt að tryggja friðhelgi einkalífs neytenda á netinu og að neytendavernd hérlendis væri með besta móti. Hún greindi frá því að vinna væri hafin við heildarstefnumótun á sviði neytendaverndar þar sem persónusniðnar auglýsingar væru m.a. til sérstakrar skoðunar. Það er mikilvægt að lög og reglur verndi neytendur á veraldarvefnum og að lagaumhverfið fylgi eftir hraðri tækniþróun og stafvæðingu. Eins og dómsmálaráðherra bendir á er síðan lykilatriði að fyrirtæki fari eftir þeim reglum sem um málefnið gilda. Um leið og framangreind þróun býður upp á mikla möguleika, skapar hún einnig freistnivanda þar sem verulegur ábati getur skapast af notkun persónusniðinna auglýsinga. Þá er hætt við að góðir viðskiptahættir gagnvart neytendum verði undir. Það er jákvætt að fá staðfestingu á því að ráðherrar sem fjalla um málaflokkinn séu meðvitaðir um þessar áskoranir og að menningar- og viðskiptaráðherra hafi hug á að fara í sérstakar aðgerðir til að stuðla að vitundarvakningu neytenda í þessum efnum. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun